NÝJAR PLÖNTUR

Placeholder
Loka

Sveipstjarna – Astrantia major

Harðgerð, fjölær jurt. Hæð: 60 - 80 sm. Lauf með 3 - 7 flipum. Blóm í sveip. Sveipurinn umvafinn fölbleikum - grænleitum stoðblöðum. Þolir vel hálfskugga. Hentar í blönduð beð með öðrum fjölæringum. Sveipstjarna er góð til afskurðar og þurrkunar. Heimkynni: M- og A-Evrópa.
Loka

Lundahæra ‘Marginata’ – Luzula sylvatica ‘Marginata’

All harðgerð, sígræn, fjölær jurt. Graskennd jurt með kremhvíta blaðjaðra. Gisin hár á blaðjöðrum. Blómin smá, brún blómhnoð í klasa sem standa upp úr blaðbreiðunni. All þekjandi og skuggþolin. Hentar sem undirgróður undir trjám og runnum í rökum - þurrum jarðvegi.
Loka

Lundahæra – Luzula sylvatica

All harðgerð, sígræn, fjölær, graskennd jurt. Hæð: 30 - 70 sm. Laufið gljáandi. Hært á blaðjöðrum. Blómhnoð í smáum klösum sem standa upp úr blaðbreiðunni, brún en ekki áberandi. Lundahæra er all skuggþolin. Hentar sem þekjandi undirgróður undir trjám og runnum, í beðjöðrum, við tjarnir og læki. Þrífst vel í rökum - meðalrökum jarðvegi. Þolin gagnvart breytilegu sýrustigi jarðvegs þó hún vaxi venjulega villt í súrum jarðvegi. Heimkynni Evrópa og SV-Asía.
Loka

Sabínueinir – Juniperus sabina

All harðgerður, sígrænn, þéttur, lágvaxinn runni. Hæð: 40 - 80 sm. Barrið smágert, blásilfrað. Sólelskur en þolir hálfskugga. Þrífst í vel framræstri, venjulegri garðmold. Sæmilega þekjandi. Yfirleitt sérbýll. Hentar fremst í beð með sígrænum gróðri, í hleðslur, steinhæðir og ker. Þrífst ekki á algerum berangri. Eitraður sé hans neytt. Heimkynni: Fjalllendi mið- og S-Evrópu og í NV-Asía.
Loka

Japansstör ‘Ice Dance’ – Carex morrowii ‘Ice Dance’

Fjölær jurt. Laufin, löng og mjó með gulhvítum jöðrum. Hæð: 20 - 30 sm. Hentar sem þekjuplanta í meðalrökum - rökum jarðvegi. Þolir vel hálfskugga. Hálfsígræn. Reynsla hérlendis takmörkuð.
Loka

Lárheggur ‘Herbergii’ – Prunus laurocerasus ‘Herbergii’

Fremur viðkvæmur, , þéttur, sígrænn, lágvaxinn runni. Laufið heilrennt, dökkgrænt og gljáandi. Blómin hvít í klösum fyrri part sumars. Þrífst aðeins í góðu skjóli í frjóum rakaheldum, gjarnan aðeins súrum jarðvegi. Þolir vel hálfskugga. Mjög hægvaxta. Hentar í blönduð beð með t.d. lyngrósum og öðrum sígrænum runnum. Sjaldgæfur hérlendis enda ekki öruggur í ræktun.
Loka

Loðvíðir ‘Laugabrekka’ – Salix lanata ‘Laugabrekka’

Mjög harðgerður, íslenskur runni. Upprétt yrki. Hæð: 1 - 2 m. Laufið grágrænt og loðið. Kvenkyns yrki. Sólelskur. Loðvíðir 'Laugabrekka' laufgast ekki fyrr en um miðjan júní. En fyrir vikið sækja pöddur ekki í þetta yrki ólíkt öðrum loðvíði. Þrífst í alls konar jarðvegi. Vind- og saltþolinn. Hefur lengi verið framleiddur í Þöll og reynst vel. Hentar í raðir, þyrpingar, lágvaxin limgerði, brekkur, opin svæði og sumarhúsalóðir. Millibil 50 - 80 sm. Einnig nefndur grávíðir.
Loka

„Purpurabroddur“ ‘Silver Miles’ – Berberis x ottawensis ‘Silver Miles’

Þyrnóttur runni. Laufið purpurarautt með ljósari skellum. Sólelskur. Hæð allt að 2 m. Þolir vel klippingu. Þrífst vel í allri venjulegri garðmold sem ekki er of blaut. Þarf eitthvert skjól til að þrífast. Blómin eru gul í klösum og aldinin aflöng, dökkrauð ber. Nýlegur í ræktun og er reynsla því takmörkuð. Hið rétta heiti þessa tegundablendings milli sólbrodds (B. thunbergii) annars vegar og ryðbrodds hins vegar (B. vulgaris) er sunnubroddur (B. x ottawensis).
Placeholder
Loka

Garðakobbi – Erigeron speciosus

All harðgerð, fjölær jurt. Hæð um 60 sm. Blómkörfurnar með fjólubláum tungukrónum og gulum pípukrónum. Þrífst best í vel framræstum,
Placeholder
Loka

Krosshnappur – Glechoma hederacea

Jarðlæg fjölær, sígræn, þekjandi jurt. Blómin fjólublá miðsumars. Þolir hálfskugga. Ilmandi. Þrífst best í frjóum, niturríkum, sæmilega rökum jarðvegi. Hentar
Placeholder
Loka

Gullbjalla – Pulsatilla aurea

Fremur lágvaxin fjölær jurt (10 – 50 sm). Lauf tvífjaðurskipt. Blómin stór, gul. Blómgast miðsumars. Heimkynni: Kákasus. Þrífst best í
Placeholder
Loka

Snækollur – Anaphalis margaritacea

All harðgerð, fjölær jurt. Hæð: 40 - 80 sm. Gráloðið lauf. Blómin smá, gulleit í sveip, umlukin fjölda hvítra, pappírkenndra háblaða. Blóm henta til þurrkunar í skreytingar. Þrífst best á sólríkum í vel framræstum jarðvegi. Hentar í blönduð beð.