NÝJAR PLÖNTUR

Placeholder
Loka

Sýrena ‘Bríet’ – Syringa ‘Bríet’

Harðgerður, stórvaxinn runni eða lítið tré. Hæð 4 - 5 m. Laufgast seinna en aðrar sýrenur og verður því ekki fyrir "vor-kvefi". Laufið er einnig smærra en á flestum öðrum sýrenum sem hér eru í ræktun. Blómin eru mörg saman í klasa, laxableik og ilmandi. Blómgast í júlí. Þolir vel hálfskugga. Móðurplantan stendur í garði í Þingholtunum í Reykjavík. Stórvaxnasta sýrenan sem hér er í ræktun. Sýrena 'Bríet' hentar stakstæð, í raðir, þyrpingar og blönduð runna- og blómabeð. Gæti jafnvel hentað í skjólbelti. Millibil að minnsta kosti 1,5 m. Yrkið er kennt við Bríet Bjarnhéðinsdóttur (1856 - 1940).
Placeholder
Loka

Rós ‘John Cabot’ – Rosa ‘John Cabot’

Klifurrós eða runnarós. Blómin skærbleik, fyllt og ilmandi. Laufið gljáandi. Hæð allt að 2 m. ‘John Cabot’ þarf sólríkan og
Placeholder
Loka

Gallarós ‘Tuscany Superb’ – Rosa gallica ‘Tuscany Superb’

Blómin eru hálffyllt, dökkpurpurarauð með flauels-áferð ilmandi. Gulir frævlar. Blómgast síðsumars. Nánast þyrnalaus. Þarf skjólgóðan vaxtarstað með frjósamri mold. Hæð
Placeholder
Loka

Garðakvistill ‘Summer Wine’ – Physocarpus opulifolius ‘Summer Wine’

All harðgerður skrautrunni. Laufið vínrautt. Skærrauðir haustlitir. Bleikir blómsveipir miðsumars. Hæð um 1,5 m. Greinar fyrst uppréttar en síðan bogadregnar.
Placeholder
Loka

Berjablátoppur ‘Honey Bee’ – Lonicera caerulea ‘Honey Bee’

Harðgerður lágvaxinn - meðalstór, sumargrænn runni. Blómin gulgræn í apríl/maí. Aldinið blátt, aflangt, sætt og bragðgott ber sem þroskast síðsumars (ágúst). Berjablátoppur 'Honey Bee' er ekki sjálffrjóvgandi og þarf því frjó frá öðru yrki af blátopp til að þroska ber. Þrífst vel í hálfskugga en þroskar meira af berjum í sól. Þrífst vel í allri venjulegri garðmold. Millibil 80 - 100 sm. Reynsla af ræktun berjablátopps er ennþá takmörkuð. Helsta vandamálið hérlendis er að blómin skemmast gjarnan í vorfrostum sem veldur lítilli berjauppskeru. Berjablátoppur 'Honey Bee' er sagður sérlega góður til að frjóvga önnur yrki af berjablátopp. Berin á 'Honey Bee' eru sögð haldast sérlega vel á runnunum en ekki falla af eins og stundum gerist með önnur yrki. Kanadískt yrki.
Loka

Silkibóndarós – Paeonia lactiflora

Fjölær jurt. Hæð: 75 - 90 sm. Laufið djúpskert, gljáandi. Lauf og stönglar áberandi rauð fyrst á vorin. Gróðursetjið silkibóndarós á sólríkan og skjólgóðan stað í frjóa, velframræsta garðmold. Færið ekki aftur eftir gróðursetningu. Það tekur bóndarósir nokkurn tíma að koma sér fyrir og byrja að blómstra, gjarnan 2 - 3 ár. Setjið moltu ofan á jarðveginn á vorin. Blómin eru stór, fyllt og ilmandi. Þau þurfa gjarnan stuðning. Blómin þykja góð til afskurðar. Blómgast í júlí. Svo plönturnar setji ekki orku í fræmyndun er mælt með því að blómhöfuðin séu skorin af að blómgun lokinni. Hlífið rótunum að vetri til með lagi af trjákurli ofan á moldina. Vorið 2021 bjóðum við upp á þrjú mismunandi yrki af silkibóndarós: 'Sara Bernhardt' með fölbleikum blómum, 'Karl Rosenfield' með rauðum, blómum og 'Shirley Temple' sem er bleik í knúpp en snjóhvít útsprungin. Bóndarósir eru ekki eiginlegar rósir heldur fjölærar jurtir af bóndarósaætt (Paeoniaceae).
Loka

Mánaklungur – Rubus parviflorus

All harðgerður, meðalhár runni (1 - 2 m). Blöðin stór, flipótt. Blómin hvít, með 5 krónublöðum og gulum fræflum. Aldinið rautt, ætt ber, ekki ósvipað hindberi um 1 sm í þvermál. Þolir vel hálfskugga. Þrífst í venjulegri garðmold. Dreifir sér með rótarskotum. Hentar sem þekjandi planta undir trjám og þess háttar. Heimkynni: Vestanverð N-Ameríka.
Loka

Þingvíðir – Salix viminalis ‘Þingvíðir’

All harðgerður stórvaxinn, hraðvaxta runni eða lítið tré. Hæð: 3 - 8 m. Greinar ólívugrænar. Sprotar rauðbrúnir. Blöð 10 - 15 sm og 2 - 3 sm á breidd og íbjúg. Silkihærð á neðra borði. Gulir haustlitir.  Sólelskur. Reklar fremur smáir. Birtast snemma (feb. - mars). Þingvíðir þrífst í frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Þingvíðir hentar stakstæður og í raðir og þyrpingar. Millibil 1 - 2 m. Þolir vel klippingu. Sagt er að um aldamótin 1900 hafi Tryggvi Gunnarsson (1835 - 1917) plantað þingvíði í garðinn við Alþingishúsið en Tryggvi bjó þann garð til og sinnti honum einkar vel á efri árum. Jóhann Pálsson grasafræðingur telur þennan körfuvíðiklón ættaðan frá norðanverðum Úralfjöllum eða N-Síberíu.
Loka

Lyngrós ‘English Roseum’ – Rhododendron ‘English Roseum’

Sígrænn runni. Hæð: 1,5 m. Blómin lillableik í stórum, endastæðum hnapp í júní. Þrífst best í skjóli. Þolir hálfskugga. Eins og flestar aðrar lyngrósir þrífst 'English Roseum' best í fremur súrum jarðvegi. Forðist að setja kalk í jarðveginn. Við gróðursetningu borgar sig að setja saman við jarðveginn furunálar og staðið hrossatað. Íslensk mómold hentar lyngrósum vel. Jarðvegur þarf alltaf að vera rakur en alls ekki blautur. Rakið laufi að lyngrósinni að hausti. Skýlið með striga alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. 'English Roseum' hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri eða í raðir og þyrpingar í grónum lóðum með  um 1 m millibili. Líkist mjög lyngrósinni 'Roseum Elegans' en sumir telja þessar tvær eina og sama yrkið!
Placeholder
Loka

Sveipstjarna – Astrantia major

Harðgerð, fjölær jurt. Hæð: 60 - 80 sm. Lauf með 3 - 7 flipum. Blóm í sveip. Sveipurinn umvafinn fölbleikum - grænleitum stoðblöðum. Þolir vel hálfskugga. Hentar í blönduð beð með öðrum fjölæringum. Sveipstjarna er góð til afskurðar og þurrkunar. Heimkynni: M- og A-Evrópa.
Loka

Lundahæra ‘Marginata’ – Luzula sylvatica ‘Marginata’

All harðgerð, sígræn, fjölær jurt. Graskennd jurt með kremhvíta blaðjaðra. Gisin hár á blaðjöðrum. Blómin smá, brún blómhnoð í klasa sem standa upp úr blaðbreiðunni. All þekjandi og skuggþolin. Hentar sem undirgróður undir trjám og runnum í rökum - þurrum jarðvegi.
Loka

Lundahæra – Luzula sylvatica

All harðgerð, sígræn, fjölær, graskennd jurt. Hæð: 30 - 70 sm. Laufið gljáandi. Hært á blaðjöðrum. Blómhnoð í smáum klösum sem standa upp úr blaðbreiðunni, brún en ekki áberandi. Lundahæra er all skuggþolin. Hentar sem þekjandi undirgróður undir trjám og runnum, í beðjöðrum, við tjarnir og læki. Þrífst vel í rökum - meðalrökum jarðvegi. Þolin gagnvart breytilegu sýrustigi jarðvegs þó hún vaxi venjulega villt í súrum jarðvegi. Heimkynni Evrópa og SV-Asía.