Fréttir 2021

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Hfj í Þöll

Jólatrjáa- og skreytingasala Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er í Þöll. Opið er alla daga í desember 2021 frá kl. 10.00 – 18.00. Íslensk furu- og grenijólatré, tröpputré, furugreinar, eldiviður, hurðarkransar, jólavendir, leiðisgreinar og fleira. Minnum einnig á gjafabréfin sem fást núna í Þöll. Sjá nánar á heimasíðu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar skoghf.is og á fésbókarsíðu félagsins.

Þöll opnar aftur vorið 2022. Gleðilega hátíð.