Þöll opnar aftur vorið 2024.

Opið virka daga frá kl. 10.00 – 18.00 í maí 2024.

Opið helgina 18., 19. og 20. maí (Hvítasunnuhelgina) frá kl. 10.00 til 17.00 alla þrjá dagana.

Erum komin með ýmsar tegundir trjáa og runna í pottum eins og t.d. rósakirsiber/kúrileyjakirsi, eini, lyngrósir, berjarunna, toppa, kvistla, elri, aspir, birki, reyni og fleira. Einnig limgerðisplöntur af gljámispli, fjallarifsi og víði.

Erum komin með eins árs ryðelri og gráelri hvoru tveggja af íslensku fræi ásamt alaskavíði ‘Oddi Gula’ allt í 35 hólfa bökkum en ekki aðrar gerðir skógarplantna.

Erum komin með stafafuru, sitkagreni, lindifuru, evrópulerki, svartelri og bergfuru í hnaus um og yfir 1 m á hæð.

Eigum til trjákurl og eldivið.

Sendið fyrirspurnir á netfangið skoghf@simnet.is

Síminn er: 555-6455, 894-1268 (Steinar), 898-8938 (Hannes Þór garðyrkjusérfræðingur).