Grodrarstod.is
Gróðrarstöðin Þöll er rekin sem sjálfstæð eining í eigu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og hefur eigin stjórn sem starfar óháð félaginu.
Þöll er opin frá vori og fram á haustmánuði og býður upp á allar helstu tegundir trjáa og runna s.s. skrautrunna, garðtré, berjarunna, rósir, skógarplöntur, limgerðisplöntur, klifurrunna og fleira.
Nær eingöngu er um eigin framleiðslu að ræða og hefur gróðurinn verið ræktaður í ræktunarstöð Þallar og þar af leiðandi aðlagaður íslenskum aðstæðum.
Þó svo að stöðin sé fyrst og fremst opin yfir sumartímann er hægt að hafa samband á öðrum tímum ársins til að fá ráðleggingar um plöntuval og sitthvað fleira.
Þöll er í Höfðaskógi við Kaldárselsveg í Hafnarfirði nærri Íshestum og skammt frá Hvaleyrarvatni. Síminn er 555-6455.