Álfakollur – Stachys grandiflora
Harðgerður, meðalhá, fjölær jurt. Blómin fjólublá í uppréttum kollum síðsumars. Þolir hálfskugga. Þrífst vel í venjulegri garðmold.
Vöruflokkur: Fjölærar jurtir
Tengdar plöntur
Lundahæra – Luzula sylvatica
All harðgerð, sígræn, fjölær, graskennd jurt. Hæð: 30 - 70 sm. Laufið gljáandi. Hært á blaðjöðrum. Blómhnoð í smáum klösum sem standa upp úr blaðbreiðunni, brún en ekki áberandi. Lundahæra er all skuggþolin. Hentar sem þekjandi undirgróður undir trjám og runnum, í beðjöðrum, við tjarnir og læki. Breiðist rólega út. Þrífst vel í rökum - meðalrökum jarðvegi. Þolin gagnvart breytilegu sýrustigi jarðvegs þó hún vaxi venjulega villt í súrum jarðvegi. Heimkynni Evrópa og SV-Asía.
Regnhlífarblóm / Skjaldsteinbrjótur – Darmera peltata
Harðgerð, fjölær jurt. Hæð: 1,5 m. Blómgast fyrir laufgun í maí. Blómin eru ljósrauð í hvelfdum sveip á allt að 1,5 m háum blómstöngli. Blöðin eru fremur stór, gljáandi, skjaldlaga og birtast eftir blómgun í júní. Rauðir haustlitir. Þrífst best í rökum og frjóum jarðvegi t.d. við læki og tjarnir. Skuggþolið. Dreifir sér rólega út með neðanjarðarrenglum. Regnhlífarblóm er ættað frá Óregon og Kaliforníu. Fremur sjaldgæft hérlendis.
Grænlandsmura – Sibbaldiopsis tridentata
Harðgerð, lágvaxin, sígræn jurt. Hæð 15 sm. Blöðin þrífingruð. Blómin hvít. Blómgast mest allt sumarið. Þrífst best í þurrum, malarbornum jarðvegi á sólríkum stöðum. Hentar í steinhæðir, hleðslur og þess háttar en einnig sem þekjuplanta þar sem jarðvegur er ekki of frjór. Laufið verður gjarnan rauðleitt á veturna. Millibil í breiðuplöntunum: 30 sm. Heimkynni: N-Ameríka þ.m.t. Grænland. Eldra fræðiheiti er Potentilla tridentata.
Krosshnappur – Glechoma hederacea
Harðgerð, jarðlæg fjölær, sígræn, þekjandi jurt. Laufið gjarnan rauðbrúnleitt. Laufið er ætt. Blómin fjólublá miðsumars. Þolir hálfskugga. Ilmandi. Þrífst best í frjóum, niturríkum, sæmilega rökum jarðvegi. Hentar sem þekjuplanta t.d. undir trjám, í ker og potta og þess háttar. Dreifir sér með jarðstönglum. Heimkynni: Evrasía.