Bambus gulur – Fargesia murielae
Sígrænt, trjákennt gras. Stönglar gulgrænir – gulir. Laufið sviðnar gjarnan fram eftir vetri. Myndar þétta þyrpingu stöngla en skríður ekki út. Þrífst best í rakaheldnum, frjóum jarðvegi á sólríkum stað í þokkalegu skjóli. Þolir hálfskugga. Hæð 1,5 – 3,5 m eftir yrkjum og staðsetningu. Almennt talin ein harðgerðasta bambus-tegundin. Hentar stakstæður, aftarlega í beðum og í þyrpingar og raðir með 80 – 100 sm millibili.
Vöruflokkur: Sígrænir runnar og sígræn smátré
Tengdar plöntur
Alaskasýprus – Cupressus nootkatensis – íslensk kvæmi
Lágvaxið, sígrænt tré. Toppurinn áberandi drjúpandi. Barrið hreisturlaga, blágrænt - gulgrænt. Könglar kúlulaga á stærð við bláber. Dökkbláir fullþroska. Fremur gisgreinóttur. Þokkafullur og jafnvel draugalegur að sjá. Þarf nokkurt skjól. Fremur skuggþolinn. Þolir vel klippingu. Harðgerðasti sýprusinn. Óvíst er hveru hár alaskasýprus getur orðið hérlendis. Reikna má með 6 - 7 m hæð á bestu stöðum í skógarskjóli. Framleiðum eingöngu alaskasýprus af íslensku fræi. Hentar í skjólgóða garða, yndisskóga, ker og þess háttar.
Tindalyngrós ‘Colibri’ – Rhododendron yakushimanum ‘Colibri’
Lágvaxinn, sígrænn, þéttur, hægvaxta, hálfkúlulega runni. Hæð 50 - 100 sm. Blómin rauðbleik í knúpp en fagurbleik útsprungin. Blómgast í lok maí eða í júní. Skjólþurfi. Þolir hálfskugga. Gróðursetjið í mómold blandaðri gömlu hrossataði og furunálum. Vökvið vel eftir gróðursetningu og næstu daga á eftir. Skýlið alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. Gott er að þekja lyngrósabeð með trjákurli. Berið á um eina teskeið af blönduðum garðáburði í kringum plöntuna í maí en ekki meira það árið. Hentar framarlega í beði með öðrum lyngrósum, lyngi og öðrum sígrænum runnum. Tindalyngrósir (R. degronianum ssp. yakushimanum) eru almennt talið harðgerðari en flestar aðrar lyngrósir. Heimkynni þeirra eru á japönsku eyjunni Yakushima.
Ljósalyng – Andromeda polifolia
Fremur harðgerður, lágvaxinn dvergrunni. Laufin eru smá, mjó og þykk. Blaðjaðrar eru niðurorpnir. Neðra borð blaða hvítloðið. Blómin eru smá, klukkulaga, nokkur saman á stöngulendum, hvít eða bleik. Ljósalyng vex villt í mosa-mýrum/deiglendi í fremur súrum jarðvegi. Þolir vel hálfskugga. Hentar í rakan eða jafnvel blautan jarðveg. Þrífst þó í framræstum en rakaheldnum jarðvegi. Hentar sem kantplanta eða milligróður innan um lyngrósir og lágvaxna barrviði í lífrænum, ögn súrum jarðvegi. Gott er að dreifa trjákurli í kring um ljósalyng til að halda jöfnum raka. Skýlið fyrsta veturinn eftir gróðursetningu nema að staðurinn sé skjólsæll. Ljósalyng finnst villt á örfáum stöðum á Austurlandi. Fannst fyrst hérlendis árið 1985. Annars eru heimkynni ljósalyngs víða á norðurhveli. Ljósalyng er eitrað sé þess neitt. Vísbendingar eru um að ljósalyng geti þrifist í jarðvegi sem ekki er sélega sú nú rakur!
Þráðsýprus / Ertusýprus ‘Filifera’ – Chamaecyparis pisifera ‘Filifera’
Sígrænn hægvaxta breiðkeilulaga runni eða smátré. Hæð 1,5 m hérlendis. Getur hugsanlega orðið hærri með tímanum í skjólgóðum görðum. Barrið hreisturkennt og gulgrænt á lit. Greinarendar slútandi, þráðmjóir. Þráðsýprus hentar í skjólgóða garða í sæmilega frjóum, rakaheldnum, framræstum jarðvegi. Þolir vel hálfskugga. Hefur reynst ágætlega í pottum í skjóli. Tegundin er ættuð frá Japan.
Himalajaeinir ‘Meyeri’ – Juniperus squamata ‘Meyeri’
Harðgerður, þéttur, lágvaxinn - meðalstór runni. Barrið er blágrænt - stálblátt. Ysta lag barkarins flagnar af með tímanum. Sólelskur er þolir hálfskugga. Þolir vel hóflega klippingu. Hentar í ker, stampa, blönduð beð en einnig fleiri saman í raðir og þyrpingar. Þrífst vel í allri venjulegri, vel framræstri garðmold. Vinsæll og algengur í íslenskum görðum.
Körfurunni / Brárunni – Chiliotrichum diffusum
Harðgerður, sígrænn, lágvaxinn runni (1 - 1,5 m). Blöðin fremur smá, dökkgræn að ofan, ljós að neðan. Blómin fremur smá, mörg saman, með hvítar tungukrónur og gulleytar pípukrónur. Litlar biðukollur þroskast að hausti. Sólelskur. Ættaðar frá sunnanverðri S-Ameríku og Falklandseyjum. Virðist all vind- og saltþolinn. Þrífst best í vel framræstum jarðvegi. Körfurunni sómir sér vel í blönduðum beðum með runnum og blómum. Einnig fer vel á því að gróðursetja nokkra saman í þyrpingu með um 70 - 80 sm millibili. Körfurunni finnst hér og þar í görðum. Einnig nefndur "brárunni". Körfurunni minnir í útliti á rósmarín (Rosmarinus officinalis).
Hunangstoppur ‘Little Honey’ – Lonicera crassifolia ‘Little Honey’
Jarðlægur, sígrænn, hægvaxta dvergrunni. Blöðin smá, kringlótt og gljáandi. Dökkgræn en gjarnan vínrauð á veturna. Blómin gul, nokkur saman í krans miðsumars. Aldinið svart ber. Sólelskur en þolir hálfskugga. Nýlegur í ræktun og reynsla því takmörkuð. Hentar í hleðslur, kanta og ker í vel framræstum jarðvegi. Heimkynni: Kína.