Berjablátoppur ‘Honey Bee’ – Lonicera caerulea ‘Honey Bee’
Harðgerður lágvaxinn – meðalstór, sumargrænn runni. Blómin gulgræn í apríl/maí. Aldinið blátt, aflangt, sætt og bragðgott ber sem þroskast síðsumars (ágúst). Berjablátoppur ‘Honey Bee’ er ekki sjálffrjóvgandi og þarf því frjó frá öðru yrki af blátopp til að þroska ber. Þrífst vel í hálfskugga en þroskar meira af berjum í sól. Þrífst vel í allri venjulegri garðmold. Millibil 80 – 100 sm. Reynsla af ræktun berjablátopps er ennþá takmörkuð. Helsta vandamálið hérlendis er að blómin skemmast gjarnan í vorfrostum sem veldur lítilli berjauppskeru. Berjablátoppur ‘Honey Bee’ er sagður sérlega góður til að frjóvga önnur yrki af berjablátopp. Berin á ‘Honey Bee’ eru sögð haldast sérlega vel á runnunum en ekki falla af eins og stundum gerist með önnur yrki. Kanadískt yrki.