• Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Search
Menu
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
Awaiting product image
Stækka mynd
Heim Ávaxtatré og berjarunnar Berjablátoppur ‘Honey Bee’ – Lonicera caerulea ‘Honey Bee’
Silkibóndarós - Paeonia lactiflora
Back to products
Placeholder
Garðakvistill 'Summer Wine' - Physocarpus opulifolius 'Summer Wine'

Berjablátoppur ‘Honey Bee’ – Lonicera caerulea ‘Honey Bee’

Harðgerður lágvaxinn – meðalstór, sumargrænn runni. Blómin gulgræn í apríl/maí. Aldinið blátt, aflangt, sætt og bragðgott ber sem þroskast síðsumars (ágúst). Berjablátoppur ‘Honey Bee’ er ekki sjálffrjóvgandi og þarf því frjó frá öðru yrki af blátopp til að þroska ber. Þrífst vel í hálfskugga en þroskar meira af berjum í sól. Þrífst vel í allri venjulegri garðmold. Millibil 80 – 100 sm. Reynsla af ræktun berjablátopps er ennþá takmörkuð. Helsta vandamálið hérlendis er að blómin skemmast gjarnan í vorfrostum sem veldur lítilli berjauppskeru. Berjablátoppur ‘Honey Bee’ er sagður sérlega góður til að frjóvga önnur yrki af berjablátopp. Berin á ‘Honey Bee’ eru sögð haldast sérlega vel á runnunum en ekki falla af eins og stundum gerist með önnur yrki. Kanadískt yrki.

Vöruflokkur: Ávaxtatré og berjarunnar
Share:

Tengdar plöntur

Sólber ‘Hedda’ – Ribes nigrum ‘Hedda’

Harðgerður, fremur lágvaxinn berjarunni (Hæð 1 - 1,5 m). Stór, sérlega bragðgóð ber. Henta í sultur og saft. Millibil um 80 - 100 sm. Þolir hálfskugga en mest uppskera fæst í fullri sól. Þrífst best í frjóum, ekki of þurrum jarðvegi. Greinar leggjast nokkuð niður með tímanum. Norskt yrki.

Hélurifs ‘Lukka’ – Ribes laxiflorum ‘Lukka’

Harðgerður, lágvaxinn (30 - 50 sm), jarðlægur runni. Laufið handsepótt. Laufgast í apríl. Rauðir haustlitir birtast strax í ágúst. Rauðbrún blóm í klasa í maí. Blá, héluð, æt ber þroskast í ágúst. Skuggþolið en mest berjauppskera fæst í fullri sól. Hentar sem undirgróður undir trjám, í kanta, jaðra og þess háttar. Nóg er að planta 1 - 2 plöntum á fermetra. 'Lukka' er úrvalsyrki úr Lystigarði Akureyrar.

Bersarunni – Viburnum edule

Harðgerður, meðalhár runni (1,5 - 2,5 m). Hægvaxta - í meðallagi hraðvaxta. Rauðir og bleikir haustlitir. Rauð brum áberandi á veturna. Blómin hvít - bleik í litlum sveipum. Rauðgul, æt ber þroskast að hausti. Skuggþolinn en fallegastir haustlitir og mest berjauppskera í fullri sól. Bersarunni fer vel í blönduðum runnabeðum, röðum og þyrpingum. Berin má nýta í sultur og þess háttar. Þau eru sögð rík af andoxunarefnum. Heimkynni: Norðanverð N-Ameríka. Okkar bersarunnar eru allir vaxnir upp af fræi sem tínt er hérlendis. Íslenskur efniviður af bersarunna er trúlega allur frá Alaska.
Placeholder

Jóstaber – Ribes × nidigrolaria ‘Josta’

Harðgerður berjarunni. Hæð 1,5 - 1,8 m. Fjölbastarður sólberja (Ribes nigrum) og stikilsberja (R. uva-crispa) og skógarstikils (R. divaricatum). Óþroskuð berin minna á stikilsber en fullþroskuð meira á sólber. Heilbrigt yrki. Ber notuð í sultur og þess háttar. Millibil: 1 m. Sólelsk en þola hálfskugga. Þrífst best í frjóum, sæmilega rökum jarðvegi en alls ekki blautum. Plantað í raðir með öðrum berjarunnum eða eitt og sér. Fremur fljóvaxin.

Ígulrós / skráprós – Rosa rugosa – Íslenskar fræplöntur

Harðgerður, lágvaxinn - meðalhár runni (1 - 1,5 m). Blómin stór, einföld, yfirleitt rauðfjólublá, ilmandi. Stórar rauðar nýpur þroskast á haustin. Sólelsk. Vind- og saltþolin. Þrífst vel í sendnum og malarbornum jarðvegi. Skríður talsvert út með rótarskotum. Tilvalin til að binda jarðveg t.d. í brekkum, röskuðum svæðum og þess háttar. Einnig til framleiðslu á nýpum sem nota má í te, sultu, grauta og fleira. Einnig nefnd "garðarós", "skráprós" og jafnvel "hansarós". Hansarós (R. rugosa 'Hansa') er aftur móti vinsælt yrki af ígulrós með þéttfylltum, rauðfjólubláum blómum sem sjaldan þroskar nýpur.

Eplatré ‘Transparente Blanche’ – Malus ‘Transparente Blanche’

Ólíkt flestum öðrum eplayrkjum er 'Transparente Blanche' sjálffrjótt. Þó gefur betri raun að planta epli af öðru yrki í grennd til að tryggja betri frjóvgun og aldinmyndun. Góðar frjósortir eru: 'Discovery'/ 'Katja'/ 'Sävstaholm'. Þrífst aðeins í skjóli og sól. Blandið nóg af lífrænu efni í holuna við gróðursetningu (molta, húsdýraáburður). Ágræðslun á að vera ofanjarðar að gróðursetningu lokinni. Setjið stoðir við tréið að gróðursetningu lokinni. Berið tilbúinn áburð í kringum tréið á hverju vori. Vökvið í þurrkatíð. Fullþroska epli eru ljós-gulgræn og bragðgóð og henta til átu beint af trénu en geymast ekki lengi. Stundum kallað 'Hvítt Glærepli'. Yrkið hefur gefið góða og mikla uppskeru hérlendis í góðu árferði.

Sólber ‘Melalathi’ – Ribes nigrum ‘Melalathi’

Harðgerður berjarunni. Hæð: 1 - 1,5 m. Uppréttur vöxtur samanborið við flest önnur sólberjayrki. Bragðgóð og stór ber. Uppskerumikið en berjaklasar þroskast missnemma. Eitt allra vinsælasta sólberjayrkið. Mest uppskera fæst í fullri sól en runnarnir þola vel hálfskugga. Millibil um 1 m. Sólber 'Melalathi' hentar vel sem jaðar- og undirgróður í skjólbeltum. Finnskt yrki.
Placeholder

Roðakirsi – Prunus pensylvanicum

All harðgert, lágvaxið, einstofna eða margstofna tré eða runni. Hæð 3 - 7 m hérlendis. Blómin hvít í sveip. Aldinið rautt, lítið steinaldin/kirsiber, ætt. Rauðgulir - rauðir haustlitir. Börkur fallega gulbrúnn. Roðakirsi þrífst best á sólríkum stað í frjóum, vel framræstum jarðvegi. Hentar stakstætt eða fleiri saman í þyrpingum með 2,5 millibili hið minnsta. Fremur sjaldgæft hérlendis.
Kaldárselsvegi. Hafnarfirði
555 6455
skoghf@simnet.is
Tenglar
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
  • Plöntuleit
  • Skógræktarfélag Íslands
  • Yndisgróður
  • Lystigarður Akureyrar
  • Sumarhúsið og garðurinn
  • Grasagarður Reykjavíkur
  • Garðaflóra
  • Garðyrkjufélag Íslands
Plöntuleit
  • Tré
  • Runnar
  • Skógarplöntur
  • Ávaxtatré og berjarunnar
  • Tré og runnar í pottum
  • Klifurrunnar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar 2021
Hönnun: Veftorg vefþjónusta
  • Menu
  • Categories
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Start typing to see products you are looking for.