Bjarttoppur – Lonicera x tellmanniana
All harðgerður klifurrunni/vafningsviður. Laufblöð gagnstæð. Blómin rauðgul í krönsum síðsumars. Gróðursetjið upp við vegg við klifurgrind. Getur einnig klifrað upp tré og runna. Þrífst í frjósamri garðmold í skjólgóðum görðum. Sólelskur en þolir hálfskugga.
Vörunr.
2727b84f4b61
Vöruflokkur: Klifurplöntur
Tengdar plöntur
Bergflétta – Hedera helix
Sígrænn klifurrunni. Fetar sig upp veggi og trjástofna með heftirótum. Þrífst víða vel nálægt sjávarsíðunni en helst í einhverju skjóli. Skuggþolin. Getur einnig vaxið sem þekjandi runni á jörðu niðri á skjólsömum og mildum stöðum. Á áveðursömum stöðum t.d. þar sem gætir salts af hafi sviðnar laufið gjarnan mikið yfir veturinn en nær sér svo aftur sumarið á eftir.
Fjallabergsóley – Clematis alpina
Harðgerður, sumargrænn vafningsviður. Blómin eru yfirleitt lillablá og klukkulaga. Blómgast snemmsumars (júní). Aldinið er silfurhærð biðukolla og eru biðukollurnar einnig skrautlegar. Bergsóleyjar klifra með því að blaðstilkarnir vefja sig utan um greinar, net og þess háttar. Vex upp í 2 - 3 m ef aðstæður leyfa. Breidd 1 - 1,5 m. Fjallabergsóley þolir vel hálfskugga. Gróðursetjið bergsóleyjar 20 - 30 sm frá vegg / klifurgrind. Getur einnig klifrað upp runna og tré. Þrífst í allri venjulegri garðmold. Þolir vel klippingu. Verður gjarnan ber að neðan með tímanum. Best fer á því að gróðursetja jurtir eða lágvaxna runna framan við bergsóleyjar. Einnig er ráð að klippa þær talsvert á nokkurra ára fresti þar sem þær vilja verða þykkar og miklar um sig efst. Sé klippt að vetri til blómgast þær lítið eða ekki næsta sumar eftir klippingu. Úrvalið af bergsóleyjum er misjafnt á milli ára hjá okkur. Stundum eru til nokkur yrki af fjallabergsóley og stundum einnig fleiri tegundir af Clematis. Heimkynni fjallabergsóleyjar eru fjalllendi M-Evrópu.
Írabergflétta – Hedera hibernica
All harðgerður, sígrænn klifurrunni. Blöðin er talsvert stærri en á bergfléttu (H. helix), fagurgræn og gljáandi. Blóm gulgræn í kollum, aldinið svart ber. Festir sig á undirlagið með sérstökum heftirótum. Getur vaxið marga metra upp veggi og trjástofna. Skuggþolin. Þrífst best í mildu úthafsloftslagi í frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Getur einnig vaxið með jörðinni og þakið yfirborðið þar sem aðstæður leyfa. Þolir vel klippingu.
Rós ‘Helena Lykkefund’ – Rosa ‘Helena Lykkefund’
Klifurrós. Blómin meðalstór, rjómahvít, hálffyllt, ilmandi í klösum. Laufið gljáandi. Þyrnalaus. Þarf gott skjól og sólríkan stað upp við húsvegg til að þrífast. Hæð 2 - 3 m eða meir á góðum stað. Gróðursetjið í frjóan, vel framræstan jarðveg blandaðan sandi og lífrænu efni (búfjáráburður/molta). Danskt yrki frá Olsen síðan 1930.
Skógartoppur ‘Belgica’ – Lonicera periclymenum ‘Belgica’
Fremur harðgerður klifurrunni/vafningsviður. Getur vafið sig upp nokkra metra upp klifurgrindur, snúrur, pergólur og tré. Blómgast síðsumars. Blómin sitja í krönsum. Rauð að utanverðu en gulleit að innanverðu. Ilma vel. Rauð ber þroskast seint á haustin ef tíð er góð. Óæt. Fremur hraðvaxinn. Þolir hálfskugga.