Burnirót – Rhodiola rosea
Mjög harðgerður, íslenskur, fjölær þykkblöðungur. Laufið gráleitt. Vex upp af gildum jarðstönglum. Karlblóm gulleit en kvenblóm rauðleit. Sólelsk. Þrífst vel í þurrum jarðvegi. Burnirót hentar aðallega í hleðslur, steinhæðir, ker og þess háttar. Burnirót á sér langa sögu sem lækninga- og heilsujurt.
Vöruflokkur: Fjölærar jurtir
Tengdar plöntur
Útlagi – Lysimachia punctata
Harðgerður fjölæringur. Hæð allt að 1 m. Talsvert skriðullt rótarkerfi. Gul blóm upp eftir stilknum birtast síðsumars. Þolir hálfskugga. Algengur.
Piparmynta – Mentha x piperita
All harðgerð, fjölær jurt. Hæð um 35 - 60 sm. Ný lauf áberandi dökk-purpurarauð. Blómin lillablá. Birtast seint og stundum ekki. Ófrjór blendingur en skríður talsvert út með jarðrenglum. Ilmandi krydd- og tejurt. Þrífst best í frjósömum og rökum jarðvegi. Getur vaxið með rótarkerfið ofan í vatni við lækjarbakka. Þolir vel hálfskugga. Piparmynta er ómissandi hluti af matjurtagarðinum. Einnig tilvalinn til ræktunar í pottum. Þarf nægt vatn til að þrífast. Lauf og blóm eru nýtt fersk og þurrkuð.
Snækollur – Anaphalis margaritacea
All harðgerð, fjölær jurt. Hæð: 40 - 80 sm. Gráloðið lauf. Blómin smá, gulleit í sveip, umlukin fjölda hvítra, pappírkenndra háblaða. Blóm henta til þurrkunar í skreytingar. Þrífst best á sólríkum í vel framræstum jarðvegi. Hentar í blönduð beð.
Dílatvítönn – Lamium maculatum
Jarðlæg, þekjandi jurt. Lauf gjarnan meira og minna silfurgrátt. Blómkollar fjólubláir, bleikir eða hvítir eftir yrkjum. Skuggþolin. Þrífst best í venjulegri garðmold sem ekki er of þurr.
Venusvagn / Bláhjálmur – Aconitum napellus
Harðgerð, all hávaxin fjölær jurt. Hæð allt að 1 m. Blómin dökkfjólublá síðsumars. Mjög eitraður sé hans neitt. Þolir vel hálfskugga. Venusvagn er mjög vindþolinn og leggst ekki niður í roki og þarf því ekki uppbindingu. Þrífst vel í venjulegri garðmold. Þolir vel hálfskugga.
Gullbjalla – Pulsatilla aurea
Fremur lágvaxin fjölær jurt (10 – 50 sm). Lauf tvífjaðurskipt. Blómin stór, gul. Blómgast miðsumars. Heimkynni: Kákasus. Þrífst best í
Músagin – Cymbalaria pallida
Harðgerð, lágvaxin fjölær jurt. Blómin fjólublá. Þrífst vel í sendnum jarðvegi. Hentar í hleðslur og steinhæðir. Skríður mikið út.
Sveipstjarna – Astrantia major
Harðgerð, meðalstór, fjölær jurt. Blómin stjörnulaga, fölbleik. Þolir vel hálfskugga.