• Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Facebook
Menu
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
Stækka mynd
HeimRunnar Koparreynir – Sorbus frutescens
Previous product
Hesli - Corylus avellana - kvæmi: frönsku Alparnir
Back to products
Next product
Blóðrifs 'Svanur' - Ribes sanguineum 'Svanur'

Koparreynir – Sorbus frutescens

Harðgerður meðalhár – hávaxinn runni (2 – 3 m). Blöðin dökkgræn, mött, fínleg, stakfjöðruð. Rauðir haustlitir. Hvítir blómsveipir snemmsumars. Hvít – fölbleik ber í stórum klösum þroskast á haustin. Mikið af berjum þroskast á hverju hausti einnig þó sumarið sé slakt!. Greinar útsveigðar og dálítið drjúpandi. Brum nær svört. Koparreynir er glæsilegur stakstæður. Einnig fallegur í röðum og þyrpingum með 1 – 1,5 m millibili. Koparreyni má einnig gróðursetja í limgerði sem eru ýmist klippt eða meira og minna óklippt. Hæfilegt millibil er 50 – 60 sm í limgerði. Koparreynir er fallegastar í fullri sól en þolir vel hálfskugga. Klippið á sumrin en ekki að hausti eða vetri til að forðast reyniátu (Cytospora rubescens). Koparreynir er vinsæll og algengur í íslenskum görðum.

Vöruflokkar: Hnausplöntur, Plöntur í limgerði/hekk, Runnar, Skógarplöntu-bakkar, Tré og runnar í pottum
Deila með
Facebook Twitter Pinterest

Tengdar plöntur

Loka

Jörfavíðir – Salix hookeriana ‘Katla’, ‘Gáski’, ‘Taða’

Mjög harðgerður, hávaxinn runni eða lágvaxið tré. Laufið heilrennt og gljándi að ofan. Sprotar hærðir. Blómgast fyrir laufgun í apríl. Gulir haustlitir. Sérbýll. Sólelskur. Fallegir karlreklar skreyta 'Gáska' á vorin. 'Gáski' hentar því einstaklega vel afskorinn í vorskreytingar. Jörfavíðir er sérlega hentugur í limgerði og skjólbelti á vindasömum stöðum og þar sem gætir saltákomu af hafi. 2-3 plöntur eru gróðursettar á hvern m. Jörfavíðir hentar almennt best í lágsveitum. Getur orðið fyrir haustkali inn til landsins. Klippið jörfavíði-limgerði/skjólbelti seinni part vetrar til að halda þeim í formi. Einnig getur þurft að klippa að sumri. 'Katla' er grófust og mest upprétt. 'Taða' er eins og nafnið gefur til kynna hálfkúlulaga hvað vaxtarlag varðar. 'Töðu' þarf ekki að klippa þar sem pláss er nægt til að halda henni þéttri niður við jörðu.
Loka

Strandavíðir / Gulvíðir – Salix phylicifolia ‘Strandir’ (Tröllatunga)

Mjög harðgerður, íslenskur, meðalhár runni (1,5 - 2,0 m). Laufið smágert, dökkgrænt og gljáandi. Gulir haustlitir. Sólelskur. Strandavíðir er mikið notaður í limgerði og skjólbelti. Venjulega eru gróðursett 3 stk/m í limgerði. Strandavíðir er þokkalega heilbrigður þó að stundum séu fiðrildalirfur fyrri part sumars til vandræða. Strandavíðir er í raun klón af gulvíði (S. phylicifolia) ættað frá Selárdal á Ströndum. Strandavíðir var gróðursettur á sínum tíma í garðinum að Tröllatungu við Steingrímsfjörð. Þaðan dreifðist svo strandavíðirinn áfram um landið. Strandavíðir er karlkyns og því er óþrifnaður af völdum fræullar ekki vandamál samanborið við t.d. brekkuvíði (S. phylicifolia 'Brekka'). Seldur berróta, 10 stk. í búnti og stakar plöntur í pottum. Fæst einnig í fjölpotta-bökkum.
Loka

Lækjarvíðir ‘Blika’ – Salix arbusculoides ‘Blika’

Harðgerður, hávaxinn runni. Laufið lensulaga, fínlegt og gljándi. Haustlitur gulur. Sprotar dökkrauðbrúnir og gljáandi. Sólelskur. Þolir vel klippingu. Laus við asparglyttu. Lækjavíðir 'Blika' hentar vel í klippt limgerði. Einnig fer hann vel í þyrpingar og við læki og tjarnir. 'Blika' er úrvalsyrki valin úr efniviði úr Alaskaferð Óla Vals og félaga árið 1985.
Loka

Kákasustoppur – Lonicera caucasica

All harðgerður, þéttur, meðalhár runni (1,5 – 2,5 m). Blöðin gagnstæð. Nýtt lauf gjarnan rauðbrúnt. Blómin smá, bleik, ilmandi, tvö
Loka

Birki / Ilmbjörk – Betula pubescens

Harðgert íslenskt tré. Hæð breytileg. Sólelskt. Í meðallagi hraðvaxið. Þrífst best í frjóum jarðvegi en annars nægjusamt. Getur lifað í all blautum jarðvegi. Lauf ilmar, sérstaklega á vorin í röku veðri. Haustlitur á ekta ilmbjörk er gulur. Eina trjátegundin sem myndað hefur skóga hérlendis frá því að síðustu ísöld lauk fyrir um 10.000 árum. Myndar gjarnan blendinga með fjalldrapa (B. nana). Blendingurinn kallast skógviðarbróðir og er misstór runni en ekki tré og mjög algengur í íslenskri náttúru, sérstaklega vestanlands. Skógviðarbróðir hefur yfirleitt dökkan / svartan börk, smágert lauf og rauðgulan haustlit. Birki hentar sem stakstætt tré eða fleiri saman í þyrpingum og röðum með að minnsta kosti 2,5 m millibili. Einnig notað til skógræktar og uppgræðslu. Vex þó hægt í ófrjóu landi. Birki hentar einnig í klippt limgerði á sólríkum stöðum. Upp á síðkastið hafa nýjar tegundir skordýra sem herja á birki numið land. Birkið okkar er af Bæjarstaða-uppruna. Móðurtréin eru af yrkinu 'Embla'. Því fá tréin venjulega ljósan börk með aldrinum.
Loka

Gljámispill / glansmispill / fagurlaufamispill – Cotoneaster lucidus

Harðgerður, þéttur, meðalstór runni. Laufið gljáandi, dökkgrænt - koparbrúnt. Skærrauðir haustlitir. Blómin smá, fölbleik. Aldinið svart ber sem situr á greinunum fram á vetur. Ein allra vinsælasti runninn í limgerði. Gróðursettar eru 3 stk/m. Þrífst best í fullri sól. Þolir þó hálfskugga. Almennt heilbrigður. Í meðallagi hraðvaxinn. Ekki nógu harðgerður á áveðurssömum stöðum t.d. við sjávarsíðuna. Þá henta t.d. strandavíðir (Salix phylicifolia 'Strandir'), jörfavíðir (Salix hookeriana) og alaskavíðir (Salix alaxensis) betur. Yfirleitt afgreiddur sem berrótar-plöntur sem gróðursettar eru að vori eða snemma sumars.
Loka

Hnjúkarifs / Jöklarifs- Ribes glaciale

Harðgerður, þéttur, meðalhár runni. Sprotar áberandi rauðir. Minnir annars á fjallarifs (Ribes alpinum). Börkur flagnar af í rauðbrúnum næfrum.  Hentar í limgerði, klippt eða óklippt. Þolir vel hálfskugga.
Loka

Gráelri – Alnus incana – Hallormsstaður

Harðgert, hraðvaxta, venjulega einstofna tré. Stundum runni við erfiðar aðstæður. Lifir í sambýli við niturbindandi bakteríur sem gera elrinu kleift
Kaldárselsvegi. Hafnarfirði
555 6455
skoghf@simnet.is
Tenglar
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
  • Plöntuleit
  • Skógræktarfélag Íslands
  • Yndisgróður
  • Lystigarður Akureyrar
  • Sumarhúsið og garðurinn
  • Grasagarður Reykjavíkur
  • Garðaflóra
  • Garðyrkjufélag Íslands
Plöntuleit
  • Tré
  • Runnar
  • Skógarplöntur
  • Ávaxtatré og berjarunnar
  • Tré og runnar í pottum
  • Klifurrunnar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar 2021
Hönnun: Veftorg vefþjónusta
loka
Start typing to see products you are looking for.
  • Menu
  • Categories
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Scroll To Top