Fagursýprus ‘Columnaris Glauca’ – Chamaecyparis lawsoniana ‘Columnaris Glauca’
Sígrænt smátré eða runni. Barrið hreisturlaga, blágrænt og ilmandi. Uppréttur vöxtur. Skjólþurfi en skuggþolinn. Hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri, raðir og ker í skjóli. Skýlið alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu.
Vörunr. 2fc52bab1b7f
Vöruflokkur: Sígrænir runnar og sígræn smátré
Tengdar plöntur
Fjallaþöll – Tsuga mertensiana – Íslensk kvæmi
Lágvaxið - meðalstórt tré hérlendis. Stundum aðeins runni. Barrið dökk-blágrænt. Aðeins ljósara að neðan. Könglar meðalstórir, tunnulaga, rauðbrúnir - brúnir. Skuggþolin. Hægvaxnari samanborið við marþöll (Tsuga heterophylla). Þrífst betur í innsveitum heldur en úti við ströndina. Fjallaþöll er falleg í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri. Einnig gróðursett undir skerm í skógi.
Einir ‘Hetzii’- Juniperus ‘Hetzii’
Fremur lágvaxinn runni (1,5 m). Barrið blágrátt. Vaxtarlagið útbreitt. Sólelskur. Skjólþurfi. Hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri. Takmörkuð reynsla.
Alaskasýprus – Cupressus nootkatensis – íslensk kvæmi
Lágvaxið, sígrænt tré. Toppurinn áberandi drjúpandi. Barrið hreisturlaga, blágrænt - gulgrænt. Könglar kúlulaga á stærð við bláber. Dökkbláir fullþroska. Fremur gisgreinóttur. Þokkafullur og jafnvel draugalegur að sjá. Þarf nokkurt skjól. Fremur skuggþolinn. Harðgerðasti sýprusinn. Óvíst er hveru hár alaskasýprus getur orðið hérlendis. Reikna má með 6 - 7 m hæð á bestu stöðum í skógarskjóli. Framleiðum eingöngu alaskasýprus af íslensku fræi. Hentar í skjólgóða garða, yndisskóga, ker og þess háttar.
Einir – Juniperus communis – Undirhlíðar-Hfj
Harðgerður, sígrænn, lágvaxinn runni (30 - 120 sm). Ýmist jarðlægur eða hálfuppréttur. Sérbýll. Kvenplöntur þroska einiber á tveimur árum. Þau má nýta í matargerð. Sólelskur. Hægvaxta. Einir hentar í ker, hleðslur, kanta og þess háttar. Einnig í blönduð beð með öðrum sígrænum runnum. Jarðlæg yrki nokkuð þekjandi. Vex villtur víða um land.
Kanadalífviður ‘Tiny Tim’ – Thuja occidentalis ‘Tiny Tim’
Sígrænn, þéttur, kúlulaga, lágvaxinn runni (1 m). Barrið er hreisturkennt og ilmandi. Þrífst í skjóli. Þolir vel hálfskugga. Kanadalífviður 'Tiny Tim' fer vel í beðum með öðrum lágvöxnum gróðri framan við hús og við dvalarsvæði. Getur lifað í pottum í góðu skjóli. Hægvaxta. Vex í kúlu eins og hann sé klipptur til.
Himalajaeinir ‘Holger’ – Juniperus squamata ´Holger’
All harðgerður, sígrænn, lágvaxinn runni (50 sm). Barrið á nýjum sprotum ljósgult síðan gráblátt. Sólelskur. Hentar í ker, hleðslur, kanta og þess háttar.
Hörpulauf ‘Hermann’ – Vinca minor ‘Hermann’
Þokkalega harðgerður, alveg jarðlægur, sígrænn hálfrunni. Blómin fremur stór, blá. Blómstrar mest allt sumarið. Þolir vel hálfskugga. Þarf nokkurt skjól. Greinar skjóta rótum þar sem þær komast í snertingu við jarðveg. Hörpulauf fer vel sem undirgróður undir trjám og runnum sem varpa ekki of miklum skugga. Þolir ekki vel samkeppni við ágengar tegundir. Stundum kelur hörpulauf. Dauðar greinar eru þá klipptar að vori. Yfirleitt vaxa nýir sprotar hratt fram aftur. Yrkið er kennt við Hermann Lundholm garðyrkjumann (1917 - 2007).
Garðaýr ‘Hatfieldii’ – Taxus x media ‘Hatfieldii’
Hægvaxta, þéttur, sígrænn runni. Barrið dökkgrænt og mjúkt. Vaxtarlagið upprétt, breiðkeilulaga. Hæð 2 - 3 m á löngum tíma. Skuggþolinn. Ef hann fær skjól er hann harðgerður. Þrífst í venjulegri garðmold sem ekki er of blaut. Þolir vel klippingu. Gjarnan notaður í limgerði erlendis en full hægvaxta í það hlutverk hérlendis. Garðaýr 'Hatfieldii' hentar í blönduð runnabeð, sem undirgróður undir trjám og í ker/potta í skjóli. Eitraður sé hans neytt.