Fagursýprus ‘Ellwood’s Gold’ – Chamaecyparis lawsoniana ‘Ellwood’s Gold’
Sígrænt (sígullt), smátré eða runni. Upprétt vaxtarlag. Barrið hreisturlaga ljósgrænt – gult. Skjólþurfi en þolir hálfskugga. Hentar í beð með öðrum sígrænum gróðri, raðir, ker í skjóli og þess háttar. Þrífst í allri venjulegri garðmold. Lýsir upp framan við dimman bakgrunn. Hægvaxta.
Vörunr. 2efc30e3360d
Vöruflokkur: Sígrænir runnar og sígræn smátré
Tengdar plöntur
Fagurlim / Búxus – Buxus sempervirens
Þéttur, sígrænn, hægvaxta, lágvaxinn runni hérlendis (50 - 150 sm). Laufið heilrennt, smágert. Skuggþolið. Þrífst í grónum hverfum í venjulegri garðmold. Tæplega ræktanlegt inn til landsins. Vinsælt í ker og blönduð beð með sígrænum gróðri. Þolir mjög vel klippingu og gjarnan mótað til í kúlur, keilur og fleiri form. Fremur viðkvæmt. Með allra hægvöxnustu runnum hérlendis!
Hreiðurgreni / Sátugreni – Picea abies ‘Nidiformis’
Lágvaxinn, flatvaxinn, sígrænn, þéttur runni. Hæð um 50 sm. Breidd allt að 100 sm. Hægvaxta. Myndar engan topp. Barrið smágert, ljósgrænt - gulgrænt. Skjólþurfi og skuggþolið. Hentar í beð með sígrænum gróðri, sem undirgróður, ker í skjóli og hleðslur. Þrífst í allri venjulegri garðmold.
Hörpulauf ‘Hermann’ – Vinca minor ‘Hermann’
Þokkalega harðgerður, alveg jarðlægur, sígrænn hálfrunni. Blómin fremur stór, blá. Blómstrar mest allt sumarið. Þolir vel hálfskugga. Þarf nokkurt skjól. Greinar skjóta rótum þar sem þær komast í snertingu við jarðveg. Hörpulauf fer vel sem undirgróður undir trjám og runnum sem varpa ekki of miklum skugga. Þolir ekki vel samkeppni við ágengar tegundir. Stundum kelur hörpulauf. Dauðar greinar eru þá klipptar að vori. Yfirleitt vaxa nýir sprotar hratt fram aftur. Yrkið er kennt við Hermann Lundholm garðyrkjumann (1917 - 2007).
Gullsópur ‘Roter Favorit’ – Cytisus scoparius ‘Roter Favorit’
Fremur lágvaxinn runni (1 - 1,5 m). Greinar sígrænar. Blómin rauð miðsumars. Frekar gisgreinóttur. Sól- og skjólþurfi. Kelur gjarnan. Klippið að vori eða snemma sumars kalnar greinar með klippum eða skærum. Talsvert viðkvæmari samanborið við geislasóp (Cytisus purgans).
Himalajaeinir ‘Holger’ – Juniperus squamata ´Holger’
All harðgerður, sígrænn, lágvaxinn runni (50 sm). Barrið á nýjum sprotum ljósgult síðan gráblátt. Sólelskur. Hentar í ker, hleðslur, kanta og þess háttar.
Alaskasýprus – Cupressus nootkatensis – íslensk kvæmi
Lágvaxið, sígrænt tré. Toppurinn áberandi drjúpandi. Barrið hreisturlaga, blágrænt - gulgrænt. Könglar kúlulaga á stærð við bláber. Dökkbláir fullþroska. Fremur gisgreinóttur. Þokkafullur og jafnvel draugalegur að sjá. Þarf nokkurt skjól. Fremur skuggþolinn. Harðgerðasti sýprusinn. Óvíst er hveru hár alaskasýprus getur orðið hérlendis. Reikna má með 6 - 7 m hæð á bestu stöðum í skógarskjóli. Framleiðum eingöngu alaskasýprus af íslensku fræi. Hentar í skjólgóða garða, yndisskóga, ker og þess háttar.
Fagursýprus ‘Columnaris Glauca’ – Chamaecyparis lawsoniana ‘Columnaris Glauca’
Sígrænt smátré eða runni. Barrið hreisturlaga, blágrænt og ilmandi. Uppréttur vöxtur. Skjólþurfi en skuggþolinn. Hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri, raðir og ker í skjóli. Skýlið alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu.
Fagursýprus ‘Ellwood’s Empire’ – Chamaecyparis lawsoniana ‘Ellwood’s Empire’
Súlulaga - keilulaga sígrænt smátré. Hæð 1,5 - 2 m. Barrið mjúkt, fölgrænt - gulgrænt. Hægvaxta. Skjólþurfi. Þolir vel hálfskugga. Þrífst aðeins í skjólgóðum görðum, köldum garðskálum og í skógarskjóli. Fer vel með öðrum sígrænum runnum, lyngi og lágvöxnum fjölæringum.