• Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Menu
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
Stækka mynd
HeimSígrænir runnar og sígræn smátré Fagursýprus ‘Ellwood’s Gold’ – Chamaecyparis lawsoniana ‘Ellwood’s Gold’
Previous product
Breiðumispill 'Skogholm' - Cotoneaster dammeri 'Skogholm'
Back to products
Next product
Japansýr 'Nana' - Taxus cuspidata 'Nana'

Fagursýprus ‘Ellwood’s Gold’ – Chamaecyparis lawsoniana ‘Ellwood’s Gold’

Sígrænt (sígullt), smátré eða runni. Upprétt vaxtarlag. Barrið hreisturlaga ljósgrænt – gult. Skjólþurfi en þolir hálfskugga. Hentar í beð með öðrum sígrænum gróðri, raðir, ker í skjóli og þess háttar. Þrífst í allri venjulegri garðmold. Lýsir upp framan við dimman bakgrunn. Hægvaxta.

Vörunr. 2efc30e3360d Vöruflokkur: Sígrænir runnar og sígræn smátré
Deila með

Tengdar plöntur

Loka

Himalajaeinir ‘Meyeri’ – Juniperus squamata ‘Meyeri’

Harðgerður, þéttur, lágvaxinn - meðalstór runni. Barrið er blágrænt - stálblátt. Ysta lag barkarins flagnar af með tímanum. Sólelskur er þolir hálfskugga. Þolir vel hóflega klippingu. Hentar í ker, stampa, blönduð beð en einnig fleiri saman í raðir og þyrpingar. Þrífst vel í allri venjulegri, vel framræstri garðmold. Vinsæll og algengur í íslenskum görðum.
Loka

Garðaýr ‘Hatfieldii’ – Taxus x media ‘Hatfieldii’

Hægvaxta, þéttur, sígrænn runni. Barrið dökkgrænt og mjúkt. Vaxtarlagið upprétt, breiðkeilulaga. Hæð 2 - 3 m á löngum tíma. Skuggþolinn. Ef hann fær skjól er hann harðgerður. Þrífst í venjulegri garðmold sem ekki er of blaut. Þolir vel klippingu. Gjarnan notaður í limgerði erlendis en full hægvaxta í það hlutverk hérlendis. Garðaýr 'Hatfieldii' hentar í blönduð runnabeð, sem undirgróður undir trjám og í ker/potta í skjóli. Eitraður sé hans neytt.
Placeholder
Loka

Fagursýprus ‘Ellwood’s Empire’ – Chamaecyparis lawsoniana ‘Ellwood’s Empire’

Súlulaga - keilulaga sígrænt smátré. Hæð 1,5 - 2 m. Barrið mjúkt, fölgrænt - gulgrænt. Hægvaxta. Skjólþurfi. Þolir vel hálfskugga. Þrífst aðeins í skjólgóðum görðum, köldum garðskálum og í skógarskjóli. Fer vel með öðrum sígrænum runnum, lyngi og lágvöxnum fjölæringum.
Loka

Himalajaeinir ‘Holger’ – Juniperus squamata ´Holger’

All harðgerður, sígrænn, lágvaxinn, hægvaxta, þekjandi runni (50 sm). Barrið á nýjum sprotum ljósgult síðan gráblátt. Sólelskur. Hentar í ker, hleðslur, kanta og þess háttar. Ekki eins harðgerður og himalajaeinir 'Meyeri'.
Loka

Hunangstoppur ‘Little Honey’ – Lonicera crassifolia ‘Little Honey’

Jarðlægur, sígrænn, hægvaxta dvergrunni. Blöðin smá, kringlótt og gljáandi. Dökkgræn en gjarnan vínrauð á veturna. Blómin gul, nokkur saman í krans miðsumars. Aldinið svart ber. Sólelskur en þolir hálfskugga. Nýlegur í ræktun og reynsla því takmörkuð. Hentar í hleðslur, kanta og ker í vel framræstum jarðvegi. Heimkynni: Kína.
Loka

Fjallasnepla – Hebe subalpina

Lágvaxinn (50 sm) , þéttur, sígrænn runni. Blómin hvít, í litlum klösum miðsumars. Sólelsk. Fjallasnepla þrífst best á vetrarmildustu svæðum landsins sunnanlands. Vind- og saltþolin en þolir ekki mikið frost. Forðist að planta henni í frostpolla. Þolir ekki blautan jarðveg. Hentar í ker, hleðslur og þess háttar.
Loka

Þráðsýprus / Ertusýprus ‘Filifera’ – Chamaecyparis pisifera ‘Filifera’

Sígrænn hægvaxta breiðkeilulaga runni eða smátré. Hæð 1,5 m hérlendis. Getur hugsanlega orðið hærri með tímanum í skjólgóðum görðum. Barrið hreisturkennt og gulgrænt á lit. Greinarendar slútandi, þráðmjóir. Þráðsýprus hentar í skjólgóða garða í sæmilega frjóum, rakaheldnum, framræstum jarðvegi. Þolir vel hálfskugga. Hefur reynst ágætlega í pottum í skjóli. Tegundin er ættuð frá Japan.
Loka

Tindalyngrós ‘Colibri’ – Rhododendron yakushimanum ‘Colibri’

Lágvaxinn, sígrænn, þéttur, hægvaxta, hálfkúlulega runni. Hæð 50 - 100 sm. Blómin rauðbleik í knúpp en fagurbleik útsprungin. Blómgast í lok maí eða í júní. Skjólþurfi. Þolir hálfskugga. Gróðursetjið í mómold blandaðri gömlu hrossataði og furunálum. Vökvið vel eftir gróðursetningu og næstu daga á eftir. Skýlið alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. Gott er að þekja lyngrósabeð með trjákurli. Berið á um eina teskeið af blönduðum garðáburði í kringum plöntuna í maí en ekki meira það árið. Hentar framarlega í beði með öðrum lyngrósum, lyngi og öðrum sígrænum runnum. Tindalyngrósir (R. degronianum ssp. yakushimanum) eru almennt talið harðgerðari en flestar aðrar lyngrósir. Heimkynni þeirra eru á japönsku eyjunni Yakushima.
Kaldárselsvegi. Hafnarfirði
555 6455
skoghf@simnet.is
Tenglar
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
  • Plöntuleit
  • Skógræktarfélag Íslands
  • Yndisgróður
  • Lystigarður Akureyrar
  • Sumarhúsið og garðurinn
  • Grasagarður Reykjavíkur
  • Garðaflóra
  • Garðyrkjufélag Íslands
Plöntuleit
  • Tré
  • Runnar
  • Skógarplöntur
  • Ávaxtatré og berjarunnar
  • Tré og runnar í pottum
  • Klifurrunnar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar 2021
Hönnun: Veftorg vefþjónusta
  • Menu
  • Categories
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Start typing to see products you are looking for.