Fjallakornblóm – Centaurea montana
Harðgerð, meðalhá fjölær jurt (50 – 70 sm). Reifablöð græn með svörtum hárum. Jaðarblóm stór. Krónublöð blá. Frjóhnappar bleikir. Þolir vel hálfskugga.
Vöruflokkur: Fjölærar jurtir
Tengdar plöntur
Völskueyra – Cerastium tomentosum
Harðgerð, fjölær, breiðumyndandi, fjölær jurt. Hæð: 15 - 30 sm. Laufið gráloðið, hálfsígrænt. Blómin hvít, miðsumars. Blómsælt. Þrífst best í þurrum, malarbornum jarðvegi á sólríkum stað. Þolir þó hálfskugga. Völskueyra hentar í hleðslur, steinhæðir, ker og þess háttar. Breiðist talsvert út. Heimkynni: Fjalllendi SA-Evrópu.
Randagras – Phalaris arundinacea var picta
Harðgert skrautgras. Hæð: 1,5 m eða meir. Blöð áberandi hvítröndótt. Ögn fjólublár punturinn vex upp fyrir grasið síðsumars. Mjög skriðullt. Vex best í frjóum og rökum jarðvegi. Fer vel í þyrpingum og röðum t.d. á opnum svæðum, við tjarnir o.þ.h. Einnig kjörið í stóra potta/ker. Vökvið reglulega. Þolir hálfskugga. Heimkynnir: Evrasía og víðar.
Burnirót – Rhodiola rosea
Mjög harðgerður, íslenskur, fjölær þykkblöðungur. Laufið gráleitt. Vex upp af gildum jarðstönglum. Karlblóm gulleit en kvenblóm rauðleit. Sólelsk. Þrífst vel í þurrum jarðvegi. Burnirót hentar aðallega í hleðslur, steinhæðir, ker og þess háttar. Burnirót á sér langa sögu sem lækninga- og heilsujurt.
Grænlandsmura – Sibbaldiopsis tridentata
Harðgerð, lágvaxin, sígræn jurt. Hæð 15 sm. Blöðin þrífingruð. Blómin hvít. Blómgast mest allt sumarið. Þrífst best í þurrum, malarbornum jarðvegi á sólríkum stöðum. Hentar í steinhæðir, hleðslur og þess háttar en einnig sem þekjuplanta þar sem jarðvegur er ekki of frjór. Laufið verður gjarnan rauðleitt á veturna. Millibil í breiðuplöntunum: 30 sm. Heimkynni: N-Ameríka þ.m.t. Grænland. Eldra fræðiheiti er Potentilla tridentata.
Dílatvítönn – Lamium maculatum
Jarðlæg, þekjandi jurt. Lauf gjarnan meira og minna silfurgrátt. Blómkollar fjólubláir, bleikir eða hvítir eftir yrkjum. Skuggþolin. Þrífst best í venjulegri garðmold sem ekki er of þurr.
Skildir – Ligularia spp.
Harðgerðar, stórvaxnar, fjölærar jurtir. Blómin gul, gjarnan í turnlaga blómskipunum. Þola vel hálfskugga. Vaxa gjarnan í frjóu deiglendi. Skildir henta aftarlega í blönduðum blómabeðum, við tjarnir og þess háttar. Þurfa yfirleitt ekki stuðning. Heimkynni: Evrasía.
Álfakollur – Stachys grandiflora
Harðgerður, meðalhá, fjölær jurt. Blómin fjólublá í uppréttum kollum síðsumars. Þolir hálfskugga. Þrífst vel í venjulegri garðmold.
Útlagi – Lysimachia punctata
Harðgerður fjölæringur. Hæð allt að 1 m. Talsvert skriðullt rótarkerfi. Gul blóm upp eftir stilknum birtast síðsumars. Þolir hálfskugga. Algengur.