Fjalldalafífill – Geum rivale
Harðger, villt, íslensk jurt. Hæð um 30 – 40 sm. Blómin ferskjulituð og drjúpandi. Blómgast miðsumars. Laufin fjöðruð, loðin og tennt. Hvert aldin er með langri loðinni trjónu. Þrífst best í sæmilega frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Hentar í blómabeð með öðrum fjölæringum og runnum og í villigarða.
Vöruflokkur: Fjölærar jurtir
Tengdar plöntur
Krosshnappur – Glechoma hederacea
Harðgerð, jarðlæg fjölær, sígræn, þekjandi jurt. Laufið gjarnan rauðbrúnleitt. Laufið er ætt. Blómin fjólublá miðsumars. Þolir hálfskugga. Ilmandi. Þrífst best í frjóum, niturríkum, sæmilega rökum jarðvegi. Hentar sem þekjuplanta t.d. undir trjám, í ker og potta og þess háttar. Dreifir sér með jarðstönglum. Heimkynni: Evrasía.
Sæhvönn – Ligusticum scoticum
Harðgerð, íslensk jurt. Hæð um 40 - 60 sm. Vex villt við ströndina, aðallega í sjávarhömrum, eyjum og þess háttar. Algengust á sunnan- og vestanlands. Lauf þrífingruð og gljáandi. Hvítir blómsveipir birtast á miðju sumri. Aldin brúnleit. Sæhvönn er æt. Blöðin bragðast ekki ósvipað og steinselju eða selleríi og fræið eins og broddkúmen eða bukkasmári (fenugreek). Blöðin eru best til átu fyrir blómgun. Mjög saltþolin. Þolir illa beit. Heimkynni: Auk Íslands, strandsvæði NA-Ameríka og N-Evrópu.
Forlagabrúska ‘Hyacinthina’- Hosta fortunei ‘Hyacinthina’
Harðgerð, fjölær jurt. Stór, heilrennd, egglaga lauf. Gulir haustlitir. Ljóslilla blómklasar síðsumars. Hæð um 40 sm en blómklasar vaxa hærra upp. Skuggþolin. Breiðist rólega út. Þarf frjóa og jafnraka mold. Ein allra harðgerðasta brúskan. Talsvert þekjandi. Hentar sem undirgróður undir trjám, í skuggsæl horn og í blönduð blóma- og runnabeð. Millibil um 70 - 80 sm. Lauf og blaðstilkar á brúskum eru notuð í austurlenskri matargerð. Brúskur koma ekki upp úr jörðinni fyrr en í maílok eða í byrjun júní. Síðan vaxa þær hratt upp.
Regnhlífarblóm / Skjaldsteinbrjótur – Darmera peltata
Harðgerð, fjölær jurt. Hæð: 1,5 m. Blómgast fyrir laufgun í maí. Blómin eru ljósrauð í hvelfdum sveip á allt að 1,5 m háum blómstöngli. Blöðin eru fremur stór, gljáandi, skjaldlaga og birtast eftir blómgun í júní. Rauðir haustlitir. Þrífst best í rökum og frjóum jarðvegi t.d. við læki og tjarnir. Skuggþolið. Dreifir sér rólega út með neðanjarðarrenglum. Regnhlífarblóm er ættað frá Óregon og Kaliforníu. Fremur sjaldgæft hérlendis.
Höfuðklukka – Campanula glomerata
Harðgerð, fjölær jurt. Hæð um 40 - 60 sm. Blómin dökk-fjólublá mörg saman í kúlulaga blómskipun. Blómgast í júlí og ágúst. Höfuðklukka er talsvert skriðul. Þolir vel samkeppni við ýmsar ágengar tegundir þ.m.t. gras. Þolir hálfskugga. Höfuðklukka fer vel í blönduðum blóma- og runnabeðum. Hentar einnig í villagarða og sumarhúsalóðir. Þrífst í allri venjulegri garðmold. Þrífst ekki í bleytu eða súrum jarðvegi. Blöð og blóm eru sögð æt og má nota t.d. í salat. Heimkynni: Evrasía, allt frá Bretlandseyjum austur til Japan.