Flatsópur – Cytisus decumbens
Sæmilega harðgerður, jarðlægur runni. Laufblöð smá. Greinar sígrænar. Blómin dökkgul. Blómgast miðsumars. Sólelskur. Hentar í steinhæðir, hleðslur og þess háttar. Jarðvegur þarf að vera vel framræstur og gjarnan blandaður sandi/möl. Þurrkþolinn. Niturbindandi. Ættaður úr fjalllendi S-Evrópu.
Vöruflokkar: Sígrænir runnar og sígræn smátré, Þekjuplöntur
Tengdar plöntur
Fagurlim / Búxus – Buxus sempervirens
Þéttur, sígrænn, hægvaxta, lágvaxinn runni hérlendis (50 - 150 sm). Laufið heilrennt, smágert. Skuggþolið. Þrífst í grónum hverfum í venjulegri garðmold. Tæplega ræktanlegt inn til landsins. Vinsælt í ker og blönduð beð með sígrænum gróðri. Þolir mjög vel klippingu og gjarnan mótað til í kúlur, keilur og fleiri form. Fremur viðkvæmt. Með allra hægvöxnustu runnum hérlendis!
Fjallaþöll – Tsuga mertensiana – Íslensk kvæmi
Lágvaxið - meðalstórt tré hérlendis. Stundum aðeins runni. Barrið dökk-blágrænt. Aðeins ljósara að neðan. Könglar meðalstórir, tunnulaga, rauðbrúnir - brúnir. Skuggþolin. Hægvaxnari samanborið við marþöll (Tsuga heterophylla). Þrífst betur í innsveitum heldur en úti við ströndina. Fjallaþöll er falleg í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri. Einnig gróðursett undir skerm í skógi.
Fjallasnepla – Hebe subalpina
Lágvaxinn (50 sm) , þéttur, sígrænn runni. Blómin hvít, í litlum klösum miðsumars. Sólelsk. Fjallasnepla þrífst best á vetrarmildustu svæðum landsins sunnanlands. Vind- og saltþolin en þolir ekki mikið frost. Forðist að planta henni í frostpolla. Þolir ekki blautan jarðveg. Hentar í ker, hleðslur og þess háttar.
Einir – Juniperus communis – Undirhlíðar-Hfj
Harðgerður, sígrænn, lágvaxinn runni (30 - 120 sm). Ýmist jarðlægur eða hálfuppréttur. Sérbýll. Kvenplöntur þroska einiber á tveimur árum. Þau má nýta í matargerð. Sólelskur. Hægvaxta. Einir hentar í ker, hleðslur, kanta og þess háttar. Einnig í blönduð beð með öðrum sígrænum runnum. Jarðlæg yrki nokkuð þekjandi. Vex villtur víða um land.
Himalajaeinir ‘Meyeri’ – Juniperus squamata ‘Meyeri’
Harðgerður, þéttur, lágvaxinn - meðalstór runni. Barrið er blágrænt - stálblátt. Ysta lag barkarins flagnar af með tímanum. Sólelskur er þolir hálfskugga. Þolir vel hóflega klippingu. Hentar í ker, stampa, blönduð beð en einnig fleiri saman í raðir og þyrpingar. Þrífst vel í allri venjulegri, vel framræstri garðmold. Vinsæll og algengur í íslenskum görðum.