• Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Search
Menu
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
Stækka mynd
Heim Fjölærar jurtir Garðahálmgresi ‘Karl Foerster’ – Calamagrostis x acutiflora ‘Karl Foerster’
Meyjarós / Hæðarós 'Highdownensis' - Rosa moyesii 'Highdownensis'
Back to products
Demantsvíðir 'Kodiak' - Salix pulchra 'Kodiak'

Garðahálmgresi ‘Karl Foerster’ – Calamagrostis x acutiflora ‘Karl Foerster’

Harðgert, fjölært skrautgras. Hæð: 1 – 1,5 m. Uppréttur vöxtur. Axið er fyrst grænleitt en síðan hálmlitað. Visin öxin standa meira og minna allan veturinn. Klippið visin blöð og stöngla niður í um 15 sm stubba snemma vors (apríl  – maí). Sólelskt en þolir hálfskugga. Þrífst í allri venjulegri garðmold. Má vera vel rök eða allt að því blaut. Skríður ekki út. Garðahálmgresi ‘Karl Foerster’ fer vel aftarlega í blómabeðum eða fleiri saman í þyrpingum. Hentar einnig í ker og potta. Millibil: 60 – 70 sm. Skrautgras þetta hefur stundum í hæðni verið nefnt „braggagras“ eða „braggastráin“ eftir að talsvert magn af umræddu grasi var gróðursett við braggann í Nauthólsvík, Rvk. Radaði þetta í fjölmiðla og vakti talsverða athygli á sínum tíma. Garðahálmgresi er ófrjór tegundarblendingur á milli C. epigejos  og C. arundinacea sem báðar eru upprunar í Evrasíu. Yrkið er kennt við þýska garðyrkjumanninn Karl Foerster (1874 – 1970).

Vöruflokkur: Fjölærar jurtir
Share:

Tengdar plöntur

Dvergavör ‘Atropurpurea’ – Ajuga reptans ‘Atropurpurea’

Harðgerð, alveg jarðlæg fjölær jurt. Laufið gljáandi, dökk-purpurarautt - brúnt. Hálf-sígræn. Blómin dökkfjólublá í uppréttum klasa. Blómgast á miðju sumri. Dreifir sér út með ofanjarðar-renglum. Skuggþolin. Prýðis þekjuplanta undir trjám og inn á milli runna og fjölæringa. Þrífst í allri venjulegri garðmold svo fremi að hún sé of þurr.

Valurt – Symphytum officinale

Harðgerð, fjölær jurt. Hæð 60 - 100 sm. Stundum hærri. Stofnlauf stór, egglaga - lensulaga, langydd og með blaðstilk. Stöngulblöð aflöng - lensulaga og stilklaus. Stöngull hærður og vængjaður. Blómin sitja nokkur saman í kvíslskúf. Blómin fjólublá eða purpurarauð. Blómgast í júlí - ágúst. Valurt þrífst best í sæmilega rökum jarðvegi. Þolir nokkurn skugga. Hentar t.d. aftarlega í blómbeð, í villigarða og sem undirgróður undir stærri tré. Vex sums staðar sem slæðingur utan garða hérlendis. Valurt er gömul lækningajurt og þótti sérstaklega græðandi. Í dag er almennt varað við inntöku og annarri notkun valurtar vegna hættu á lifrarskemmdum. Heimkynni: Víða í Evrópu, V-Asíu á rökum svæðum.

Randagras – Phalaris arundinacea var picta

Harðgert skrautgras. Hæð: 1,5 m eða meir. Blöð áberandi hvítröndótt. Ögn fjólublár punturinn vex upp fyrir grasið síðsumars. Mjög skriðullt. Vex best í frjóum og rökum jarðvegi. Fer vel í þyrpingum og röðum t.d. á opnum svæðum, við tjarnir o.þ.h. Einnig kjörið í stóra potta/ker. Vökvið reglulega. Þolir hálfskugga. Heimkynnir: Evrasía og víðar.

Krosshnappur – Glechoma hederacea

Harðgerð, jarðlæg fjölær, sígræn, þekjandi jurt. Laufið gjarnan rauðbrúnleitt. Laufið er ætt. Blómin fjólublá miðsumars. Þolir hálfskugga. Ilmandi. Þrífst best í frjóum, niturríkum, sæmilega rökum jarðvegi. Hentar sem þekjuplanta t.d. undir trjám, í ker og potta og þess háttar. Dreifir sér með jarðstönglum. Heimkynni: Evrasía.

Regnhlífarblóm / Skjaldsteinbrjótur – Darmera peltata

Harðgerð, fjölær jurt. Hæð: 1,5 m. Blómgast fyrir laufgun í maí. Blómin eru ljósrauð í hvelfdum sveip á allt að 1,5 m háum blómstöngli. Blöðin eru fremur stór, gljáandi, skjaldlaga og birtast eftir blómgun í júní. Rauðir haustlitir. Þrífst best í rökum og frjóum jarðvegi t.d. við læki og tjarnir. Skuggþolið. Dreifir sér rólega út með neðanjarðarrenglum. Regnhlífarblóm er ættað frá Óregon og Kaliforníu. Fremur sjaldgæft hérlendis.

Burnirót – Rhodiola rosea

Mjög harðgerður, íslenskur, fjölær þykkblöðungur. Laufið gráleitt. Vex upp af gildum jarðstönglum. Karlblóm gulleit en kvenblóm rauðleit. Sólelsk. Þrífst vel í þurrum jarðvegi. Burnirót hentar aðallega í hleðslur, steinhæðir, ker og þess háttar. Burnirót á sér langa sögu sem lækninga- og heilsujurt.

Útlagi – Lysimachia punctata

Harðgerður fjölæringur. Hæð allt að 1 m. Talsvert skriðullt rótarkerfi. Gul blóm upp eftir stilknum birtast síðsumars. Þolir hálfskugga. Algengur.

Skildir – Ligularia spp.

Harðgerðar, stórvaxnar, fjölærar jurtir. Blómin gul, gjarnan í turnlaga blómskipunum. Þola vel hálfskugga. Vaxa gjarnan í frjóu deiglendi. Skildir henta aftarlega í blönduðum blómabeðum, við tjarnir og þess háttar. Þurfa yfirleitt ekki stuðning. Heimkynni: Evrasía.
Kaldárselsvegi. Hafnarfirði
555 6455
skoghf@simnet.is
Tenglar
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
  • Plöntuleit
  • Skógræktarfélag Íslands
  • Yndisgróður
  • Lystigarður Akureyrar
  • Sumarhúsið og garðurinn
  • Grasagarður Reykjavíkur
  • Garðaflóra
  • Garðyrkjufélag Íslands
Plöntuleit
  • Tré
  • Runnar
  • Skógarplöntur
  • Ávaxtatré og berjarunnar
  • Tré og runnar í pottum
  • Klifurrunnar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar 2021
Hönnun: Veftorg vefþjónusta
  • Menu
  • Categories
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Start typing to see products you are looking for.