Garðahálmgresi ‘Karl Foerster’ – Calamagrostis x acutiflora ‘Karl Foerster’
Harðgert, fjölært skrautgras. Hæð: 1 – 1,5 m. Uppréttur vöxtur. Axið er fyrst grænleitt en síðan hálmlitað. Visin öxin standa meira og minna allan veturinn. Klippið visin blöð og stöngla niður í um 15 sm stubba snemma vors (apríl – maí). Sólelskt en þolir hálfskugga. Þrífst í allri venjulegri garðmold. Má vera vel rök eða allt að því blaut. Skríður ekki út.
Garðahálmgresi ‘Karl Foerster’ fer vel aftarlega í blómabeðum eða fleiri saman í þyrpingum. Hentar einnig í ker og potta. Millibil: 60 – 70 sm.
Skrautgras þetta hefur stundum í hæðni verið nefnt „braggagras“ eða „braggastráin“ eftir að talsvert magn af umræddu grasi var gróðursett við braggann í Nauthólsvík, Rvk. Radaði þetta í fjölmiðla og vakti talsverða athygli á sínum tíma. Garðahálmgresi er ófrjór tegundarblendingur á milli melahálmgresis (C. epigejos) og C. arundinacea sem báðar eru upprunar í Evrasíu. Yrkið er kennt við þýska garðyrkjumanninn Karl Foerster (1874 – 1970). Grasætt (Poaceae).