• Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Facebook
Menu
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
Stækka mynd
HeimSígrænir runnar og sígræn smátré Garðaýr ‘Hatfieldii’ – Taxus x media ‘Hatfieldii’
Previous product
Breiðumispill 'Skogholm' - Cotoneaster dammeri 'Skogholm'
Back to products
Next product
Japansýr 'Nana' - Taxus cuspidata 'Nana'

Garðaýr ‘Hatfieldii’ – Taxus x media ‘Hatfieldii’

Hægvaxta, þéttur, sígrænn runni. Barrið dökkgrænt og mjúkt. Vaxtarlagið upprétt, breiðkeilulaga. Hæð 2 – 3 m á löngum tíma. Skuggþolinn. Ef hann fær skjól er hann harðgerður. Þrífst í venjulegri garðmold sem ekki er of blaut. Þolir vel klippingu. Gjarnan notaður í limgerði erlendis en full hægvaxta í það hlutverk hérlendis. Garðaýr ‘Hatfieldii’ hentar í blönduð runnabeð, sem undirgróður undir trjám og í ker/potta í skjóli. Eitraður sé hans neytt.

Vörunr. f44f2b8c791d Vöruflokkur: Sígrænir runnar og sígræn smátré
Deila með
Facebook Twitter Pinterest

Tengdar plöntur

Loka

Hörpulauf ‘Hermann’ – Vinca minor ‘Hermann’

Þokkalega harðgerður, alveg jarðlægur, sígrænn hálfrunni. Blómin fremur stór, blá. Blómstrar mest allt sumarið. Þolir vel hálfskugga. Þarf nokkurt skjól. Greinar skjóta rótum þar sem þær komast í snertingu við jarðveg. Hörpulauf fer vel sem undirgróður undir trjám og runnum sem varpa ekki of miklum skugga. Þolir ekki vel samkeppni við ágengar tegundir. Stundum kelur hörpulauf. Dauðar greinar eru þá klipptar að vori. Yfirleitt vaxa nýir sprotar hratt fram aftur. Yrkið er kennt við Hermann Lundholm garðyrkjumann (1917 - 2007).
Loka

Hunangstoppur ‘Little Honey’ – Lonicera crassifolia ‘Little Honey’

Jarðlægur, sígrænn, hægvaxta dvergrunni. Blöðin smá, kringlótt og gljáandi. Dökkgræn en gjarnan vínrauð á veturna. Blómin gul, nokkur saman í krans miðsumars. Aldinið svart ber. Sólelskur en þolir hálfskugga. Nýlegur í ræktun og reynsla því takmörkuð. Hentar í hleðslur, kanta og ker í vel framræstum jarðvegi. Heimkynni: Kína.
Loka

Fagursýprus ‘Ellwood’s Gold’ – Chamaecyparis lawsoniana ‘Ellwood’s Gold’

Sígrænt (sígullt), smátré eða runni. Upprétt vaxtarlag. Barrið hreisturlaga ljósgrænt - gult. Skjólþurfi en þolir hálfskugga. Hentar í beð með öðrum sígrænum gróðri, raðir, ker í skjóli og þess háttar. Þrífst í allri venjulegri garðmold. Lýsir upp framan við dimman bakgrunn. Hægvaxta.
Loka

Hélubroddur ‘Jytte’ – Berberis candidula ‘Jytte’

All harðgerður, þéttur, sígrænn, lágvaxinn runni (50 - 100 sm). Greinar mikið þyrnóttar. Laufið dökkgrænt og gljándi á efra borði. Laufið er aftur á móti "hvíthélað" að neðan. Gjarnan ber á roða í laufinu yfir vetrarmánuðina. Blómin gul, smá, ilmandi fyrri part sumars. Aldinið svarblátt ber. Þolir hálfskugga. Þarf þokkalegt skjól. Hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri og jafnvel í ker.
Loka

Fagursýprus ‘Columnaris Glauca’ – Chamaecyparis lawsoniana ‘Columnaris Glauca’

Sígrænt smátré eða runni. Barrið hreisturlaga, blágrænt og ilmandi. Uppréttur vöxtur. Skjólþurfi en skuggþolinn. Hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri, raðir og ker í skjóli. Skýlið alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu.
Loka

Einir / Írlandseinir – Juniperus communis ‘Hibernica’

Sígrænt, súlulaga smátré. Hæð allt að 2 m. Hægvaxta. Barrið stingandi. Sólelskur en þolir hálfskugga. Skjólþurfi. Hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri og í ker í skjóli. Skýlið írlandseini að minnsta kosti fyrsta veturinn eftir gróðursetningu.
Loka

Fjallaþöll – Tsuga mertensiana – Íslensk kvæmi

Lágvaxið - meðalstórt tré hérlendis. Stundum aðeins runni. Barrið dökk-blágrænt. Aðeins ljósara að neðan. Könglar meðalstórir, tunnulaga, rauðbrúnir - brúnir. Skuggþolin. Hægvaxnari samanborið við marþöll (Tsuga heterophylla). Þrífst betur í innsveitum heldur en úti við ströndina. Fjallaþöll er falleg í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri. Einnig gróðursett undir skerm í skógi.
Loka

Himalajaeinir ‘Holger’ – Juniperus squamata ´Holger’

All harðgerður, sígrænn, lágvaxinn runni (50 sm). Barrið á nýjum sprotum ljósgult síðan gráblátt. Sólelskur. Hentar í ker, hleðslur, kanta og þess háttar.
Kaldárselsvegi. Hafnarfirði
555 6455
skoghf@simnet.is
Tenglar
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
  • Plöntuleit
  • Skógræktarfélag Íslands
  • Yndisgróður
  • Lystigarður Akureyrar
  • Sumarhúsið og garðurinn
  • Grasagarður Reykjavíkur
  • Garðaflóra
  • Garðyrkjufélag Íslands
Plöntuleit
  • Tré
  • Runnar
  • Skógarplöntur
  • Ávaxtatré og berjarunnar
  • Tré og runnar í pottum
  • Klifurrunnar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar 2021
Hönnun: Veftorg vefþjónusta
loka
Start typing to see products you are looking for.
  • Menu
  • Categories
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Scroll To Top