Garðaýr ‘Hatfieldii’ – Taxus x media ‘Hatfieldii’
Hægvaxta, þéttur, sígrænn runni. Barrið dökkgrænt og mjúkt. Vaxtarlagið upprétt, breiðkeilulaga. Hæð 2 – 3 m á löngum tíma. Skuggþolinn. Ef hann fær skjól er hann harðgerður. Þrífst í venjulegri garðmold sem ekki er of blaut. Þolir vel klippingu. Gjarnan notaður í limgerði erlendis en full hægvaxta í það hlutverk hérlendis. Garðaýr ‘Hatfieldii’ hentar í blönduð runnabeð, sem undirgróður undir trjám og í ker/potta í skjóli. Eitraður sé hans neytt.
Vörunr.
f44f2b8c791d
Vöruflokkur: Sígrænir runnar og sígræn smátré
Tengdar plöntur
Alaskasýprus – Cupressus nootkatensis
Lágvaxið, sígrænt tré. Toppurinn og smágreinar áberandi drjúpandi. Barrið hreisturlaga, blágrænt - gulgrænt. Könglar kúlulaga á stærð við bláber. Dökkbláir fullþroska. Þokkafullur og jafnvel draugalegur að sjá. Þarf nokkurt skjól. Fremur skuggþolinn. Þolir vel klippingu. Harðgerðasti sýprusinn. Óvíst er hveru hár alaskasýprus getur orðið hérlendis. Reikna má með 6 - 7 m hæð á bestu stöðum í skógarskjóli. Alaskasýprus þrífst í skjólgóðum görðum og trjálundum. Hentar í beð og þyrpingar með öðrum sígrænum runnum og smátrjám. Einnig framan við og jafnvel undir stærri trjám. Þrífst í allri venjulegri, framræstri garðmold. Framleiðum eingöngu alaskasýprus af íslensku fræi. Heimkynni: Vesturströnd N-Ameríku. Allt frá Alaska suður til N-Kaliforníu.
Ljósalyng ‘Compacta’ – Andromeda polifolia ‘Compacta’
Fremur harðgerður, lágvaxinn dvergrunni. Laufin eru smá, mjó og þykk. Blaðjaðrar eru niðurorpnir. Neðra borð blaða hvítloðið. Blómin eru smá, klukkulaga, nokkur saman á stöngulendum, hvít eða bleik. Ljósalyng vex villt í mosa-mýrum/deiglendi í fremur súrum jarðvegi. Þolir vel hálfskugga. Hentar í rakan eða jafnvel blautan jarðveg. Þrífst þó í framræstum en rakaheldnum jarðvegi. Hentar sem kantplanta eða milligróður innan um lyngrósir og lágvaxna barrviði í lífrænum, ögn súrum jarðvegi. Gott er að dreifa trjákurli í kring um ljósalyng til að halda jöfnum raka. Skýlið fyrsta veturinn eftir gróðursetningu nema að staðurinn sé skjólsæll. Ljósalyng finnst villt á örfáum stöðum á Austurlandi. Fannst fyrst hérlendis árið 1985. Annars eru heimkynni ljósalyngs víða á norðurhveli. Ljósalyng er eitrað sé þess neitt. Vísbendingar eru um að ljósalyng geti þrifist í jarðvegi sem ekki er sélega súr nú rakur!
Kanadalífviður ‘Brabant’ – Thuja occidentalis ‘Brabant’
Sæmilega harðgert, hægvaxta, þétt, upprétt, sígrænt tré. Hæð 3 - 4 m eftir 15 ár. Getur sjálfsagt náð 5 - 7 m hæð á bestu stöðum með tímanum. Breidd 1 - 1,5 m fyrstu 15 árin. Barrið hreisturkennt, grænt en gjarnan brúnleitara sérstaklega á greinaendum á veturna. Barrið ilmar sé það klippt eða nuddað. Könglar smáir, aflangir. Börkur rauðbrúnn og flagnar með tímanum af í strimlum. 'Brabant' er talið eitt harðgerðasta yrkið af lífvið til ræktunar hérlendis. Þolir vel hálfskugga. Þolir vel klippingu. Hentar í gróna, skjólgóða garða. Kanadalífviður 'Brabant' hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum runnum og smátrjám. Einnig fyrir innan skjólgirðingar og þess háttar. Hentar í ker/potta þar sem er gott skjól annars sviðnar barrið illa og plantan veslast upp. Erlendis er 'Brabant' hvað mest gróðursettur í limgerði. Þrífst í allri vel framræstri garðmold. Hollenskt yrki frá níunda áratug síðustu aldar. 'Brabant' er af sumum talinn vera blendingur kanada- og risalífviðar (Thuja plicata).
Breiðumispill ‘Skogholm’ – Cotoneaster dammeri ‘Skogholm’
All harðgerður, sígrænn, jarðlægur, þekjandi runni. Laufið dökkgrænt, heilrennt. Stundum vill laufið sviðna að vetri til en það lagast fljótlega aftur. Blómin hvít, smá, stjörnulaga snemmsumars. Stundum þroskast rauðgul ber á haustin. Þolir hálfskugga. Tilvalinn í hleðslur, kanta, upp á veggi, í ker og þess háttar. Greinarnar geta með tímanum slútað niður um 2 m. Vinsæl garðplanta hérlendis. Fjótvaxnari samanborið við skriðmispil (C. apiculatus). Þrífst í allri venjulegri, vel framræstri garðmold. 'Skogholm' er sænskt úrvalsyrki frá árinu 1941.
Fjallaþöll – Tsuga mertensiana – Íslensk kvæmi
Lágvaxið - meðalstórt tré hérlendis. Stundum aðeins runni. Barrið dökk-blágrænt. Aðeins ljósara að neðan. Könglar meðalstórir, tunnulaga, rauðbrúnir - brúnir. Skuggþolin. Hægvaxnari samanborið við marþöll (Tsuga heterophylla). Þrífst betur í innsveitum heldur en úti við ströndina. Fjallaþöll er falleg í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri. Einnig gróðursett undir skerm í skógi.
Þráðsýprus / Ertusýprus ‘Filifera’ – Chamaecyparis pisifera ‘Filifera’
Sígrænn hægvaxta breiðkeilulaga runni eða smátré. Hæð 1,5 m hérlendis. Getur hugsanlega orðið hærri með tímanum í skjólgóðum görðum. Barrið hreisturkennt og gulgrænt á lit. Greinarendar slútandi, þráðmjóir. Þráðsýprus hentar í skjólgóða garða í sæmilega frjóum, rakaheldnum, framræstum jarðvegi. Þolir vel hálfskugga. Hefur reynst ágætlega í pottum í skjóli. Tegundin er ættuð frá Japan.