Geitaskegg / Jötunjurt – Aruncus dioicus
Harðgerð, stórvaxinn fjölær jurt. Hæð um og yfir 1 m. Álíka breið. Blöðin stór, samsett. Sérbýllt. Karlplöntur eru aðallega ræktaðar. Stórar, keilulaga, kremhvítar blómskipanir. Myndar grjótharða, skífulaga rót. Þolir vel hálfskugga. Þrífst best í frjóum og rakaheldnum jarðvegi. Millibil 80 – 100 sm.
Vöruflokkur: Fjölærar jurtir
Tengdar plöntur
Friggjarlykill – Primula florindae
Harðgerð fjölær jurt. Hæð 50 - 80 sm. Blómin oftast gul, drjúpandi, mörg saman á stönglum sem vaxa upp fyrir blaðhvirfinguna. Blómin ilma. Vex best í rökum, frjósömum jarðvegi. Heimkynni SA-Tíbet. Barst fyrst til V-Evrópu árið 1924 með breska grasafræðingnum Frank Kingdon-Ward sem nefndi jurtina í höfuðið á eiginkonu sinni Florinda.
Skessujurt – Levisticum officinale
Harðgerð, hávaxin, fjölær jurt. Hæð: 1,5 - 2 m. Laufblöð þrífjöðruð. Skessujurt hefur lengið verið nýtt sem mat- og lækningajurt. Blómin eru gulgræn í sveip í júlí - ágúst. Þrífst best í rakaheldnum, frjósömum jarðvegi. Þolir vel hálfskugga. Náttúruleg heimkynni eru ekki nákvæmlega þekkt. Skessujurt vex í dag víða villt í Evrópu og Asíu. Ilmur og bragð minna á sellerí og steinselju en skessujurt er bragðmeiri. Blöð og unga stöngla má nota í salat og súpur. Einnig má nýta rótina sem grænmeti. Fræ skessujurtar má nota sem krydd. Bragðið heldur sér vel við þurrkun. Skessujurt er góð í kryddsmjör og með bökuðum kartöflum. Skessujurt gengur stundum undir nafninu "maggijurt" samanber "maggiurt" á dönsku og "Maggikraut" á þýsku þar sem bragð minnir á frægar pakkasúpur og súputeninga. Skessujurt hentar til gróðursetningar aftarlega í beð, í skógarjaðra eða í horn til uppfyllingar t.d. í hálfskugga. Frekar nytjajurt en skrautjurt.
Kínalykill – Primula sikkimensis
Harðgerð, fjölær jurt. Hæð 40 - 50 sm. Laufblöðin sitja í jarðlægum hvirfingum. Blöðin eru öfugegglaga - oddbaugótt og bogadregin í oddinn. Mjókka að grunni. Blaðstöngull er styttri en blaðkan. Hrukkótt. Blómin sitja mörg saman í sveip á stöngulendum. Bikarblöð eru brúnleit. Blómin eru ljósgul, drjúpandi og ilma vel. Blómleggir grannir og mélugir. Króna allt að 3 x 3 sm. Blómgast í júní - júlí.
Kínalykill þrífst vel í allri sæmilega frjórri og rakaheldinni garðmold. Þolir vel hálfskugga. Hentar í blönduð beð með öðrum fjölæringum eða inn á milli runna.
Heimkynni: Himalajafjöll. Maríulykilsætt (Primulaceae).
Randagras – Phalaris arundinacea var picta
Harðgert skrautgras. Hæð: 1,5 m eða meir. Blöð áberandi hvítröndótt. Ögn fjólublár punturinn vex upp fyrir grasið síðsumars. Mjög skriðullt. Vex best í frjóum og rökum jarðvegi. Fer vel í þyrpingum og röðum t.d. á opnum svæðum, við tjarnir o.þ.h. Einnig kjörið í stóra potta/ker. Vökvið reglulega. Þolir hálfskugga. Heimkynnir: Evrasía og víðar.