Glæsiþinur – Abies fraseri
Sígrænt, keilulaga barrtré, frekar lágvaxið tré (5-8 m). Óvíst er þó hversu hátt það verður hérlendis í framtíðinni. Nálar mjúkar, fagurgrænar að ofan en ljósar að neðan. Könglar uppréttir. Ilmar. Þarf nokkurt skjól í uppvextinum. Nokkuð skuggþolinn. Vinsælt jólatré í N-Ameríku. Nýlegur í ræktun hérlendis en lofar góðu. Hentar í skjólgóða garða og inn í skóga/undir skermi. Ættaður frá Appalasíufjöllum í SA-Bandaríkjunum.
Vörunr. a0a0c45ef8c7
Vöruflokkar: Tré, Tré og runnar í pottum
Tengdar plöntur
Fjallareynir – Sorbus commixta
Harðgerður, hávaxinn runni eða lágvaxið tré (3 - 6 m). Laufin stakfjöðruð. Áberandi eldrauðir haustlitir. Brum rauð og hárlaus. Hvítir blómsveipir fyrri part sumars. Rauðgul, fremur smá reyniber í klösum þroskast að hausti. Fjallareynir er glæsilegur stakur eða fleiri saman með að minnsta kosti 2 m millibili. Kjörinn í sumarhúsalóðir. Fjallareynir er talsvert breytilegur enda fjölgar hann sér með kynæxlun og getur t.d. myndað kynblendinga með ilmreyni (S. aucuparia).
Eðalþinur – Abies procera
Sígrænt, keilulaga all stórvaxið tré (8 - 10 m). Barrið grágrænt - blágrænt, mjúkt og ilmandi. Skuggþolinn og skjólþurfi. Könglarnir stórir, uppréttir. Birtast venjulega ekki fyrr en eftir einhverja áratugi nema þá á ágræddum plöntum. Eðalþinur hentar sem stakstætt tré í skjólgóðum görðum og undir skerm í lauf- og lerkiskógum. Mikið ræktaður í Danmörku til framleiðslu á jólagreinum enda barrheldinn og ilmandi.
Virginíuheggur ‘Canada Red’ – Prunus virginiana ‘Canada Red’
Lítið til meðalstórt tré (5- 7,5 m). Fremur harðgert. Grænt lauf fyrri part sumars. Dökk-purpurarautt lauf upp úr miðju sumri. Skærrautt lauf á haustin. Ljósir blómklasar, svört ber. Þolir hálfskugga. Fallegur stakstæður eða innan um og framan við grænan og ljósari gróður.
Hjartalind – Tilia cordata
Lítið - meðalstórt tré hérlendis. Þarf skjólgóðan og hlýjan vaxtarstað. Laufið hjartalaga. Þolir hálfskugga. Þarf frjóan vel framræstan jarðveg. Fremur sjaldgæft hérlendis.
Heggur ‘Laila’ – Prunus padus ‘Laila’
Harðgert, fremur lágvaxið tré. Hæð 5 - 8 m. Blómin hvít, ilmandi í klösum fyrri part sumars. Stundum sjást svört steinaldin/ber á haustin. Gulir haustlitir. Þolir hálfskugga. Þrífst í allri venjulegri garðmold.
Hvítgreni – Picea glauca – Nýfundnaland
All hávaxið, sígrænt, keilulaga tré. Barrið grágrænt - blágrænt. Fínlegra og ekki eins stingandi samanborið við sitkageni (Picea sitchensis). Hægvaxnara og mjóslegnara samanborið við sitkagreni. Hentar frekar inn til landsins en við sjávarsíðuna. Lyktar. Hvítgreni og sitkagreni mynda gjarnan kynblendinga sem kallast sitkabastarður eða hvítsitkagreni (Picea x lutzii). Blendingur þessi er algengur hérlendis. Hvítgrenið okkar er af fræi frá Nýfundnalandi.
Marþöll – Tsuga heterophylla – Íslensk kvæmi
All harðgert, þokkafullt, meðalstórt, sígrænt tré. Barrið smágert, frekar mjúkt, grænt að ofanverðu en ljósara að neðan. Könglar mjög smáir. Toppur og greinaendar gjarnan drjúpandi. Skuggþolin en þarf nokkurt skjól í uppvextinum. All plássfrek með tímanum en þolir ágætlega klippingu. Hentar til ræktunar í grónum görðum t.d. undir stærri trjám. Einnig til gróðursetningar undir skerm í skóglendi. Hægvaxta framan af en getur vaxið all hratt seinna meir á ævinni. Heimkynni: Vestanverð N-Ameríka.