Glótoppur ‘Kera’ – Lonicera involucrata ‘Kera’
Harðgerður, sumargrænn, hraðvaxta runni. Hæð 2 – 2,5 m. Talsvert breiðvaxinn með tímanum. Árssprotar kantaðir. Laufin sitja gagnstætt, 8 – 12 sm löng. Laufgast fremur snemma á vorin. Gulir haustlitir. Blómin gul, smá, tvö og tvö saman undir rauðu háblaði. Svört, gljáandi, ber þroskast í kjölfarið. Ber glótopps eru almennt talin óæt. Skuggþolinn.
Glótoppur ‘Kera’ er vind- og saltþolinn. Þríst t.d. prýðilega í yndisgarðinum í Sandgerði sem er á algerlega skjóllausum stað ofan við þorpið. Hentar sérlega vel í raðir, þyrpingar og í klippt limgerði. Kjörinn í jaðra og inn á milli í skjólbeltum. Hraðvaxta. Í limgerði er nóg að planta 2 stk / m. Í þyrpingar er hæfilegt millibil 1 – 1,5 m. Óklipptur er hann talsvert plássfrekur.
‘Kera’ er norskt úrvalsyrki. Heimkynni glótopps eru í vestanverðri N-Ameríku. Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).