• Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Menu
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
Stækka mynd
HeimFjölærar jurtir Höfuðklukka – Campanula glomerata
Previous product
Regnhlífarblóm / Skjaldsteinbrjótur - Darmera peltata
Back to products
Next product
Valurt - Symphytum officinale

Höfuðklukka – Campanula glomerata

Harðgerð, fjölær jurt. Hæð um 40 – 60 sm. Blómin dökk-fjólublá mörg saman í kúlulaga blómskipun. Blómgast í júlí og ágúst. Höfuðklukka er talsvert skriðul. Þolir vel samkeppni við ýmsar ágengar tegundir þ.m.t. gras. Þolir hálfskugga. Höfuðklukka fer vel í blönduðum blóma- og runnabeðum. Hentar einnig í villagarða og sumarhúsalóðir. Þrífst í allri venjulegri garðmold. Þrífst ekki í bleytu eða súrum jarðvegi. Blöð og blóm eru sögð æt og má nota t.d. í salat. Heimkynni: Evrasía, allt frá Bretlandseyjum austur til Japan.

Vöruflokkur: Fjölærar jurtir
Deila með

Tengdar plöntur

Loka

Venusvagn / Bláhjálmur – Aconitum napellus

Harðgerð, all hávaxin fjölær jurt. Hæð allt um og yfir 1 m. Blómin dökkfjólublá síðsumars. Mjög eitraður sé hans neitt. Þolir vel hálfskugga. Venusvagn er mjög vindþolinn og leggst ekki niður í roki og þarf því ekki uppbindingu. Þrífst vel í venjulegri garðmold. Þolir vel hálfskugga. Hentar í blönduð blóma- og runnabeð. Stundum plantað í raðir til að afmarka svæði. Notið hanska þegar þið meðhöndlið venusvagn.
Loka

Geitaskegg / Jötunjurt – Aruncus dioicus

Harðgerð, stórvaxinn fjölær jurt. Hæð um og yfir 1 m. Álíka breið. Blöðin stór, samsett. Sérbýllt. Karlplöntur eru aðallega ræktaðar. Stórar, keilulaga, kremhvítar blómskipanir. Myndar grjótharða, skífulaga rót. Þolir vel hálfskugga. Þrífst best í frjóum og rakaheldnum jarðvegi. Millibil 80 - 100 sm.
Loka

Dvergavör ‘Atropurpurea’ – Ajuga reptans ‘Atropurpurea’

Harðgerð, alveg jarðlæg fjölær jurt. Laufið gljáandi, dökk-purpurarautt - brúnt. Hálf-sígræn. Blómin dökkfjólublá í uppréttum klasa. Blómgast á miðju sumri. Dreifir sér út með ofanjarðar-renglum. Skuggþolin. Prýðis þekjuplanta undir trjám og inn á milli runna og fjölæringa. Þrífst í allri venjulegri garðmold svo fremi að hún sé of þurr.
Loka

Garðamaríustakkur – Alchemilla mollis

Mjög harðgerð fjölær jurt. Hæð: 30 - 50 sm. Stór hærð lauf. Stórir drjúpandi blómklasar með fjölda smárra gulgrænna blóma miðsumars. Þekjandi. Þolir hálfskugga. Þekjandi. Sáir sér talsvert mikið út. Millibil við útplöntun um 60 - 70 sm.
Loka

Forlagabrúska ‘Hyacinthina’- Hosta fortunei ‘Hyacinthina’

Harðgerð fjölær jurt. Stór, heilrennd, egglaga lauf. Ljóslilla blómklasar síðsumars. Hæð um 40 sm en blómklasar vaxa hærra upp. Skuggþolin. Breiðist rólega út. Þarf frjóa og jafnraka mold. Ein allra harðgerðasta brúskan. Talsvert þekjandi. Millibil um 70 - 80 sm.
Placeholder
Loka

Skuggasteinbrjótur / Postulínsblóm – Saxifraga x urbium

Harðgerð, lágvaxin fjölær jurt. Blöðin hálfsígræn. Blómin smá, fölbleik í uppréttum, gisnum klösum. Skuggþolinn. Hentar í hleðslur, steinhæðir og ker.
Loka

Garðakobbi – Erigeron speciosus

Harðgerð, fjölær jurt. Hæð um 60 sm. Blómkörfurnar með fjólubláum tungukrónum og gulum pípukrónum. Blómgast síðsumars. Þrífst best í vel framræstum, aðeins sendnum jarðvegi á sólríkum stað. Hentar í blönduð beð. Heimkynni: Vestanverð N-Ameríka.
Loka

Krosshnappur – Glechoma hederacea

Harðgerð, jarðlæg fjölær, sígræn, þekjandi jurt. Laufið gjarnan rauðbrúnleitt. Laufið er ætt. Blómin fjólublá miðsumars. Þolir hálfskugga. Ilmandi. Þrífst best í frjóum, niturríkum, sæmilega rökum jarðvegi. Hentar sem þekjuplanta t.d. undir trjám, í ker og potta og þess háttar. Dreifir sér með jarðstönglum. Heimkynni: Evrasía.
Kaldárselsvegi. Hafnarfirði
555 6455
skoghf@simnet.is
Tenglar
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
  • Plöntuleit
  • Skógræktarfélag Íslands
  • Yndisgróður
  • Lystigarður Akureyrar
  • Sumarhúsið og garðurinn
  • Grasagarður Reykjavíkur
  • Garðaflóra
  • Garðyrkjufélag Íslands
Plöntuleit
  • Tré
  • Runnar
  • Skógarplöntur
  • Ávaxtatré og berjarunnar
  • Tré og runnar í pottum
  • Klifurrunnar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar 2021
Hönnun: Veftorg vefþjónusta
  • Menu
  • Categories
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Start typing to see products you are looking for.