• Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Facebook
Menu
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
Stækka mynd
HeimÁvaxtatré og berjarunnar Ígulrós / skráprós – Rosa rugosa – Íslenskar fræplöntur
Previous product
Úlfarunni - Viburnum opulus
Back to products
Next product
Placeholder
Jóstaber - Ribes × nidigrolaria 'Josta'

Ígulrós / skráprós – Rosa rugosa – Íslenskar fræplöntur

Harðgerður, lágvaxinn – meðalhár runni (1 – 1,5 m). Blómin stór, einföld, yfirleitt rauðfjólublá, ilmandi. Stórar rauðar nýpur þroskast á haustin. Sólelsk. Vind- og saltþolin. Þrífst vel í sendnum og malarbornum jarðvegi. Skríður talsvert út með rótarskotum. Tilvalin til að binda jarðveg t.d. í brekkum, röskuðum svæðum og þess háttar. Einnig til framleiðslu á nýpum sem nota má í te, sultu, grauta og fleira. Einnig nefnd „garðarós“, „skráprós“ og jafnvel „hansarós“. Hansarós (R. rugosa ‘Hansa’) er aftur móti vinsælt yrki af ígulrós með þéttfylltum, rauðfjólubláum blómum sem sjaldan þroskar nýpur.

Vörunr. 9eef7ca3c4bf Vöruflokkar: Ávaxtatré og berjarunnar, Rósir
Deila með
Facebook Twitter Pinterest

Tengdar plöntur

Placeholder
Loka

Rifs ‘Hvítt Hollenskt’ – Ribes rubrum ‘Hvítt Hollenskt’

Harðgerður berjarunni. Hæð um 1,5 m. Millibil um 1 m. Berin ljós-gulgræn, sæt. Henta í sultur og hlaup. Fuglar sækja ekki eins mikið í berin og þessi rauðu hefðbundnu rifsber. Rifs 'Hvítt Hollenskt' þolir vel hálfskugga en mest uppskera fæst í fullri sól. Þrífst best í frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Setjið veðrað hrossatað eða moltu með við gróðursetningu. Setjið helst lag af moltu snemma vors árlega til að tryggja sem mesta uppskeru. Rifs 'Hvítt Hollenskt' er venjulega plantað í raðir t.d. meðfram matjurtagörðum ásamt öðrum berjarunnum.
Loka

Eplatré – Malus ‘Pirja’

Finnskt yrki. Sumarepli.
Loka

Hlíðaramall / Hunangsviður – Amelanchier alnifolia

Harðgerður lágvaxinn - meðalstór runni (1 - 2 m). Laufið blágrænt. Haustlitur gulur - rauðgulur. Blómin hvít í klösum snemmsumars. Berin fyrst græn, svo fjólublá og loks svarblá fullþroska. Æt og bragðgóð hrá eða í sultur, bökur, þurrkuð og s.frv. Hlíðaramall þrífst í allri venjulegri garðmold. Þolir hálfskugga en mest berjauppskera fæst í fullri sól. Hentar í raðir, þyrpingar og blönduð beð með öðrum runnum og blómjurtum. Millibil um 1 m. Hentar einnig í villigarða og sumarhúsalóðir. Stundum ber á rótarskotum. Hlíðaramallinn okkar er allur af íslensku fræi. Ein móðurplantan er af fræi frá Skagway, Alaska.
Loka

Rauðberjalyng / Týtuber ‘Koralle’ – Vaccinium vitis-idaea ‘Koralle’

All harðgerður, lágvaxinn (15 - 20 sm), sígrænn dvergrunni. Blöðin smá, heilrennd. Fölbleikir sætukoppar birtast snemmsumars. Meðalstór, rauð, súrsæt, aðeins bitur, æt ber þroskast að hausti. Sólelskt en þolir hálfskugga. Berjaþroski verður þó mestur í fullri sól. Þrífst best í lítið eitt súrum, rakaheldnum jarðvegi. Dreifir sér með rótarskotum. Myndar breiður. Forðist að rækta með mjög ágengum tegundum. Rauðberjalyng hentar til að klæða beð. Berin eru notuð í sultur og þess háttar. Kallast "lingonberry" á ensku og "tyttebær" á dönsku. Tegundin finnst villt á einstaka stað hérlendis
Placeholder
Loka

Stikilsber ‘Hinnonmäki’ – Ribes uva-crispa ‘Hinnonmäki’

Harðgerður, lágvaxinn (70 - 100 sm, stundum hærri), þyrnóttur berjarunni. Berin stór með áberandi æðum. Erum með annars vegar 'Hinnonmäki' með rauðbrúnum berjum og svo samsvarandi yrki með gulgrænum fullþroska berjum. Uppskerumikil yrki í fullri sól, sæmilega frjóum og rakaheldnum jarðvegi. Millibili 70 - 80 sm. Stikilsber þola hálfskugga en þá verður uppskeran minni. Berin má nýta í sultur, grauta og fleira. Finnsk yrki. Rifsþéla getur verið vandamál.
Loka

Hindber – Rubus idaeus

Skriðull hálfrunni. Hæð 1 - 2 m. Greinar ná tveggja ára aldri. Fyrra árið vex grein upp frá jörðu í fulla hæð. Seinna árið blómgast hún og þroskar ber. Síðan er hún dauð. Klippið í burt dauðar greinar. Gróðursetjið í afmarkað rými til að forðast rótarskot um alla lóð. Tilvalið er að setja niður þil svona 40 sm niður í jarðveginn til að forðast dreifingu rótarskota. Einnig má rækta hindber í ílátum en þau þurfa frjóan og rakaheldinn jarðveg til að þroska ber. Setjið staðið hrossatað eða moltu saman við jarðveginn við gróðursetningu. Villihindber henta til gróðursetningar í lúpínubreiður og skógarrjóður. Berin á villihindberjum eru smá en bragðgóð. Þau skríða mest út. Úrvalsyrki eins og 'Borgund' hafa stærri ber og skríða ekki eins mikið út. Hindberjarunnar þola hálfskugga en mest berjauppskera fæst í fullri sól. Yrki með stærri berjum henta betur til ræktunar í heimilisgörðum samanborið við villihindber.
Loka

Skógarstikill – Ribes divaricatum

Harðgerður, þéttur, þyrnóttur runni. Hæð: 1-2 m. Berin dökk-vínrauð - svört, æt. Minna á stikilsber (Ribes uva-ursi).
Loka

Hafþyrnir – Hippophae rhamnoides

Harðgerður, lágvaxinn - hávaxinn runni (1 - 3 m). Laufið grásilfrað. Blómin smá og lítið árberandi. Sérbýll. Kvenplöntur þroska æt ber séu karlplöntur í nágrenninu. Berin hanga á runnunum langt fram á vetur þar sem fuglar virðast lítið sækja í þau. Sólelskur. Vind- og saltþolinn. Lifir í sambýli við niturbindandi bakteríur sem gerir honum kleift að vaxa í rýrum jarðvegi. Hafþyrnir hefur mjög skriðullt og kröftugt rótarkerfi. Berin eru nýtt í sultur og þess háttar og eru sögð mjög holl. Hentar sérlega vel við sjávarsíðuna, til að binda sendinn og malarborinn jarðveg og þess háttar. Rótarskot geta verið til ama t.d. nálægt gangstéttum og þess háttar. Fer jafnvel í gegnum malbik!
Kaldárselsvegi. Hafnarfirði
555 6455
skoghf@simnet.is
Tenglar
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
  • Plöntuleit
  • Skógræktarfélag Íslands
  • Yndisgróður
  • Lystigarður Akureyrar
  • Sumarhúsið og garðurinn
  • Grasagarður Reykjavíkur
  • Garðaflóra
  • Garðyrkjufélag Íslands
Plöntuleit
  • Tré
  • Runnar
  • Skógarplöntur
  • Ávaxtatré og berjarunnar
  • Tré og runnar í pottum
  • Klifurrunnar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar 2021
Hönnun: Veftorg vefþjónusta
loka
Start typing to see products you are looking for.
  • Menu
  • Categories
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Scroll To Top