Ígulrós ‘Krístin’ – Rosa rugosa ‘Kristín’
Harðgerð, fremur lágvaxinn (1,5) runnarós. Blómin tvöfölld, rauðbleik, fremur stór, ilmandi og gjarnan nokkur saman í klasa. Rauðar nýpur þroskast að hausti. Rauðgulir – gulir haustlitir. Sólelsk. Skríður nokkuð út með rótarskotum. Vind- og saltþolin. Hentar í raðir, þyrpingar, brekkur og villigarða. Millibil: 80 – 100 sm. ‘Kristín’ er ein af rósum Jóhanns Pálssonar. Hún mun vera afkomandi R. rugosa ‘Logafold’ og (R. kamtschatica x ?).
Vörunr.
945d744e975d
Vöruflokkur: Rósir
Tengdar plöntur
Rós ‘Örträsk’ – Rosa ‘Örträsk’ / ‘Örtelius’
Harðgerð, meðalhá runnarós (1,5 - 2,0 m). Talin blendingur ígulrósar (R. rugosa) og kanelrósar (R. majalis). Dreifir sér nokkuð út með rótarskotum. Blómin stór, hálffyllt, bleik og ilmandi. Blómgast frá miðju sumri og fram í frost. Þroskar rauðar nýpur sem má nýta til manneldis.
Sólelsk en þolir vel hálfskugga. Millibil 1 m. Hentar stakstæð, í blönduð beð, raðir og þyrpingar. Ættuð frá Lapplandi. Rósaætt (Rosaceae).
Rós ‘Guðbjörg’ – Rosa ‘Guðbjörg’
Harðgerð, lágvaxin - meðahá runnarós (1,5 m). Laufið dökkgrænt, stakfjaðrað. Rauðir blaðstilkar. Rauð brum. Blómin tvöfölld, dökkrauðfjólublá með ljósari æðum. Ilma. Rauðar nýpur þroskast að hausti. Skriðullt rótarkerfi. Sólelsk. Hentar í runnaþykkni, brekkur (til að binda jarðveg), villigarða og sumarhúsalóðir. Yrkið er upprunið frá Jóhanni Pálssyni fyrrverandi garðyrkjustjóra Reykjavíkur. 'Guðbjörg' er samkvæmt Jóhanni afkvæmi ígulrósarinnar 'Logafold' og R. x kamtschatica.
Meyjarós / Hæðarós ‘Highdownensis’ – Rosa moyesii ‘Highdownensis’
Fremur harðgerð, hávaxin runnarós. Hæð: 3 - 4 m. Greinar fyrst uppréttar. Síðan útsveigðar. Laufin stakfjöðruð. 9 - 11 smáblöð. Dökkgræn og mött á efra borði. Blaðstilkar þyrnóttir. Greinar og sprotar þyrnótt. Blómin all stór, einföld, rauðbleik. Daufur ilmur. Blómgast í júlí - ágúst. Krónublöðin ljósari neðst. Gulir fræflar. Þroskar rauðgular, flöskulaga nýpur á haustin sem standa fram á vetur. Sólelsk.
Meyjarós 'Highdownensis' fer vel stakstæð eða aftarlega í runna- og blómabeðum. Plássfrek. Mætti nota sem klifurrós á vegg. Getur einnig prílað upp tré. Þrífst í sæmilega frjóum, framræstum jarðvegi. Má gjarna vera sand- og malarborinn.
'Highdownensis' er ættuð frá F.C. Stern frá árinu 1928 og kennd við garð hans, Highdownensis, Sussex, Englandi. 'Highdownensis' er ýmist talin vera meyjarós eða meyjarósarblendingur (R. x highdownensis) þar sem hitt foreldrið er óþekkt. Náttúruleg heimkynni meyjarrósar eru í V-Kína. Rósaætt (Rosaceae).
Rós ‘Louise Bugnet’ – Rosa ‘Louise Bugnet’
All harðgerð, fremur lágvaxin (1 m) runnarós af ígulrósakyni (R. rugosa). Blómin rauðbleik í knúpp en alveg snjóhvít útsprungin og ilmandi. Þroskar vart nýpur. Rauðgulir haustlitir. Sólelsk. Nánast þyrnalaus. Skríður aðeins út með rótarskotum. Mjög falleg rós. 'Louise Bugnet' fer vel í blönduðum beðum með rósum, runnum og fjölærum jurtum.
Fjallarós ‘Lina’ – Rosa pendulina ‘Lina’
Harðgerður, meðalhár, þéttur runni. Hæð og breidd um 2 m. Dreifir sér eitthvað með rótarskotum. Sprotar eru grænir eða rauðbrúnir og nánast þyrnalausir. Greinar í fyrstu uppréttar en síðan með tímanum útsveigðar. Axlarblöð kirtilhærð á jöðrunum. Laufið fjaðrað og matt. Smáblöðin eru 5 - 11 talsins, oddbaugótt, tvísagtennt og 2 - 6 sm á lengd hvert og eitt. Smáblöðin eru dúnhærð. Blómin einföld, fremur smá, rauðbleik/fjólubleik og ilmandi. Krónublöð ljósari nær miðju. Með fyrstu rósum að byrja að blómstra á sumrin. Fyrstu blómin sjást gjarnan í júní. Blómgast annars í júlí. Ef sumarið er vætusamt og kalt blómstrar hún fram í ágúst eins og gerðist sumarið 2024. Rauðar, smáar, aflangar nýpur þroskast á haustin. Gulir - rauðgulir haustlitir.
Sólelsk en þolir vel hálfskugga. All vind- og saltþolin. Þrífst í öllum sæmilega frjóum, framræstum jarðvegi. Blandið moltu eða stöðnu hrossataði saman við jarðveginn þar sem gróðursetja á fjallarós.
Fjallarós 'Lina' hentar sérlega vel í raðir /limgerði og þyrpingar. Einnig falleg stakstæð. Hentar í sumarhúsalóðir og villigarða þar sem hún þolir vel samkeppni við t.d. lúpínu. Þolir vel hóflega klippingu. Millibil um eða yfir 1 m. Í limgerði er 50 sm millibil hæfilegt. Þar sem fjallarós blómstrar á eldri greinar er heppilegt að klippa fjallarósalimgerði strax eftir blómgun í júlí eða ágústbyrjun. Fái hún að vaxa meira og minna frjálst felst snyrting aðallega í því að klippa í burt gamlar greinar alveg niður við jörð.
'Lina' er norskt úrvalsyrki frá Harstad sem m.a. þrífst í Finnmörku, N-Noregi. Annars eru náttúruleg heimkynni fjallarósar í fjöllum Mið- og S-Evrópu. Rósaætt (Rosaceae).
Rós ‘George Will’ – Rosa rugosa ‘George Will’
Harðgerð, meðalstór runnarós af ígulrósakyni (R. rugosa). Blómin stór, fagurbleik, hálffyllt og ilmandi. Ekki mikið um nýpur. Rauðgulir haustlitir. Sólelsk. 'George Will' hentar í blönduð runna- og blómabeð, raðir, þyrpingar, sumarhúsalóðir og villigarða. Millibil um 80 sm. Sérlega blómviljug og snotur rós.
Renglurós ‘Dart’s Defender’ – Rosa x rugotida ‘Dart’s Defender’
Harðgerð runnarós. Hæð: 1 - 1,5 m. Laufið áberandi gljáandi. Þéttþyrnótt. Blómin meðalstór, rauðfjólublá, hálffyllt og ilmandi. Blómstrar frá miðju sumri og fram á haust. Rauðgulir haustlitir. Þroskar gjarnan rauðar nýpur á haustin. Hentar í raðir og þyrpingar og í bland með öðrum runnum. Millibil um 1 m. Skríður eitthvað út með rótarskotum. 'Dart's Defender' er tegundablendingur hansarósar (R. rugosa 'Hansa') og brúðurósar (R. nidita). Hollenskt yrki frá árinu 1971.
Ígulrós ‘Fru Dagmar Hastrup’ – Rosa rugosa ‘Fru Dagmar Hastrup’
Harðgerð, meðalstór runnarós (1 -1,5 m). Blómin stór, einföld, ljósbleik og ilmandi. Sólelsk. Vind- og saltþolin. Stórar rauðar nýpur. Aðeins skriðul. Þrífst í öllum sæmilega frjóum, vel framræstum jarðvegi. Má gjarnan vera sand- og malarborinn. Hentar í blönduð beð, raðir og þyrpingar með um 80 - 100 sm millibili. Danskt yrki. Eitt besta yrkið til framleiðslu á nýpum. Nýpur má nýta í sultur, grauta og te. Þær eru mjög C-vítamínríkar.