Rós ‘Lísa’ – Rosa rugosa ‘Lísa’
Harðgerð, í meðallagi hávaxin runnarós (1,5 m). Blómin stór, hálffyllt – fyllt, bleik og ilmandi. Þroskar rauðar nýpur á haustin. Gulir – rauðgulir haustlitir. Skríður út með rótarskotum. ‘Lísa’ er íslenskt yrki valið úr efniviði sem hingað barst úr Alaska-leiðangrinum árið 1985. Ígulrósablendingur að öllum líkindum. Hentar í raðir og þyrpingar, til að binda jarðveg í brekkum, villigarða og sumarbústaða-lönd.
Vörunr. b5de51a96675
Vöruflokkur: Rósir
Tengdar plöntur
Rós ‘Rote Max Graf’ – Rosa ‘Rote Max Graf’
Jarðlæg, þekjandi rós. Blómin meðalstór, rauð. Takmörkuð reynsla. Sólelsk.
Ígulrós ‘Hadda’ – Rosa rugosa ‘Hadda’
Harðgerð runnarós. Vaxtarlagið útbreitt. Hefur því þekjandi eiginleika. Hæð: 1 - 1,5 m. Blómin stór, hálffyllt, rauðfjólublá og ilmandi. Er með fyrstu ígulrósum að byrja að blómstra á sumrin. Blómgast fram á haust. Rauðar, flathnöttóttar nýpur þroskast að hausti. Blaðstönglar og axlarblöð rauðleit. Gulbrúnir haustlitir. Sólelsk. Þrífst best í aðeins sendnum/grýttum og vel framræstum jarðvegi. Blandið lífrænu efni (búfjáráburði/moltu) saman við jarðveginn við gróðursetningu. 'Hadda' hentar í breiðuplantanir til að þekja yfirborð og sem jaðarplanta í trjábeðum. Einnig í blönduð runnabeð, brekkur og þess háttar. Rótarkerfið skríður lítið sem ekkert út. 'Hadda' er úr smiðju Jóhanns Pálssonar og er blendingur R. rugosa 'Rotes Meer' x R. kamtschatica.
Meyjarós ‘Gréta’ – Rosa moyesii ‘Gréta’
All harðgerður meðalstór - stór runni (1,5 - 2,0 m). Blómin stór, bleik og einföld. Rauðar, flöskulaga nýpur. Sólelsk. Fer vel stakstæð eða í blönduð runnabeð. All plássfrek. Millibil alla vega 1,5 m.
Þyrnirós ‘Johannusmorsian’ – Rosa pimpinellifolia ‘Johannusmorsian’
Harðgerð fremur lágvaxin, þétt runnarós (1 m). Blómin ljóslillableik, hálffyllt, meðalstór og ilmandi. Blómgast í nokkrar vikur í júlí - ágúst. Svartar nýpur þroskast á haustin. Rauðgulir haustlitir. Mikið þyrnótt. Skríður eitthvað út með rótarskotum. Sólelsk. Nægjusöm. Hentar í blönduð beð, raðir, þyrpingar og villigarða. Millibil: 80 sm. Finnskt yrki. 'Johannusmorsian' merkir "jónsmessubrúður".
Rós ‘Hilda’ – Rosa ‘Hilda’
Rósin 'Hilda' er harðgerð runnarós sem verður um 1,5 m á hæð. 'Hilda' hentar í limgerði, þyrpingar, í brekkur og á opin svæði. Einnig þrífst hún í sumarhúsalóðum við litla umhirðu. Eins og aðrar rósir er hún sólelsk en þolir hálfskugga. 'Hilda' er framleidd og seld í Þöll á eigin rót. Hún hefur talsvert skriðult rótarkerfi. Blómin eru meðalstór, tvöföld, bleik og ilmandi. Blómgast í júlí - ágúst. Blómsæl. 'Hilda' er ein af rósum Jóhanns Pálssonar grasafræðings og fyrrverandi garðyrkjustjóra Reykjavíkur. 'Hilda' er blendingur milli ígulrósar 'Hadda' (R. rugosa 'Hadda') og fjallarósar (R. pendulina).
„Hansarós“ – Rosa rugosa ‘Hansa’
Harðgerð, meðalstór runnarós af ígulrósakyni (R. rugosa). Blómin stór, vel fyllt, rauðfjólblá og ilmandi. Lítið sem ekkert um nýpur. Rauðgulir haustlitir. Mjög algeng hérlendis. Mest notuð í raðir og þyrpingar. Millibil um 80 sm. Vind- og saltþolin. Skríður eitthvað út sé hún á eigin rót. Stundum kölluð "Vestmannaeyjarós". Tvímælalaust algengasta rósin í íslenskum görðum. Ekki er óalgengt að ígulrósir (R. rugosa) séu í daglegu tali kallaðar "hansarósir" þó að í raun eigi það aðeins við um þetta tiltekna yrki af ígulrós.
Rós ‘Skotta’ – Rosa ‘Skotta’
Harðgerður, lágvaxinn - meðalstór runni (1 - 1,5 m). Sólelsk. Blómin bleik, vel fyllt og ilmandi. Skriðul. Engar nýpur. Laufið ljósgrænt, stakfjaðrað og matt. Gulir haustlitir. Hentar í runnaþyrpingar, raðir, opin svæði, villigarða og þess háttar. Mjög blómsæl. Blómgast frá miðju sumri og fram á haust. Algeng í íslenskum görðum. Hefur í gegnum tíðina verið ranglega seld undir heitunum 'Betty Bland', 'Wasagaming', 'George Will' og þokkarós. 'Skotta' óx upp af fræi í Grasagarði Reykjavíkur árið 1965. Fræið kom frá grasagarðinum í Wageningen í Hollandi.
Rós ‘Rose de Rescht’ – Rosa ‘Rose de Rescht’
Fremur lágvaxin rós. Þéttfyllt og ilmandi. Þarf skjól og sól. Skríður ekki. Á myndinni sjást auk rósarinnar lauf "Brachyglottis" 'Sunshine'.