• Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Facebook
Menu
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
Stækka mynd
HeimRósir Ígulrós ‘Logafold’ – Rosa rugosa ‘Logafold’
Previous product
Bergflétta - Hedera helix
Back to products
Next product
Ígulrós 'Hadda' - Rosa rugosa 'Hadda'

Ígulrós ‘Logafold’ – Rosa rugosa ‘Logafold’

Rósin ‘Logafold’ er afrakstur rósakynbóta Jóhanns Pálssonar fyrrverandi garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar. ‘Logafold’ er harðgerð og þétt runnarós. Vind- og saltþolin enda af ígulrósakyni (R. rugosa). Blómin eru stór, léttfyllt, fallega skálformuð, rauðfjólublá – bleik og ilmandi. Langur blómgunartími. Rauðar nýpur. Sólelsk en þolir hálfskugga. Hæð um 1,5 m. Framleidd og seld í Þöll á eigin rót. Hentar í blönduð beð, raðir og þyrpingar með um 80 sm millibili. Getur einnig vaxið „villt“ í sumarhúsalöndum og þess háttar. ‘Logafold’ er úr smiðju Jóhanns Pálssonar grasafræðings. Hún er afkomandi R. ‘Charles Albanel x ?.

Vörunr. 0114bbda7e5a Vöruflokkur: Rósir
Deila með
Facebook Twitter Pinterest

Tengdar plöntur

Loka

Rós ‘George Will’ – Rosa rugosa ‘George Will’

Harðgerð, meðalstór runnarós af ígulrósakyni (R. rugosa). Blómin stór, fagurbleik, hálffyllt og ilmandi. Ekki mikið um nýpur. Rauðgulir haustlitir. Sólelsk. 'George Will' hentar í blönduð runna- og blómabeð, raðir, þyrpingar, sumarhúsalóðir og villigarða. Millibil um 80 sm. Sérlega blómviljug og snotur rós.
Loka

Rós ‘Lísa’ – Rosa rugosa ‘Lísa’

Harðgerð, í meðallagi hávaxin runnarós (1,5 m). Blómin stór, hálffyllt - fyllt, bleik og ilmandi. Þroskar rauðar nýpur á haustin. Gulir - rauðgulir haustlitir. Skríður út með rótarskotum. 'Lísa' er íslenskt yrki valið úr efniviði sem hingað barst úr Alaska-leiðangrinum árið 1985. Ígulrósablendingur að öllum líkindum. Hentar í raðir og þyrpingar, til að binda jarðveg í brekkum, villigarða og sumarbústaða-lönd.
Placeholder
Loka

Rós ‘Metis’ – Rosa ‘Metis’

Fínleg, lágvaxin runnarós. Almennt harðgerð. Laufið stakfjaðrað og gljándi. Blómin hálffyllt lillableik, fremur smá, ilmandi. Sólelsk. Hentar í beð með runnum og fjölæringum. Kanadísk yrki frá árinu 1967.
Placeholder
Loka

Rós ‘Örträsk’ – Rosa ‘Örträsk’ / ‘Örtelius’

Harðgerð, meðalhá runnarós (1,5 - 2,0 m). Talin blendingur ígulrósar (R. rugosa) og kanelrósar (R. majalis). Dreifir sér nokkuð út með rótarskotum. Blómin stór, hálffyllt, bleik og ilmandi. Blómgast frá miðju sumri og fram í frost. Þroskar rauðar nýpur sem má nýta til manneldis. Millibil 1 m. Hentar stakstæð, í blönduð beð, raðir og þyrpingar. Ættuð frá Lapplandi.
Loka

Rós ‘Hilda’ – Rosa ‘Hilda’

Rósin 'Hilda' er harðgerð runnarós sem verður um 1,5 m á hæð. 'Hilda' hentar í limgerði, þyrpingar, í brekkur og á opin svæði. Einnig þrífst hún í sumarhúsalóðum við litla umhirðu. Eins og aðrar rósir er hún sólelsk en þolir hálfskugga. 'Hilda' er framleidd og seld í Þöll á eigin rót. Hún hefur talsvert skriðult rótarkerfi. Blómin eru meðalstór, tvöföld, bleik og ilmandi. Blómgast í júlí - ágúst. Blómsæl. 'Hilda' er ein af rósum Jóhanns Pálssonar grasafræðings og fyrrverandi garðyrkjustjóra Reykjavíkur. 'Hilda' er blendingur milli ígulrósar 'Hadda' (R. rugosa 'Hadda') og fjallarósar (R. pendulina).
Loka

Ígulrós ‘Fru Dagmar Hastrup’ – Rosa rugosa ‘Fru Dagmar Hastrup’

Harðgerð, meðalstór runnarós (1 -1,5 m). Blómin stór, einföld, ljósbleik og ilmandi. Sólelsk. Vind- og saltþolin. Stórar rauðar nýpur. Aðeins skriðul. Hentar í blönduð beð, raðir og þyrpingar með um 80 - 100 sm millibili. Danskt yrki. Eitt besta yrkið til framleiðslu á nýpum. Nýpur má nýta í sultur, grauta og te. Þær eru mjög C-vítamínríkar.
Loka

Fjallarós ‘Lina’ – R. pendulina ‘Lina’

Harðgerður, meðalhár, þéttur runni. Hæð og breidd um 2 m. Laufið fagurgrænt, meðalstórt, fjaðrað. Blómin fremur smá, rauðbleik. Krónublöð ljósari nær miðju. Með fyrstu rósum að byrja að blómstra á sumrin jafnvel í júní. Rauðar, smáar, aflangar nýpur þroskast á haustin. Gulir - rauðgulir haustlitir. Nánast þyrnalaus. Sólelsk en þolir vel hálfskugga. Fjallarós hentar sérlega vel í raðir /limgerði og þyrpingar. Einnig falleg stakstæð. Þolir vel hóflega klippingu.
Placeholder
Loka

Rós ‘Rote Max Graf’ – Rosa ‘Rote Max Graf’

Jarðlæg, þekjandi rós. Blómin meðalstór, rauð. Takmörkuð reynsla. Sólelsk.
Kaldárselsvegi. Hafnarfirði
555 6455
skoghf@simnet.is
Tenglar
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
  • Plöntuleit
  • Skógræktarfélag Íslands
  • Yndisgróður
  • Lystigarður Akureyrar
  • Sumarhúsið og garðurinn
  • Grasagarður Reykjavíkur
  • Garðaflóra
  • Garðyrkjufélag Íslands
Plöntuleit
  • Tré
  • Runnar
  • Skógarplöntur
  • Ávaxtatré og berjarunnar
  • Tré og runnar í pottum
  • Klifurrunnar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar 2021
Hönnun: Veftorg vefþjónusta
loka
Start typing to see products you are looking for.
  • Menu
  • Categories
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Scroll To Top