Írabergflétta – Hedera hibernica
All harðgerður, sígrænn klifurrunni. Blöðin er talsvert stærri en á bergfléttu (H. helix), fagurgræn, gljáandi, heilrennd, egglaga og þrísepótt. Laufblöð á blómstrandi greinum eru frábrugðin. Þau eru smærri og yfirleitt oddbaugótt (sjá mynd). Blómgast á haustin. Blóm gulgræn í kollum, aldinið svart ber sem þroskast að vori. Blóm og ber sjást ekki oft hérlendis. Öll plantan ásamt berjunum eru vægt eitruð.
Festir sig á undirlagið með sérstökum heftirótum. Getur vaxið marga metra upp veggi og trjástofna. Skuggþolin. Þrífst best í mildu úthafsloftslagi í frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Getur einnig vaxið með jörðinni og þakið yfirborðið þar sem aðstæður leyfa. Hentar tæplega til rækunar inn til landsins. Sviðnar oft talsvert af salti og sólfari útmánaðanna en nær sér yfirleitt fljótt aftur. Þolir vel klippingu. Heimkynni: Atlantshafsströnd Evrópu. Bergfléttuætt (Araliaceae).