• Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Search
Menu
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
Stækka mynd
Heim Skógarplöntu-bakkar Jörfavíðir – Salix hookeriana ‘Katla’, ‘Gáski’, ‘Taða’ og ‘Sandi’
Þorrarunni 'Dawn' - Viburnum x bodnantense 'Dawn'
Back to products
Alaskaepli - Malus fusca

Jörfavíðir – Salix hookeriana ‘Katla’, ‘Gáski’, ‘Taða’ og ‘Sandi’

Mjög harðgerður, hávaxinn runni eða lágvaxið tré. Laufið heilrennt, yfirleitt sporöskjulaga og gljándi að ofan. Í fyrstu er laufið áberandi hært. Sprotar hærðir. Blómgast fyrir laufgun í apríl. Gulir haustlitir. Frýs stundum grænn. Sérbýll. Sólelskur. Jörfavíðir er almennt heilbrigður og laus við asparglittu og ryð. Fallegir karlreklar skreyta ‘Gáska’ og ‘Sanda’ á vorin. Þeir henta því vel afskornir í vorskreytingar. Jörfavíðir er sérlega hentugur í limgerði og skjólbelti á vindasömum stöðum og þar sem gætir saltákomu af hafi og vegum. 2-3 plöntur eru gróðursettar á hvern m. Jörfavíðir hentar almennt best í lágsveitum. Getur orðið fyrir haustkali inn til landsins. Klippið jörfavíði-limgerði/skjólbelti seinni part vetrar til að halda þeim í formi. Einnig getur þurft að klippa að sumri. ‘Katla’ er grófust og mest upprétt. ‘Taða’ er eins og nafnið gefur til kynna hálfkúlulaga hvað vaxtarlag varðar. ‘Töðu’ þarf ekki að klippa þar sem pláss er nægt til að halda henni þéttri niður við jörðu. Jörfavíðir þrífst best í sæmilega frjósömum og rakaheldnum jarðvegi. Má vera sendinn og malarborinn. Annars nægjusamur. Jörfavíðir er kenndur við breska grasafræðinginn Sir William Jackson Hooker (1785 – 1865). Heimkynni: Strandhéröð á vesturströnd N-Ameríku. Allt frá Alaska í norðri suður til Kaliforníu. Íslensku yrkin eru öll ættuð frá Alaska.

Vörunr. f114531dbea8 Vöruflokkar: Plöntur í limgerði/hekk, Skógarplöntu-bakkar, Tré og runnar í pottum
Share:

Tengdar plöntur

Bersarunni – Viburnum edule

Harðgerður, meðalhár runni (1,5 - 2,5 m). Hægvaxta - í meðallagi hraðvaxta. Rauðir og bleikir haustlitir. Rauð brum áberandi á veturna. Blómin hvít - bleik í litlum sveipum. Rauðgul, æt ber þroskast að hausti. Skuggþolinn en fallegastir haustlitir og mest berjauppskera í fullri sól. Bersarunni fer vel í blönduðum runnabeðum, röðum og þyrpingum. Berin má nýta í sultur og þess háttar. Þau eru sögð rík af andoxunarefnum. Heimkynni: Norðanverð N-Ameríka. Okkar bersarunnar eru allir vaxnir upp af fræi sem tínt er hérlendis. Íslenskur efniviður af bersarunna er trúlega allur frá Alaska.

Reyniviður / Ilmreynir / Reynir – Sorbus aucuparia

Harðgert, íslenskt, lágvaxið - meðalhátt tré (5 - 12 m). Stundum runni. Ýmist ein- eða margstofna. Laufið stakfjaðrað. Brumin hærð. Gulir - rauðir haustlitir. Blómin hvít, ilmandi í sveipum fyrri part sumars. Reyniberin sem þroskast að hausti eru rauð / rauðgul í stórum klösum. Vex víða villtur í íslenskri náttúru. Mjög algengt og vinsælt garðtré. Fer vel stakstæður eða fleiri saman í röðum eða þyrpingum. Lágmarks-millibil á milli trjáa 3 m. Mjög breytileg tegund. Talsvert skuggþolinn sérstaklega í æsku. Reyniáta getur verið vandamál. Klippið og snyrtið reyni á sumrin til að forðast smit af reyniátu. Þrífst í öllum sæmileg frjóum, framræstum jarðvegi. Sáir sér víða út, sérstaklega í kjarr- og skóglendi, í hraunum og giljum. Vinsæl beitarplanta og hverfur yfirleitt þar sem er sauðfjárbeit. Sama á við um svæði þar sem eru kanínur. Forðist að gras vaxa upp að ungum plöntum. Heimkynni: Stór hluti Evrópu og þar með talið Ísland og N-Asía. Lang útbreiddasta reynitegundin í heiminum.

Fagursýprus ‘Columnaris Glauca’ – Chamaecyparis lawsoniana ‘Columnaris Glauca’

Sígrænt smátré eða runni. Barrið hreisturlaga, blágrænt og ilmandi. Uppréttur vöxtur. Hæð hérlendis 2 - 3,5 m. Skjólþurfi en skuggþolinn. Hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri, raðir og ker í skjóli. Skýlið alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu.

Rauðgreni – Picea abies – íslensk kvæmi

Sígrænt, hávaxið tré. Krónan frekar mjóslegin samanborið við sitkagreni (P. sitchensis). Frekar hægvaxta og nálar ekki eins stingandi og á sitkagreni. Nálar fagurgrænar - gulgrænar. Skuggþolið. Þarf nokkuð gott skjól. Könglar all stórir. Rauðir í fyrstu. Sjást yfirleitt ekki fyrr en tré hafa náð nokkurra áratuga aldri. Prýðis jólatré. Rauðgreni sómir sér vel stakstætt en einnig í þyrpingum fleiri saman. Bil þarf að lágmarki að vera 3 m. Ekki algengt í görðum en víða í eldri skógræktar-reitum um land allt.

Birki / Ilmbjörk – Betula pubescens

Harðgert íslenskt tré. Hæð breytileg. Sólelskt. Í meðallagi hraðvaxið. Þrífst best í frjóum jarðvegi en annars nægjusamt. Getur lifað í all blautum jarðvegi. Lauf ilmar, sérstaklega á vorin í röku veðri. Haustlitur á ekta ilmbjörk er gulur. Eina trjátegundin sem myndað hefur skóga hérlendis frá því að síðustu ísöld lauk fyrir um 10.000 árum. Myndar gjarnan blendinga með fjalldrapa (B. nana). Blendingurinn kallast skógviðarbróðir og er misstór runni en ekki tré og mjög algengur í íslenskri náttúru, sérstaklega vestanlands. Skógviðarbróðir hefur yfirleitt dökkan / svartan börk, smágert lauf og rauðgulan haustlit. Birki hentar sem stakstætt tré eða fleiri saman í þyrpingum og röðum með að minnsta kosti 2,5 m millibili. Einnig notað til skógræktar og uppgræðslu. Vex þó hægt í ófrjóu landi. Birki hentar einnig í klippt limgerði á sólríkum stöðum. Upp á síðkastið hafa nýjar tegundir skordýra sem herja á birki numið land. Birkið okkar í Þöll er af Bæjarstaða-uppruna. Móðurtréin eru af yrkinu 'Embla'. Því fá tréin venjulega ljósan börk með aldrinum.

Alaskayllir / Rauðyllir – Sambucus racemosa ssp. arborescens

Harðgerður, stórvaxinn, grófur runni. Hæð: 3-5 m. Blómin mörg saman í kremuðum klasa í maí - júní. Berin eldrauð í ágúst. Fuglar sækja mjög í berin. Brumin gagnstæð. Laufblöðin stór, stakfjöðruð. Laufgast snemma á vorin. Gulir - brúnir haustlitir. Hraðvaxta. Mjög skuggþolinn. Þrífst í frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Sáir sér gjarnan út þar sem aðstæður leyfa. Góður til uppfyllingar í skuggsæl horn o.þ.h. Getur hæglega vaxið yfir aðrar plöntur og skyggt þær út. Virðist nokkuð saltþolinn. Þolir vel klippingu. Millibil 1,5 - 2,0 m. Berin má nýta í sultur, vín og fleira séu þau soðin og fræið, sem er eitrað, sigtað frá. Alaskayllir er sá yllir sem er algengastur hérlendis. Sú deilitegund (S. racemosa ssp. arborescens) eða afbrigði (S. racemosa var. racemosa) er ættað frá vestanverðri N-Ameríku.

Sitkagreni – Picea sitchensis

Mjög harðgert, stórvaxið, langlíft, sígrænt barrtré. Hraðvaxta. Vind- og saltþolið. Þolir vel klippingu. Þrífst best í brekkum þar sem er að finna ferskan jarðraka og jarðvegur er nokkuð frjór. Nálar dökkgrænar að ofanverðu en ljós-bláleitar að neðanverðu. Mjög stingandi. Könglar í fyrstu rauðleitir, seinna ljósbrúnir, pappírskenndir og meðalstórir. Þroskar köngla á nokkurra ára fresti eftir að 30 - 40 ára aldri er náð. Sum tré mynda þó köngla fyrr á æviskeiðinu. Börkur er fremur þunnur og er því sitkagreni ekki sérlega eldþolið tré. Viðurinn er léttur og hlutfallslega sterkur. Hann er m.a. notaður í hljóðfæri, flugvélar og báta. Útsprungin brum ná nota í greni-bjór og sýróp. Forðist að planta í frostpolla. Sumt af því sem kallað er sitkagreni kann að vera sitkabastarður / hvítsitkagreni (Picea x lutzii). Sitkagreni / sitkabastarður er lang algengasta grenið hérlendis. Sitkagreni er glæsilegt stakstætt, fer vel í röðum og þyrpingum. Einnig kjörið í skjólbelti og jafnvel klippt limgerði. Þó eru ekki öll sveitarfélög sem leyfa gróðursetningu sitkagrenis á lóðarmörkum (sjá byggingareglugerð) enda verður sitkagreni mjög stórvaxið með tímanum.  Eitt mest notaða tré í skógrækt hérlendis enda harðgert og gott timburtré. Stundum nýtt sem jólatré enda ágætlega barrheldið. Lang besta sígræna tréið til ræktunar við sjávarsíðuna eins og t.d. á Reykjanesi. Sitkagreni gerir kröfur um frjósemi jarðvegs svo setjið vel af moltu eða búfjáráburði við gróðursetningu. Þegar skógarplöntur eru gróðursettar skal setja nokkur korn af tilbúnum áburði með. Hæstu tré hérlendis eru sitkagreni á Kirkjubæjarklaustri, um 30 m á hæð (2022). Millibil við gróðursetningu að lágmarki 3 m. Stundum 2 m í skógrækt. Til frambúðar að lágmarki 4 - 5 m. Við framleiðum eingöngu sitkagreni af íslensku fræi. Heimkynni: Vestanverð N-Ameríka frá Alaska í norðri suður til Kaliforníu. Vex yfirleitt ekki langt frá ströndinni í heimkynnum sínum.
Placeholder

Rifs ‘Jonkheer van Tets’ – Ribes rubrum ‘Jonkheer van Tets’

Harðgerður berjarunni. Hæð: 1,0 - 1,5 m. Millibil: 80 - 100 sm. Uppskerumikið yrki. Ber þroskast í ágúst - byrjun september. Ber fremur sæt. Vinsæl í hlaup og þess háttar. Þolir vel hálfskugga en uppskerumest í fullri sól. Þrífst best í frjóum og rakaheldnum jarðvegi. Venjulega plantað í raðir ásamt öðrum berjarunnum eða eitt og sér. Hollenskt yrki.
Kaldárselsvegi. Hafnarfirði
555 6455
skoghf@simnet.is
Tenglar
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
  • Plöntuleit
  • Skógræktarfélag Íslands
  • Yndisgróður
  • Lystigarður Akureyrar
  • Sumarhúsið og garðurinn
  • Grasagarður Reykjavíkur
  • Garðaflóra
  • Garðyrkjufélag Íslands
Plöntuleit
  • Tré
  • Runnar
  • Skógarplöntur
  • Ávaxtatré og berjarunnar
  • Tré og runnar í pottum
  • Klifurrunnar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar 2021
Hönnun: Veftorg vefþjónusta
  • Menu
  • Categories
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Start typing to see products you are looking for.