Jóstaber – Ribes × nidigrolaria ‘Josta’
Harðgerður berjarunni. Hæð 1,5 – 1,8 m. Fjölbastarður sólberja (Ribes nigrum) og stikilsberja (R. uva-crispa) og skógarstikils (R. divaricatum).
Óþroskuð berin minna á stikilsber en fullþroskuð meira á sólber. Heilbrigt yrki. Ber notuð í sultur og þess háttar. Millibil: 1 m. Sólelsk en þola hálfskugga. Þrífst best í frjóum, sæmilega rökum jarðvegi en alls ekki blautum. Plantað í raðir með öðrum berjarunnum eða eitt og sér. Fremur fljóvaxin.
Vörunr.
7db098e2e9ce
Vöruflokkur: Ávaxtatré og berjarunnar
Tengdar plöntur
Stikilsber ‘Hinnonmäki’ – Ribes uva-crispa ‘Hinnonmäki’
Harðgerður, lágvaxinn (70 - 100 sm, stundum hærri), þyrnóttur berjarunni. Berin stór með áberandi æðum. Erum með annars vegar 'Hinnonmäki' með rauðbrúnum berjum og svo samsvarandi yrki með gulgrænum fullþroska berjum. Uppskerumikil yrki í fullri sól, sæmilega frjóum og rakaheldnum jarðvegi. Millibili 70 - 80 sm. Stikilsber þola hálfskugga en þá verður uppskeran minni. Berin má nýta í sultur, grauta og fleira. Finnsk yrki. Rifsþéla getur verið vandamál.
Hélurifs ‘Lukka’ – Ribes laxiflorum ‘Lukka’
Harðgerður, lágvaxinn (30 - 50 sm), jarðlægur runni. Laufið handflipótt. Laufgast í apríl. Rauðir haustlitir birtast strax í ágúst. Rauðbrún blóm í klasa í maí. Blá, héluð, , hærð, æt ber þroskast í lok júlí eða í ágúst. Má nýta í sultu og fleira.
Hélurifs 'Lukka' þrífst í sæmilega frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Skuggþolið en mest berjauppskera fæst í fullri sól. Hentar sem undirgróður undir trjám, í kanta, jaðra og þess háttar. Nóg er að planta 1 - 2 plöntum á fermetra. 'Lukka' er úrvalsyrki úr Lystigarði Akureyrar. Heimkynni: Vestanverð N-Ameríka. Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Berjablátoppur ‘Honey Bee’ – Lonicera caerulea ‘Honey Bee’
Harðgerður lágvaxinn - meðalstór, sumargrænn runni. Blómin gulgræn í apríl/maí. Aldinið blátt, aflangt, sætt og bragðgott ber sem þroskast síðsumars (ágúst). Berjablátoppur 'Honey Bee' er ekki sjálffrjóvgandi og þarf því frjó frá öðru yrki af blátopp til að þroska ber. Þrífst vel í hálfskugga en þroskar meira af berjum í sól. Þrífst vel í allri venjulegri garðmold. Millibil 80 - 100 sm. Reynsla af ræktun berjablátopps er ennþá takmörkuð. Helsta vandamálið hérlendis er að blómin skemmast gjarnan í vorfrostum sem veldur lítilli berjauppskeru. Berjablátoppur 'Honey Bee' er sagður sérlega góður til að frjóvga önnur yrki af berjablátopp. Berin á 'Honey Bee' eru sögð haldast sérlega vel á runnunum en ekki falla af eins og stundum gerist með önnur yrki. Kanadískt yrki.
Hesli – Corylus avellana – kvæmi: frönsku Alparnir
Sumargrænn runni. Óvíst er hversu hávaxið hesli getur orðið hérlendis en nú þegar eru til um 2 m háir runnar á höfuðborgarsvæðinu og ef til vill víðar. Hesli blómgast snemma vors. Blómin minn á rekla birkis (Betula spp.) og elris (Alnus spp.) enda er hesli af bjarkætt (Betulaceae). Hesli er tvíkynja en vissara er að hafa fleiri runna saman til að tryggja frævun og síðan frjóvgun. Óvíst er hvort heslihnetur nái að þroskast hérlendis þó það sé ekki ósennilegt í góðu árferði á hlýjum stöðum. Hesli þrífst best í rakaheldnum og steinefnaríkum jarðvegi. Þolir hálfskugga.
Hrútaber / Hrútaberjaklungur – Rubus saxatilis
Harðgerð, lágvaxin, íslensk jurt. Hæð um 10 - 20 sm. Hrútaberjaklungur er skuggþolið. Lauf þrífingruð. Rauðir haustlitir. Blóm fimmdeild, hvít á lit. Berin (steinaldin) eru rauð í klösum og má nýta í sultur (hrútaberjahlaup) og fleira. Hrútaber fjölga sér kynlaust með löngum renglum sem mynda smáplöntur sem skjóta rótum. Þrífst í allri sæmilega frjórri, vel framræstri mold. Prýðis þekjuplanta t.d. undir trjám og runnum. Hentar einnig í brekkur og skriður. Í skugga þroskast minna eða ekkert af berjum.
Roðakirsi – Prunus pensylvanicum
All harðgert, lágvaxið, einstofna eða margstofna tré eða runni. Hæð 3 - 7 m hérlendis. Blómin hvít í sveip. Aldinið rautt, lítið steinaldin/kirsiber, ætt. Rauðgulir - rauðir haustlitir. Börkur fallega gulbrúnn. Roðakirsi þrífst best á sólríkum stað í frjóum, vel framræstum jarðvegi. Hentar stakstætt eða fleiri saman í þyrpingum með 2,5 millibili hið minnsta. Fremur sjaldgæft hérlendis.