• Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Facebook
Menu
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
Awaiting product image
Stækka mynd
HeimÁvaxtatré og berjarunnar Jóstaber – Ribes × nidigrolaria ‘Josta’
Previous product
Ígulrós / skráprós - Rosa rugosa - Íslenskar fræplöntur
Back to products
Next product
Írabergflétta - Hedera hibernica

Jóstaber – Ribes × nidigrolaria ‘Josta’

Harðgerður berjarunni. Hæð 1,5 – 1,8 m. Fjölbastarður sólberja (Ribes nigrum) og stikilsberja (R. uva-crispa) og skógarstikils (R. divaricatum).

Óþroskuð berin minna á stikilsber en fullþroskuð meira á sólber. Heilbrigt yrki. Ber notuð í sultur og þess háttar. Millibil: 1 m. Sólelsk en þola hálfskugga. Þrífst best í frjóum, sæmilega rökum jarðvegi en alls ekki blautum. Plantað í raðir með öðrum berjarunnum eða eitt og sér. Fremur fljóvaxin.

Vörunr. 7db098e2e9ce Vöruflokkur: Ávaxtatré og berjarunnar
Deila með
Facebook Twitter Pinterest

Tengdar plöntur

Placeholder
Loka

Plóma – Prunus cerasifera – ‘Opal’

Prunus cerasifera ‘Opal’
Loka

Logalauf – Aronia melanocarpa – Íslenskar fræplöntur

All harðgerður, lágvaxinn - meðalhár (1,5 m) runni. Nýtt lauf rauðbrúnleitt. Hvít blóm í sveipum snemmsumars. Svört, æt ber þroskast í október í góðum árum. Skærrauðir haustlitir. Sólelskt en þolir hálfskugga. Logalauf fer vel í bland með öðrum runnum, í þyrpingum og röðum. Þolir ágætlega klippingu. Þarf nokkurt skjól og frjóan jarðveg til að þrífast og þroska ber.
Placeholder
Loka

Roðakirsi – Prunus pensylvanicum

All harðgert, lágvaxið, einstofna eða margstofna tré eða runni. Hæð 3 - 7 m hérlendis. Blómin hvít í sveip. Aldinið rautt, lítið steinaldin/kirsiber, ætt. Rauðgulir - rauðir haustlitir. Börkur fallega gulbrúnn. Roðakirsi þrífst best á sólríkum stað í frjóum, vel framræstum jarðvegi. Hentar stakstætt eða fleiri saman í þyrpingum með 2,5 millibili hið minnsta. Fremur sjaldgæft hérlendis.
Loka

Ígulrós / skráprós – Rosa rugosa – Íslenskar fræplöntur

Harðgerður, lágvaxinn - meðalhár runni (1 - 1,5 m). Blómin stór, einföld, yfirleitt rauðfjólublá, ilmandi. Stórar rauðar nýpur þroskast á haustin. Sólelsk. Vind- og saltþolin. Þrífst vel í sendnum og malarbornum jarðvegi. Skríður talsvert út með rótarskotum. Tilvalin til að binda jarðveg t.d. í brekkum, röskuðum svæðum og þess háttar. Einnig til framleiðslu á nýpum sem nota má í te, sultu, grauta og fleira. Einnig nefnd "garðarós", "skráprós" og jafnvel "hansarós". Hansarós (R. rugosa 'Hansa') er aftur móti vinsælt yrki af ígulrós með þéttfylltum, rauðfjólubláum blómum sem sjaldan þroskar nýpur.
Loka

Kirsiber ‘Stella’- Prunus avium ‘Stella’

Sæmilega harðgert, lítið tré/runni. Hæð: 2 - 4 m. Þarf skjólgóðan og sólríkan vaxtarstað til að þrífast og þroska aldin. Gróðursetjið í vel framræstan, frjóan jarðveg blandaðan lífrænum efnum (búfjáráburður/molta). Blómgast í júní og aldin þroskast í góðu árferði í ágúst - september. 'Stella' er sjálffrjóvgandi. Nefnist einnig "fuglakirsiber" og "sætkirsiber". Berjum hættir við að springa í vætutíð. Kanadískt yrki.
Placeholder
Loka

Rifs ‘Jonkheer van Tets’ – Ribes rubrum ‘Jonkheer van Tets’

Harðgerður berjarunni. Hæð: 1,0 - 1,5 m. Millibil: 80 - 100 sm. Uppskerumikið yrki. Ber þroskast í ágúst - byrjun september. Ber fremur sæt. Vinsæl í hlaup og þess háttar. Þolir vel hálfskugga en uppskerumest í fullri sól. Þrífst best í frjóum og rakaheldnum jarðvegi. Venjulega plantað í raðir ásamt öðrum berjarunnum eða eitt og sér. Hollenskt yrki.
Loka

Sólber ‘Melalathi’ – Ribes nigrum ‘Melalathi’

Harðgerður berjarunni. Hæð: 1 - 1,5 m. Uppréttur vöxtur samanborið við flest önnur sólberjayrki. Bragðgóð og stór ber. Uppskerumikið en berjaklasar þroskast missnemma. Eitt allra vinsælasta sólberjayrkið. Mest uppskera fæst í fullri sól en runnarnir þola vel hálfskugga. Millibil um 1 m. Sólber 'Melalathi' hentar vel sem jaðar- og undirgróður í skjólbeltum. Finnskt yrki.
Placeholder
Loka

Rifs ‘Hvítt Hollenskt’ – Ribes rubrum ‘Hvítt Hollenskt’

Harðgerður berjarunni. Hæð um 1,5 m. Millibil um 1 m. Berin ljós-gulgræn, sæt. Henta í sultur og hlaup. Fuglar sækja ekki eins mikið í berin og þessi rauðu hefðbundnu rifsber. Rifs 'Hvítt Hollenskt' þolir vel hálfskugga en mest uppskera fæst í fullri sól. Þrífst best í frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Setjið veðrað hrossatað eða moltu með við gróðursetningu. Setjið helst lag af moltu snemma vors árlega til að tryggja sem mesta uppskeru. Rifs 'Hvítt Hollenskt' er venjulega plantað í raðir t.d. meðfram matjurtagörðum ásamt öðrum berjarunnum.
Kaldárselsvegi. Hafnarfirði
555 6455
skoghf@simnet.is
Tenglar
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
  • Plöntuleit
  • Skógræktarfélag Íslands
  • Yndisgróður
  • Lystigarður Akureyrar
  • Sumarhúsið og garðurinn
  • Grasagarður Reykjavíkur
  • Garðaflóra
  • Garðyrkjufélag Íslands
Plöntuleit
  • Tré
  • Runnar
  • Skógarplöntur
  • Ávaxtatré og berjarunnar
  • Tré og runnar í pottum
  • Klifurrunnar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar 2021
Hönnun: Veftorg vefþjónusta
loka
Start typing to see products you are looking for.
  • Menu
  • Categories
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Scroll To Top