Klukkutoppur – Lonicera hispida
Mjög harðgerður, þéttur, meðalstór runni (1,5 m). Laufið gagnstætt, burstahært. Laufgast í lok apríl – maí. Blómin ljósgular, all stórar drjúpandi klukkur tvö og tvö saman í maílok – júní. Aldinið aflangt, pulsulaga, rauðgult ber sem þroskast í ágúst. Óætt. Þolir hálfskugga. Þrífst í venjulegri garðmold. Fer vel í runnaþyrpingum, röðum og þess háttar. Millibil 70 sm.
Vörunr. 738a9a7ed8e3
Vöruflokkar: Runnar, Tré og runnar í pottum
Tengdar plöntur
Japanskvistur ‘Eiríkur Rauði’ – Spiraea japonica ‘Eiríkur Rauði’
Harðgerður, þéttur fremur lágvaxinn runni. Blómin vínrauð - bleik í sveipum síðsumars. Rauðir haustlitir. Þolir hálfskugga. Hentar í ker, kanta, raðir, þyrpingar og blönduð beð. Klippið niður í um 20 - 30 sm hæð síðvetrar. Blómgast á árssprotann.
Sólbroddur ‘Laugardalur’ – Berberis thunbergii ‘Laugardalur’
Fremur harðgerður, þéttur, þyrnóttur, meðalstór runni. Hæð: 1,5 - 2,5 m. Nýtt lauf rauðleitt. Smá gul blóm. Sólelskur. Þolir vel klippingu. Skærrauðir haustlitir í október - nóvember. Þrífst best í venjulegri garðmold. Hentar í raðir, þyrpingar, í limgerði og stakstæður. Yrkið er fræplanta af B. thunbergii 'Golden Ring' að talið er sem sáð var til í Grasagarði Reykjavíkur, Laugardal. Vegna þess hve sólbroddur 'Laugardalur' heldur laufinu lengi fram eftir hausti hefur hann stundum ranglega verið talinn sígrænn. Einn allra útbreiddasti broddurinn (Berberis spp.) hérlendis.
Bjarkeyjarkvistur – Spiraea chamaedryfolia
Harðgerður, þéttur, meðalhár runni (1,5 m). Laufið matt, óreglulega tennt. greinar ljósbrúnar, áberandi hlykkjóttar. Blómin hvít í sveip. Fræflar skaga upp fyrir krónublöðin. Blómgast miðsumars eða fyrir mitt sumar í lok júní og fram í júlí. Gulir haustlitir. Bjarkeyjarkvistur hefur aðeins skriðullt rótarkerfi. Þolir vel hálfskugga. Þrífst í allri venjulegri garðmold. Hentar í runnaþyrpingar, raðir og undir stórum trjám.
Hnjúkarifs / Jöklarifs- Ribes glaciale
Harðgerður, þéttur, meðalhár runni. Sprotar áberandi rauðir. Minnir annars á fjallarifs (Ribes alpinum). Börkur flagnar af í rauðbrúnum næfrum. Hentar í limgerði, klippt eða óklippt. Þolir vel hálfskugga.
Sýrena ‘Villa Nova’ – Syringa ‘Villa Nova’
Harðgerður, stórvaxinn runni (3 - 4 m). Blómin fjólubleik, mörg saman í stórum klasa, ilmandi. Þolir hálfskugga. Þrífst vel í venjulegri garðmold. Ein allra besta sýrenan. Fer vel stakstæð, aftarlega í blönduðum runna- og blómabeðum eða fleiri saman í þyrpingum eða röðum. Millibil 2 m. Ekki er nákvæmlega vitað um uppruna þessa yrkis. Sýrenan mun vera kennd við Vilhjálm Sigtryggsson fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Töfratré / Töfrasproti – Dapne mezereum
Harðgerður runni um 1 m eða rúmlega það á hæð. Blómgast seinni part vetrar eða snemma á vorin allt eftir árferði eða frá mars og fram í maí. Blómin fjólubleik, ilmandi. Þroskar rauð, eitruð ber á haustin. Þolir hálfskugga. Töfratré sómir sér stakstætt en einnig í blönduðum beðum með öðrum gróðri.
Lensuvíðir ‘Ljómi’ – Salix lasiandra ‘Ljómi’
All harðgerður stórvaxinn runni eða lítið tré (3 - 5 m). Laufið áberandi glansandi. Gulir haustlitir. Reklarnir eru ekki sérstaklega áberandi. Minnir í útliti nokkuð á bambus. Sólelskur. Hentar stakstæður, í raðir, þyrpingar, í bland með öðrum gróðri og í klippt limgerði. Fremur hraðvaxta. Karlkyns yrki valið úr efnivið úr Alaska-leiðangi Óla Vals Hanssonar og félaga árið 1985.
Þorrarunni ‘Dawn’ – Viburnum x bodnantense ‘Dawn’
Sumargrænn, meðalhár runni (1,5 - 2,5 m). Ung lauf bronslituð. Þorrarunni blómgast að vetri til eða réttara sagt hann getur blómgast frá hausti og fram á vor. Blómin eru rauð í knúpp en bleik útsprungin mörg saman í sveip, ilmandi. Þolir vel hálfskugga. Þorrarunni er glæsilegur stakstæður en einnig fleiri saman í þyrpingu með um 1 m millibili. Þorrarunni virðist harðgerður á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Fremur sjaldgæfur í ræktun enn sem komið er.