Kólýmavíðir / Fljótavíðir ‘Hólmfríður’ – Salix schwerinii ‘Hólmfríður’
All harðgerður, stórvaxinn, hraðvaxta runni eða margstofna tré. Hæð um 3 – 5 m eða jafnvel meir. Laufin eru mjó-lensulaga, 15-20 sm á lengd, silkidúnhærð að neðan og langydd. Nær hárlaus að ofan. Vex best í næringarríkum, sæmilega rökum jarðvegi. Sólelskur. Kólýmavíðir fer vel við tjarnir, læki og þess háttar. Best fer á því að klippa hann niður annað til þriðja hvert ár til halda honum þéttum og frísklegum. Við reglulega niðurklippingu myndar kólýmavíðir langar víðitágar sem ættu að henta til körfugerðar og þess háttar. Yrkið ‘Hólmfríður’ er gjöf til Hólmfríðar Finnbogadóttur (1931 – 2019) sem var lengi formaður og síðan framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hfj frá Brynjólfi Jónssyni framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands. Yrki þetta er vaxið upp af græðlingum sem teknir voru í Esso (söfnunarnr. 93-053) á Kamsjatka-skaganum í Rússlandi í ferð Brynjólfs og Óla Vals til Kamsjatka árið 1993. Kólýmavíðir er sjaldæfur hérlendis. Minnir í útliti á körfuvíði (S. viminalis). Heimkynni: NA-Asía.