Kóreulífviður – Thuja koraiensis – Hallormsstaður
Sígrænn runni eða tré (1,5 – 5 m). Barrið hreisturlaga. Áberandi hvítt að neðanverðu. Könglar smáir. Skuggþolinn. Hægvaxta. Hentar sem undirgróður undir stærri trjám, í blönduð beð með ekki of ágengum gróðri t.d. öðrum sígrænum runnum og smátrjám. Harðgerðasti lífviðurinn (Thuja sp.).
Vörunr. 44470b4d3c18
Vöruflokkur: Sígrænir runnar og sígræn smátré
Tengdar plöntur
Garðaýr ‘Hatfieldii’ – Taxus x media ‘Hatfieldii’
Hægvaxta, þéttur, sígrænn runni. Barrið dökkgrænt og mjúkt. Vaxtarlagið upprétt, breiðkeilulaga. Hæð 2 - 3 m á löngum tíma. Skuggþolinn. Ef hann fær skjól er hann harðgerður. Þrífst í venjulegri garðmold sem ekki er of blaut. Þolir vel klippingu. Gjarnan notaður í limgerði erlendis en full hægvaxta í það hlutverk hérlendis. Garðaýr 'Hatfieldii' hentar í blönduð runnabeð, sem undirgróður undir trjám og í ker/potta í skjóli. Eitraður sé hans neytt.
Einir – Juniperus communis – Undirhlíðar-Hfj
Harðgerður, sígrænn, lágvaxinn runni (30 - 120 sm). Ýmist jarðlægur eða hálfuppréttur. Sérbýll. Kvenplöntur þroska einiber á tveimur árum. Þau má nýta í matargerð. Sólelskur. Hægvaxta. Einir hentar í ker, hleðslur, kanta og þess háttar. Einnig í blönduð beð með öðrum sígrænum runnum. Jarðlæg yrki nokkuð þekjandi. Vex villtur víða um land.
Einir / Írlandseinir – Juniperus communis ‘Hibernica’
Sígrænt, súlulaga smátré. Hæð allt að 2 m. Hægvaxta. Barrið stingandi. Sólelskur en þolir hálfskugga. Skjólþurfi. Hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri og í ker í skjóli. Skýlið írlandseini að minnsta kosti fyrsta veturinn eftir gróðursetningu.
Hélubroddur ‘Jytte’ – Berberis candidula ‘Jytte’
All harðgerður, þéttur, sígrænn, lágvaxinn runni (50 - 100 sm). Greinar mikið þyrnóttar. Laufið dökkgrænt og gljándi á efra borði. Laufið er aftur á móti "hvíthélað" að neðan. Gjarnan ber á roða í laufinu yfir vetrarmánuðina. Blómin gul, smá, ilmandi fyrri part sumars. Aldinið svarblátt ber. Þolir hálfskugga. Þarf þokkalegt skjól. Hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri og jafnvel í ker.
Fagurlim / Búxus ‘Variegata’ – Buxus sempervirens ‘Variegata’
Lágvaxinn, þéttur, hægvaxta runni. Hæð: 50 - 100 sm. Laufið hvít-yrjótt. Þrífst aðeins í góðu skjóli í hlýjustu sveitum landsins. Heppilegri í kalda garðskála. Þolir hálfskugga.
Hunangstoppur ‘Little Honey’ – Lonicera crassifolia ‘Little Honey’
Jarðlægur, sígrænn, hægvaxta dvergrunni. Blöðin smá, kringlótt og gljáandi. Dökkgræn en gjarnan vínrauð á veturna. Blómin gul, nokkur saman í krans miðsumars. Aldinið svart ber. Sólelskur en þolir hálfskugga. Nýlegur í ræktun og reynsla því takmörkuð. Hentar í hleðslur, kanta og ker í vel framræstum jarðvegi. Heimkynni: Kína.
Kanadalífviður ‘Tiny Tim’ – Thuja occidentalis ‘Tiny Tim’
Sígrænn, þéttur, kúlulaga, lágvaxinn runni (1 m). Barrið er hreisturkennt og ilmandi. Þrífst í skjóli. Þolir vel hálfskugga. Kanadalífviður 'Tiny Tim' fer vel í beðum með öðrum lágvöxnum gróðri framan við hús og við dvalarsvæði. Getur lifað í pottum í góðu skjóli. Hægvaxta. Vex í kúlu eins og hann sé klipptur til.
Hörpulauf ‘Hermann’ – Vinca minor ‘Hermann’
Þokkalega harðgerður, alveg jarðlægur, sígrænn hálfrunni. Blómin fremur stór, blá. Blómstrar mest allt sumarið. Þolir vel hálfskugga. Þarf nokkurt skjól. Greinar skjóta rótum þar sem þær komast í snertingu við jarðveg. Hörpulauf fer vel sem undirgróður undir trjám og runnum sem varpa ekki of miklum skugga. Þolir ekki vel samkeppni við ágengar tegundir. Stundum kelur hörpulauf. Dauðar greinar eru þá klipptar að vori. Yfirleitt vaxa nýir sprotar hratt fram aftur. Yrkið er kennt við Hermann Lundholm garðyrkjumann (1917 - 2007).