Kristsþyrnir ‘Blue Prince’ – Ilex x meserveae ‘Blue Prince’
Þokkalega harðgerður, hægvaxta, sígrænn, þéttur runni. Laufið blágrænt og þyrnótt á jöðrunum. Sprotar og ungar greinar dökk-fjólublá. Blómin smá, hvít fyrri part sumars. Þolir að vaxa í hálfskugga. Karlkyns yrki. Hentar sem frjógjafi fyrir kvk yrkin ‘Blue Princess’ og ‘Blue Angel’. Þrífst í frjórum, vel framræstum, aðeins súrum jarðvegi. Með harðgerðustu kristsþyrnum fyrir íslenskar aðstæður.
‘Blue Prince’ hentar í blönduð beð með t.d. öðrum sígrænum runnum eins og auðvitað kvk yrkjum kristsþyrnis á borð við ‘Blue Angel’ og ‘Blue Princess’. Hentar einnig með lyngrósum en kristsþyrnar gera svipaðar kröfur til jarðvegs og skjóls.
Ilex x meserveae er blendingur á milli I. aquifolium og I. rugosa. Það var Kathleen K. Meserve frá St. James, New York sem upp úr 1950 víxlaði og kom á markaðinn yrkjum þessa blendings með það að markmiði að fá fram harðgerða kristsþyrna fyrir norðanverð Bandaríkin.