• Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Menu
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
Stækka mynd
HeimSígrænir runnar og sígræn smátré Lárheggur ‘Herbergii’ – Prunus laurocerasus ‘Herbergii’
Previous product
Loðvíðir 'Laugabrekka' - Salix lanata 'Laugabrekka'
Back to products
Next product
Japansstör 'Ice Dance' - Carex morrowii 'Ice Dance'

Lárheggur ‘Herbergii’ – Prunus laurocerasus ‘Herbergii’

Fremur viðkvæmur, , þéttur, sígrænn, lágvaxinn runni. Laufið heilrennt, dökkgrænt og gljáandi. Blómin hvít í klösum fyrri part sumars. Þrífst aðeins í góðu skjóli í frjóum rakaheldum, gjarnan aðeins súrum jarðvegi. Þolir vel hálfskugga. Mjög hægvaxta. Hentar í blönduð beð með t.d. lyngrósum og öðrum sígrænum runnum. Sjaldgæfur hérlendis enda ekki öruggur í ræktun.

Vöruflokkur: Sígrænir runnar og sígræn smátré
Deila með

Tengdar plöntur

Loka

Himalajaeinir / Keilubláeinir – Juniperus squamata ‘Blue Swede’

Fremur lágvaxinn, þéttur, sígrænn runni. Hæð um 50 - 70 sm en stundum hærri í góðu skjóli. Barrið ljósblá-grænt. Stundum aðeins brúnleitt á veturna. Sólelskur en þolir hálfskugga. 'Blue Swede' einirinn hentar í ker, blönduð beð með sígrænum gróðri, steinabeð, hleðslur, kanta og þess háttar.
Loka

Fjallaþöll – Tsuga mertensiana – Íslensk kvæmi

Lágvaxið - meðalstórt tré hérlendis. Stundum aðeins runni. Barrið dökk-blágrænt. Aðeins ljósara að neðan. Könglar meðalstórir, tunnulaga, rauðbrúnir - brúnir. Skuggþolin. Hægvaxnari samanborið við marþöll (Tsuga heterophylla). Þrífst betur í innsveitum heldur en úti við ströndina. Fjallaþöll er falleg í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri. Einnig gróðursett undir skerm í skógi.
Loka

Einir / Írlandseinir – Juniperus communis ‘Hibernica’

Sígrænt, súlulaga smátré. Hæð allt að 2 m. Hægvaxta. Barrið stingandi. Sólelskur en þolir hálfskugga. Skjólþurfi. Hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri og í ker í skjóli. Skýlið írlandseini að minnsta kosti fyrsta veturinn eftir gróðursetningu.
Loka

Hreiðurgreni / Sátugreni – Picea abies ‘Nidiformis’

Lágvaxinn, flatvaxinn, sígrænn, þéttur runni. Hæð um 50 sm. Breidd allt að 100 sm. Hægvaxta. Myndar engan topp. Barrið smágert, ljósgrænt - gulgrænt. Skjólþurfi og skuggþolið. Hentar í beð með sígrænum gróðri, sem undirgróður, ker í skjóli og hleðslur. Þrífst í allri venjulegri garðmold.
Loka

Lyngrós ‘Rabatz’ – Rhododendron ‘Rabatz’

Sígrænn runni. Hæð 1 - 1,5 m. Blómin stór, rauð, trektlaga, mörg saman á greinarendum í júní eða fram að mánaðarmótum júní/júlí. Skjólþurfi. Gróðursetjið í mómold blandaðri gömlu hrossataði og furunálum. Varist að planta lyngrósum of djúpt. Vökvið vel eftir gróðursetningu og næstu daga á eftir. Rakið laufi að lyngrósum að hausti. Mælt er með kurli í lyngrósabeð. Setjið moltu yfir lyngrósabeð að vori eða berið sem svarar einni matskeið af blönduðum garðáburði á hverja lyngrós í maí. Ekki meira en það árlega! Dreifið áburðinum vel. Skýlið alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. Mælt er með skýli úr striga sem nær aðeins uppfyrir plöntuna, er opið að ofan og snertir ekki blöðin. Þolir hálfskugga. Lyngrósin 'Rabatz' þrífst eingöngu í góðu skjóli í vel grónum hverfum. Reynsla hérlendis er ennþá takmörkuð. Þessi lyngrósarblendingur er úr smiðju H. Hachmann, Þýskalandi 1984.
Loka

Fagursýprus ‘Columnaris Glauca’ – Chamaecyparis lawsoniana ‘Columnaris Glauca’

Sígrænt smátré eða runni. Barrið hreisturlaga, blágrænt og ilmandi. Uppréttur vöxtur. Hæð hérlendis 2 - 3,5 m. Skjólþurfi en skuggþolinn. Hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri, raðir og ker í skjóli. Skýlið alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu.
Loka

Breiðumispill ‘Skogholm’ – Cotoneaster dammeri ‘Skogholm’

All harðgerður, sígrænn, jarðlægur, þekjandi runni. Laufið dökkgrænt, heilrennt. Stundum vill laufið sviðna að vetri til en það lagast fljótlega aftur. Blómin hvít, smá, stjörnulaga snemmsumars. Stundum þroskast rauðgul ber á haustin. Þolir hálfskugga. Tilvalinn í hleðslur, kanta, upp á veggi, í ker og þess háttar. Greinarnar geta með tímanum slútað niður um 2 m. Vinsæl garðplanta hérlendis. Fjótvaxnari samanborið við skriðmispil (C. apiculatus). Þrífst í allri venjulegri, vel framræstri garðmold. 'Skogholm' er sænskt úrvalsyrki frá árinu 1941.
Loka

Fagursýprus ‘Ellwood’s Gold’ – Chamaecyparis lawsoniana ‘Ellwood’s Gold’

Sígrænt (sígullt), smátré eða runni. Upprétt vaxtarlag. Barrið hreisturlaga ljósgrænt - gult. Skjólþurfi en þolir hálfskugga. Hentar í beð með öðrum sígrænum gróðri, raðir, ker í skjóli og þess háttar. Þrífst í allri venjulegri garðmold. Lýsir upp framan við dimman bakgrunn. Hægvaxta.
Kaldárselsvegi. Hafnarfirði
555 6455
skoghf@simnet.is
Tenglar
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
  • Plöntuleit
  • Skógræktarfélag Íslands
  • Yndisgróður
  • Lystigarður Akureyrar
  • Sumarhúsið og garðurinn
  • Grasagarður Reykjavíkur
  • Garðaflóra
  • Garðyrkjufélag Íslands
Plöntuleit
  • Tré
  • Runnar
  • Skógarplöntur
  • Ávaxtatré og berjarunnar
  • Tré og runnar í pottum
  • Klifurrunnar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar 2021
Hönnun: Veftorg vefþjónusta
  • Menu
  • Categories
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Start typing to see products you are looking for.