Lundahæra ‘Marginata’ – Luzula sylvatica ‘Marginata’
All harðgerð, sígræn, fjölær jurt. Graskennd jurt með kremhvíta blaðjaðra. Gisin hár á blaðjöðrum. Blómin smá, brún blómhnoð í klasa sem standa upp úr blaðbreiðunni. All þekjandi og skuggþolin. Hentar sem undirgróður undir trjám og runnum í rökum – þurrum jarðvegi.
Vöruflokkar: Fjölærar jurtir, Þekjuplöntur
Tengdar plöntur
Álfakollur – Stachys grandiflora
Harðgerður, meðalhá, fjölær jurt. Blómin fjólublá í uppréttum kollum síðsumars. Þolir hálfskugga. Þrífst vel í venjulegri garðmold.
Lundahæra – Luzula sylvatica
All harðgerð, sígræn, fjölær, graskennd jurt. Hæð: 30 - 70 sm. Laufið gljáandi. Hært á blaðjöðrum. Blómhnoð í smáum klösum sem standa upp úr blaðbreiðunni, brún en ekki áberandi. Lundahæra er all skuggþolin. Hentar sem þekjandi undirgróður undir trjám og runnum, í beðjöðrum, við tjarnir og læki. Þrífst vel í rökum - meðalrökum jarðvegi. Þolin gagnvart breytilegu sýrustigi jarðvegs þó hún vaxi venjulega villt í súrum jarðvegi. Heimkynni Evrópa og SV-Asía.
Gullbjalla – Pulsatilla aurea
Fremur lágvaxin fjölær jurt (10 – 50 sm). Lauf tvífjaðurskipt. Blómin stór, gul. Blómgast miðsumars. Heimkynni: Kákasus. Þrífst best í
Músagin – Cymbalaria pallida
Harðgerð, lágvaxin fjölær jurt. Blómin fjólublá. Þrífst vel í sendnum jarðvegi. Hentar í hleðslur og steinhæðir. Skríður mikið út.
Piparmynta – Mentha x piperita
All harðgerð, fjölær jurt. Hæð um 35 - 60 sm. Ný lauf áberandi dökk-purpurarauð. Blómin lillablá. Birtast seint og stundum ekki. Ófrjór blendingur en skríður talsvert út með jarðrenglum. Ilmandi krydd- og tejurt. Þrífst best í frjósömum og rökum jarðvegi. Getur vaxið með rótarkerfið ofan í vatni við lækjarbakka. Þolir vel hálfskugga. Piparmynta er ómissandi hluti af matjurtagarðinum. Einnig tilvalinn til ræktunar í pottum. Þarf nægt vatn til að þrífast. Lauf og blóm eru nýtt fersk og þurrkuð.
Skildir – Ligularia spp.
Harðgerðar, stórvaxnar, fjölærar jurtir. Blómin gul, gjarnan í turnlaga blómskipunum. Þola vel hálfskugga. Vaxa gjarnan í frjóu deiglendi. Skildir henta aftarlega í blönduðum blómabeðum, við tjarnir og þess háttar. Þurfa yfirleitt ekki stuðning. Heimkynni: Evrasía.
Venusvagn / Bláhjálmur – Aconitum napellus
Harðgerð, all hávaxin fjölær jurt. Hæð allt að 1 m. Blómin dökkfjólublá síðsumars. Mjög eitraður sé hans neitt. Þolir vel hálfskugga. Venusvagn er mjög vindþolinn og leggst ekki niður í roki og þarf því ekki uppbindingu. Þrífst vel í venjulegri garðmold. Þolir vel hálfskugga.
Völskueyra – Cerastium tomentosum
Harðgerð, fjölær, breiðumyndandi, fjölær jurt. Hæð: 15 - 30 sm. Laufið gráloðið, hálfsígrænt. Blómin hvít, miðsumars. Blómsælt. Þrífst best í þurrum, malarbornum jarðvegi á sólríkum stað. Þolir þó hálfskugga. Völskueyra hentar í hleðslur, steinhæðir, ker og þess háttar. Breiðist talsvert út. Heimkynni: Fjalllendi SA-Evrópu.