Lyngrós ‘English Roseum’ – Rhododendron ‘English Roseum’
Sígrænn runni. Hæð: 1,5 m. Blómin lillableik í stórum, endastæðum hnapp í júní. Þrífst best í skjóli. Þolir hálfskugga. Eins og flestar aðrar lyngrósir þrífst ‘English Roseum’ best í fremur súrum jarðvegi. Forðist að setja kalk í jarðveginn. Við gróðursetningu borgar sig að setja saman við jarðveginn furunálar og staðið hrossatað. Íslensk mómold hentar lyngrósum vel. Jarðvegur þarf alltaf að vera rakur en alls ekki blautur. Rakið laufi að lyngrósinni að hausti. Skýlið með striga alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. ‘English Roseum’ hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri eða í raðir og þyrpingar í grónum lóðum með um 1 m millibili. Líkist mjög lyngrósinni ‘Roseum Elegans’ en sumir telja þessar tvær eina og sama yrkið!
Vöruflokkur: Lyngrósir
Tengdar plöntur
Lyngrós ‘Cunningham’s White’ – Rhododendron ‘Cunningham’s White’
Yfirleitt fremur lágvaxinn runni (1 - 1,5 m). Laufin fremur stór, sígræn, heilrennd. Blómin stór, trektlaga í krans í lok maí - júní. Bleik í knúpp en hvít útsprungin með ljósum dröfnum. Þrífst best í skógarskjóli og grónum görðum. Gerir ekki sérstakar kröfur til sýrustigs jarðvegs. Þrífst vel í mómold. Blandið furunálum og veðruðu hrossataði í holuna við gróðursetningu. Skýlið afmarkað fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. Berið smávegis af tilbúnum áburði árlega á vorin. Gott er að raka laufi að lyngrósum að hausti. Þolir vel hálfskugga. Ein auðveldasta lyngrósin í ræktun og tilvalin fyrir byrjendur í lyngrósaræktun. Ranabjalla getur verið vandamál.
Lyngrós ‘Rabatz’ – Rhododendron ‘Rabatz’
Sígrænn runni. Hæð 1 - 1,5 m. Blómin stór, rauð, trektlaga, mörg saman á greinarendum í júní eða fram að mánaðarmótum júní/júlí. Skjólþurfi. Gróðursetjið í mómold blandaðri gömlu hrossataði og furunálum. Varist að planta lyngrósum of djúpt. Vökvið vel eftir gróðursetningu og næstu daga á eftir. Rakið laufi að lyngrósum að hausti. Mælt er með kurli í lyngrósabeð. Setjið moltu yfir lyngrósabeð að vori eða berið sem svarar einni matskeið af blönduðum garðáburði á hverja lyngrós í maí. Ekki meira en það árlega! Dreifið áburðinum vel. Skýlið alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. Mælt er með skýli úr striga sem nær aðeins uppfyrir plöntuna, er opið að ofan og snertir ekki blöðin. Þolir hálfskugga. Lyngrósin 'Rabatz' þrífst eingöngu í góðu skjóli í vel grónum hverfum. Reynsla hérlendis er ennþá takmörkuð. Þessi lyngrósarblendingur er úr smiðju H. Hachmann, Þýskalandi 1984.
Dröfnulyngrós ‘Grandiflorum’ – Rhododendron catawbiense ‘Grandiflorum’
Lágvaxinn - meðalstór runni (1,5 m). Laufið all stórt, sígrænt. Blómin trektlaga, fjólubleik með rauðbrúnum dröfnum í krönsum í júní. Þarf nokkurt skjól. Þolir hálfskugga. Þrífst best í grónum görðum og skógarskjóli. Gróðursetjið í blöndu af mómold, furunálum og veðruðu hrossataði. Ein algengasta lyngrósin hérlendis.
Tindalyngrós ‘Koichiro Wada’ – Rhododendron yakushimanum ‘Koichiro Wada’
Þéttur, hægvaxta, sígrænn, þéttur runni. Hæð og breidd um 60 - 70 sm. Blómin eru bleik í knúpp en hvít, bjöllulaga, mörg saman í júní. Laufið áberandi kúpt, heilrennt, öfuglensulaga, hvítloðið í fyrstu síðan dökkgræn. Laufblöð hvítloðin að neðan í fyrstu en síðan brúnloðin að neðanverðu.
Skjólþurfi. Þolir hálfskugga. Gróðursetjið í mómold, blandaðri gömlu hrossataði og furunálum. Varist að planta tindalyngrós of djúpt. Gott er að setja moltu yfir lyngrósabeðin árlega eða bera á tilbúinn blandaðan áburð sem nemur um einni sléttfullri matskeið á hverja plöntu í maí.
Hentar saman með öðrum lyngrósum, lyngi og sígrænum runnum á skjólsælum stað. Tegundin er ættuð frá japönsku eyjunni Yakushima. Þetta úrvalsyrki er kennt við japanskan garðyrkjumann, Koichiro Wada, sem sendi úrvalsefnivið af tindalyngrós til Rothchild frá Exbury í Cornwall, Englandi á fjórða áratug síðustu aldar. Rothchild var á þessum tíma frægasti lyngrósasérfræðingurinn.
Lyngrós ‘Baden Baden’ – Rhododendron ‘Baden Baden’
Lágvaxinn, sígrænn runni (50 sm). Blómin rauð í maí - júní. Þrífst best í þokkalegu skjóli. Þolir hálfskugga. Þrífst best í mómold, blönduðum furunálum og gömlu hrossataði. Skýlið að minnsta kosti fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. Fer í best í blönduðum beðum með öðrum lyngrósum, lyngi, barrviðum og þess háttar. Almennt talin besta rauðblómstrandi lyngrósin fyrir íslenskar aðstæður.
Lyngrós / Tindalyngrós ‘Karminkissen’ – Rhododendron ‘Karminkissen’
Lágvaxinn, þéttur, hægvaxta sígrænn runni. Hæð 40 - 50 sm. Breidd um 70 sm. Þúfulaga eða púðalaga vaxtarlag (Kissen = púði). Laufið dökkgrænt, ögn gljáandi, lensulaga, heilrent um 3 x 10 sm á stærð. Laufblöðin eru gráloðin á neðra borði. Blómin klukkulaga, dökkrauðbleik og sitja mörg saman á greinaendum. Blómgast í júní. Skjólþurfi. Þrífst vel í hálfskugga.
Gróðursetjið 'Karminkissen' í mómold og blandið dauðum furunálum og gömlu hrassataði í jarveginn. Gróðursetjið lyngrósina í sömu dýpt og hún stendur í pottinum þegar þú fékkst hana í hendur. Vökvið vel eftir gróðursetningu og næstu daga þar á eftir. Skýlið lyngrósinni alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. 'Karminkissen' hentar framarlega í beð með öðrum lyngrósum og sígrænum runnum. Þýskt yrki úr smiðju H. Hachmann frá árinu 2005. Foreldrar eru tindalyngrósin R. yakushimanum 'Koichiro Wada' x R. 'Ruby Hart'. Lyngætt (Ericaceae).
Hjallalyngrós – Rhododendron hirsutum
Lágvaxinn, sígrænn runni, fínlegur runni. Hæð um 50 sm. Stundum hávaxnari. Laufin fremur smá, 1 - 3 sm á lengd og allt að 1,5 sm á breidd, oddbaugótt - öfugegglaga með áberandi hærðum jöðrum. Blöð heilrennd eða smátennt. Efra borð blaða hárlaust, gljáandi ljósgrænt. Blómin bleik, ilmandi, nokkur saman í endastæðum klösum. Hvert og eitt blóm klukkulaga - trektlaga um 1,5 sm á lengd og breidd. Blómgast seinni part júní en aðallega í júlí.
Vex ólíkt flestum lyngrósum í kalkríkum jarðvegi í sínum heimkynnum. Þrífst best í sæmilega frjóum, rakaheldnum jarðvegi í sæmilegu skjóli. Hérlendis þrífst hún vel í mómold. Varist að gróðursetja of djúpt. Farið valega í áburðargjöf. Nóg er að bera á sem nemur einni slétt fullri teskeið af blákorni eða álíka áburði í maí í kringum hverja plöntu. Smá lag af hrossataði eða moltu ofan á beðið gæti komið í staðin. Þolir vel hálfskugga. Hjallalyngrós fer vel í hleðslum, steinhæðum og fremst í runna- og fjölæringabeðum. Ein allra harðgerðasta lyngrósin sem völ er á. Eins og aðrar lyngrósir er hún eitruð sé hennar neytt.
Hjallalyngrós líkist urðalyngrós (R. ferrugineum) sem einnig vex í Alpafjöllunum en ólíkt hjallalyngrósinni vex á súru bergi. Helsta einkennið sem greinir þær í sundur er að neðra borða blaða á urðalyngrós er ryðbrúnt. Hjalla- og urðalyngrós mynda blendinga, R. x intermedium, í náttúrunni þar sem þær mætast. Blendingar eru í útliti og kröfum til sýrustigs jarðvegs mitt á milli foreldrategundanna.
Heimkynni: Aðallega í austanverðum Alpafjöllunum á kalkbergsvæðum. Vex þar í 600 - 2.500 m.h.y.s. Finnst einnig í Karpatafjöllum. Lyngætt (Ericaceae).