Lyngrós ‘English Roseum’ – Rhododendron ‘English Roseum’
Sígrænn runni. Hæð: 1,5 m. Blómin lillableik í stórum, endastæðum hnapp í júní. Þrífst best í skjóli. Þolir hálfskugga. Eins og flestar aðrar lyngrósir þrífst ‘English Roseum’ best í fremur súrum jarðvegi. Forðist að setja kalk í jarðveginn. Við gróðursetningu borgar sig að setja saman við jarðveginn furunálar og staðið hrossatað. Íslensk mómold hentar lyngrósum vel. Jarðvegur þarf alltaf að vera rakur en alls ekki blautur. Rakið laufi að lyngrósinni að hausti. Skýlið með striga alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. ‘English Roseum’ hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri eða í raðir og þyrpingar í grónum lóðum með um 1 m millibili. Líkist mjög lyngrósinni ‘Roseum Elegans’ en sumir telja þessar tvær eina og sama yrkið!
Vöruflokkur: Lyngrósir
Tengdar plöntur
Lyngrós ‘Rabatz’ – Rhododendron ‘Rabatz’
Sígrænn runni. Hæð 1 - 1,5 m. Blómin stór, rauð, trektlaga, mörg saman á greinarendum í júní eða fram að mánaðarmótum júní/júlí. Skjólþurfi. Gróðursetjið í mómold blandaðri gömlu hrossataði og furunálum. Varist að planta lyngrósum of djúpt. Vökvið vel eftir gróðursetningu og næstu daga á eftir. Rakið laufi að lyngrósum að hausti. Mælt er með kurli í lyngrósabeð. Setjið moltu yfir lyngrósabeð að vori eða berið sem svarar einni matskeið af blönduðum garðáburði á hverja lyngrós í maí. Ekki meira en það árlega! Dreifið áburðinum vel. Skýlið alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. Mælt er með skýli úr striga sem nær aðeins uppfyrir plöntuna, er opið að ofan og snertir ekki blöðin. Þolir hálfskugga. Lyngrósin 'Rabatz' þrífst eingöngu í góðu skjóli í vel grónum hverfum. Reynsla hérlendis er ennþá takmörkuð. Þessi lyngrósarblendingur er úr smiðju H. Hachmann, Þýskalandi 1984.
Lyngrós ‘Cunningham’s White’ – Rhododendron ‘Cunningham’s White’
Yfirleitt fremur lágvaxinn runni (1 - 1,5 m). Laufin fremur stór, sígræn, heilrennd. Blómin stór, trektlaga í krans í lok maí - júní. Bleik í knúpp en hvít útsprungin með ljósum dröfnum. Þrífst best í skógarskjóli og grónum görðum. Gerir ekki sérstakar kröfur til sýrustigs jarðvegs. Þrífst vel í mómold. Blandið furunálum og veðruðu hrossataði í holuna við gróðursetningu. Skýlið afmarkað fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. Berið smávegis af tilbúnum áburði árlega á vorin. Gott er að raka laufi að lyngrósum að hausti. Þolir vel hálfskugga. Ein auðveldasta lyngrósin í ræktun og tilvalin fyrir byrjendur í lyngrósaræktun. Ranabjalla getur verið vandamál.
Lyngrós ‘Baden Baden’ – Rhododendron ‘Baden Baden’
Lágvaxinn, sígrænn runni (50 sm). Blómin rauð í maí - júní. Þrífst best í þokkalegu skjóli. Þolir hálfskugga. Þrífst best í mómold, blönduðum furunálum og gömlu hrossataði. Skýlið að minnsta kosti fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. Fer í best í blönduðum beðum með öðrum lyngrósum, lyngi, barrviðum og þess háttar. Almennt talin besta rauðblómstrandi lyngrósin fyrir íslenskar aðstæður.
Tindalyngrós ‘Koichiro Wada’ – Rhododendron yakushimanum ‘Koichiro Wada’
Þéttur, hægvaxta, sígrænn runni. Hæð og breidd um 1 m. Blómin eru bleik í knúpp en hvít, trektlaga, mörg saman í júní. Laufið áberandi hvítloðið, sérstaklega ung lauf. Skjólþurfi. Þolir hálfskugga. Gróðursetjið í mómold, blandaðri gömlu hrossataði og furunálum. Gott er að setja moltu yfir lyngrósabeðin árlega eða bera á tilbúinn blandaðan áburð sem nemur um einni sléttfullri matskeið á hverja plöntu í maí. Hentar saman með öðrum lyngrósum, lyngi og sígrænum runnum.
Urðalyngrós – Rhododendron ferrugineum
Lágvaxinn, sígrænn runni (50 sm). Laufið er smátt, ryðbrúnt á neðra borði. Blómin bleik í krönsum fyrri part sumars. Þrífst í súrum jarðvegi. Þarf nokkuð skjól. Þolir hálfskugga. Gott er að blanda furunálum saman við moldina við gróðursetningu. Rakið laufum að urðalyngrósinni á haustin. Fer vel í steinhæðum og framarlega í lyngrósabeðum.
Tindalyngrós ‘Colibri’ – Rhododendron yakushimanum ‘Colibri’
Lágvaxinn, sígrænn, þéttur, hægvaxta, hálfkúlulega runni. Hæð 50 - 100 sm. Blómin rauðbleik í knúpp en fagurbleik útsprungin. Blómgast í lok maí eða í júní. Skjólþurfi. Þolir hálfskugga. Gróðursetjið í mómold blandaðri gömlu hrossataði og furunálum. Vökvið vel eftir gróðursetningu og næstu daga á eftir. Skýlið alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. Gott er að þekja lyngrósabeð með trjákurli. Berið á um eina teskeið af blönduðum garðáburði í kringum plöntuna í maí en ekki meira það árið. Hentar framarlega í beði með öðrum lyngrósum, lyngi og öðrum sígrænum runnum. Tindalyngrósir (R. degronianum ssp. yakushimanum) eru almennt talið harðgerðari en flestar aðrar lyngrósir. Heimkynni þeirra eru á japönsku eyjunni Yakushima.