Lyngrós ‘Cunningham’s White’ – Rhododendron ‘Cunningham’s White’
Yfirleitt fremur lágvaxinn runni (1 – 1,5 m). Laufin fremur stór, sígræn, heilrennd. Blómin stór, trektlaga í krans í lok maí – júní. Bleik í knúpp en hvít útsprungin með ljósum dröfnum. Þrífst best í skógarskjóli og grónum görðum. Gerir ekki sérstakar kröfur til sýrustigs jarðvegs. Þrífst vel í mómold. Blandið furunálum og veðruðu hrossataði í holuna við gróðursetningu. Skýlið afmarkað fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. Berið smávegis af tilbúnum áburði árlega á vorin. Gott er að raka laufi að lyngrósum að hausti. Þolir vel hálfskugga. Ein auðveldasta lyngrósin í ræktun og tilvalin fyrir byrjendur í lyngrósaræktun. Ranabjalla getur verið vandamál.
Vörunr.
2722d3594d07
Vöruflokkar: Lyngrósir, Sígrænir runnar og sígræn smátré
Tengdar plöntur
Körfurunni / Brárunni – Chiliotrichum diffusum
Harðgerður, sígrænn, lágvaxinn runni (1 - 1,5 m). Blöðin fremur smá, dökkgræn að ofan, ljós að neðan. Blómin fremur smá, mörg saman, með hvítar tungukrónur og gulleytar pípukrónur. Litlar biðukollur þroskast að hausti. Sólelskur. Ættaðar frá sunnanverðri S-Ameríku og Falklandseyjum. Virðist all vind- og saltþolinn. Þrífst best í vel framræstum jarðvegi. Körfurunni sómir sér vel í blönduðum beðum með runnum og blómum. Einnig fer vel á því að gróðursetja nokkra saman í þyrpingu með um 70 - 80 sm millibili. Körfurunni finnst hér og þar í görðum. Einnig nefndur "brárunni". Körfurunni minnir í útliti á rósmarín (Rosmarinus officinalis).
Breiðumispill ‘Skogholm’ – Cotoneaster dammeri ‘Skogholm’
All harðgerður, sígrænn, jarðlægur, þekjandi runni. Laufið dökkgrænt, heilrennt. Stundum vill laufið sviðna að vetri til en það lagast fljótlega aftur. Blómin hvít, smá, stjörnulaga snemmsumars. Stundum þroskast rauðgul ber á haustin. Þolir hálfskugga. Tilvalinn í hleðslur, kanta, upp á veggi, í ker og þess háttar. Greinarnar geta með tímanum slútað niður um 2 m. Vinsæl garðplanta hérlendis. Fjótvaxnari samanborið við skriðmispil (C. apiculatus). Þrífst í allri venjulegri, vel framræstri garðmold. 'Skogholm' er sænskt úrvalsyrki frá árinu 1941.
Fagursýprus / Jólasýprus – Chamaecyparis lawsoniana ‘Ellwoodii’
Þétt, sígrænt, upprétt vaxandi smátré eða runni. Barrið fíngert og fjaðurkennt, blágrænt. Skuggþolinn en skjólþurfi. Hægvaxta. Þrífst aðeins í skjólgóðum hverfum og skógarskjóli ekki of langt frá ströndinni. Skýlið fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. Gjarnan seldur í blómabúðum fyrir jólin sem lítið "jólatré". Mikið notaður í ker og potta. Endist yfirleitt illa þannig nema í góðu skjóli. Passið að halda moldinni ávallt rakri. Hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri. Þolir vel klippingu en afskaplega hægvaxta. Verður með tímanum 2 - 3 m hérlendis á bestu stöðum.
Alaskasýprus – Cupressus nootkatensis
Lágvaxið, sígrænt tré. Toppurinn og smágreinar áberandi drjúpandi. Barrið hreisturlaga, blágrænt - gulgrænt. Könglar kúlulaga á stærð við bláber. Dökkbláir fullþroska. Þokkafullur og jafnvel draugalegur að sjá. Þarf nokkurt skjól. Fremur skuggþolinn. Þolir vel klippingu. Harðgerðasti sýprusinn. Óvíst er hveru hár alaskasýprus getur orðið hérlendis. Reikna má með 6 - 7 m hæð á bestu stöðum í skógarskjóli. Alaskasýprus þrífst í skjólgóðum görðum og trjálundum. Hentar í beð og þyrpingar með öðrum sígrænum runnum og smátrjám. Einnig framan við og jafnvel undir stærri trjám. Þrífst í allri venjulegri, framræstri garðmold. Framleiðum eingöngu alaskasýprus af íslensku fræi. Heimkynni: Vesturströnd N-Ameríku. Allt frá Alaska suður til N-Kaliforníu.