Lyngrós / Tindalyngrós ‘Karminkissen’ – Rhododendron ‘Karminkissen’
Lágvaxinn, þéttur, hægvaxta sígrænn runni. Hæð 40 – 50 sm. Breidd um 70 sm. Þúfulaga eða púðalaga vaxtarlag (Kissen = púði). Laufið dökkgrænt, ögn gljáandi, lensulaga, heilrent um 3 x 10 sm á stærð. Laufblöðin eru gráloðin á neðra borði. Blómin klukkulaga, dökkrauðbleik og sitja mörg saman á greinaendum. Blómgast í júní. Skjólþurfi. Þrífst vel í hálfskugga.
Gróðursetjið ‘Karminkissen’ í mómold og blandið dauðum furunálum og gömlu hrassataði í jarveginn. Gróðursetjið lyngrósina í sömu dýpt og hún stendur í pottinum þegar þú fékkst hana í hendur. Vökvið vel eftir gróðursetningu og næstu daga þar á eftir. Skýlið lyngrósinni alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. ‘Karminkissen’ hentar framarlega í beð með öðrum lyngrósum og sígrænum runnum. Þýskt yrki úr smiðju H. Hachmann frá árinu 2005. Foreldrar eru tindalyngrósin R. yakushimanum ‘Koichiro Wada’ x R. ‘Ruby Hart’. Lyngætt (Ericaceae).