Perlureynir – Sorbus munda
Harðgert lítið tré eða stór runni. Hæð: 3,5 – 5 m. Brum rauðleit. Blöðin fínleg, fjöðruð. 12-15 smáblaðapör. Blómin hvít í frekar litlum sveipum. Berin fyrst ljósgræn síðan hvít í klösum í október. Rauðir haustlitir í október. Þolir hálfskugga. Perlureynir sómir sér vel stakstæður en einnig í röðum. þyrpingum og í blönduðum beðum með öðrum gróðri. Millibil: 1,5 – 2,0 m. Perlureynir minnir mjög á koparreyni (S. frutescens) í útliti. Perlureynir verður hávaxnari, berin þroskast seinna á haustin og haustlitir birtast seinna á haustin samanborið við koparreyni. Perlureynir er ekki með eins drjúpandi greinar og ljósari brum samanborið við koparreyni. Perlureynir er miklu sjaldgæfari hérlendis samanborið við koparreyni. Heimkynni: V-Sichuan í Kína.