Rifs ‘Jonkheer van Tets’ – Ribes rubrum ‘Jonkheer van Tets’
Harðgerður berjarunni. Hæð: 1,0 – 1,5 m. Millibil: 80 – 100 sm. Uppskerumikið yrki. Ber þroskast í ágúst – byrjun september. Ber fremur sæt. Vinsæl í hlaup og þess háttar. Þolir vel hálfskugga en uppskerumest í fullri sól. Þrífst best í frjóum og rakaheldnum jarðvegi. Venjulega plantað í raðir ásamt öðrum berjarunnum eða eitt og sér. Hollenskt yrki.
Vörunr. dbbd1e5aba8c
Vöruflokkur: Ávaxtatré og berjarunnar
Tengdar plöntur
Hélurifs ‘Lukka’ – Ribes laxiflorum ‘Lukka’
Harðgerður, lágvaxinn (30 - 50 sm), jarðlægur runni. Laufið handsepótt. Laufgast í apríl. Rauðir haustlitir birtast strax í ágúst. Rauðbrún blóm í klasa í maí. Blá, héluð, æt ber þroskast í ágúst. Skuggþolið en mest berjauppskera fæst í fullri sól. Hentar sem undirgróður undir trjám, í kanta, jaðra og þess háttar. Nóg er að planta 1 - 2 plöntum á fermetra. 'Lukka' er úrvalsyrki úr Lystigarði Akureyrar.
Hindber – Rubus idaeus
Skriðull hálfrunni. Hæð 1 - 2 m. Greinar ná tveggja ára aldri. Fyrra árið vex grein upp frá jörðu í fulla hæð. Seinna árið blómgast hún og þroskar ber. Síðan er hún dauð. Klippið í burt dauðar greinar. Gróðursetjið í afmarkað rými til að forðast rótarskot um alla lóð. Tilvalið er að setja niður þil svona 40 sm niður í jarðveginn til að forðast dreifingu rótarskota. Einnig má rækta hindber í ílátum en þau þurfa frjóan og rakaheldinn jarðveg til að þroska ber. Setjið staðið hrossatað eða moltu saman við jarðveginn við gróðursetningu. Villihindber henta til gróðursetningar í lúpínubreiður og skógarrjóður. Berin á villihindberjum eru smá en bragðgóð. Þau skríða mest út. Úrvalsyrki eins og 'Borgund' hafa stærri ber og skríða ekki eins mikið út. Hindberjarunnar þola hálfskugga en mest berjauppskera fæst í fullri sól. Yrki með stærri berjum henta betur til ræktunar í heimilisgörðum samanborið við villihindber.
Hlíðaramall / Hunangsviður – Amelanchier alnifolia
Harðgerður lágvaxinn - meðalstór runni (1 - 2 m). Laufið blágrænt. Haustlitur gulur - rauðgulur. Blómin hvít í klösum snemmsumars. Berin fyrst græn, svo fjólublá og loks svarblá fullþroska. Æt og bragðgóð hrá eða í sultur, bökur, þurrkuð og s.frv. Hlíðaramall þrífst í allri venjulegri garðmold. Þolir hálfskugga en mest berjauppskera fæst í fullri sól. Hentar í raðir, þyrpingar og blönduð beð með öðrum runnum og blómjurtum. Millibil um 1 m. Hentar einnig í villigarða og sumarhúsalóðir. Stundum ber á rótarskotum. Hlíðaramallinn okkar er allur af íslensku fræi. Ein móðurplantan er af fræi frá Skagway, Alaska.
Logalauf – Aronia melanocarpa – Íslenskar fræplöntur
All harðgerður, lágvaxinn - meðalhár (1,5 m) runni. Nýtt lauf rauðbrúnleitt. Hvít blóm í sveipum snemmsumars. Svört, æt ber þroskast í október í góðum árum. Skærrauðir haustlitir. Sólelskt en þolir hálfskugga. Logalauf fer vel í bland með öðrum runnum, í þyrpingum og röðum. Þolir ágætlega klippingu. Þarf nokkurt skjól og frjóan jarðveg til að þrífast og þroska ber.
Sólber ‘Storklas’ – Ribes nigrum ‘Storklas’
Harðgerður berjarunni. Hæð: 150 sm. Nokkuð uppréttur vöxtur. Stór ber með þykku skinni. Ber henta því vel til frystingar. Seinþroska. Reynist vel á höfuðborgarsvæðinu. Sænskt yrki. Gróðursetjið með um 1 m millibili í frjóan og rakaheldin jarðveg. Setjið moltu eða veðraðan búfjáráburð yfir moldina snemma vors árlega. Sænskt yrki.
Rauðberjalyng / Týtuber ‘Koralle’ – Vaccinium vitis-idaea ‘Koralle’
All harðgerður, lágvaxinn (15 - 20 sm), sígrænn dvergrunni. Blöðin smá, heilrennd. Fölbleikir sætukoppar birtast snemmsumars. Meðalstór, rauð, súrsæt, aðeins bitur, æt ber þroskast að hausti. Sólelskt en þolir hálfskugga. Berjaþroski verður þó mestur í fullri sól. Þrífst best í lítið eitt súrum, rakaheldnum jarðvegi. Dreifir sér með rótarskotum. Myndar breiður. Forðist að rækta með mjög ágengum tegundum. Rauðberjalyng hentar til að klæða beð. Berin eru notuð í sultur og þess háttar. Kallast "lingonberry" á ensku og "tyttebær" á dönsku. Tegundin finnst villt á einstaka stað hérlendis
Kirsiber ‘Stella’- Prunus avium ‘Stella’
Sæmilega harðgert, lítið tré/runni. Hæð: 2 - 4 m. Þarf skjólgóðan og sólríkan vaxtarstað til að þrífast og þroska aldin. Gróðursetjið í vel framræstan, frjóan jarðveg blandaðan lífrænum efnum (búfjáráburður/molta). Blómgast í júní og aldin þroskast í góðu árferði í ágúst - september. 'Stella' er sjálffrjóvgandi. Nefnist einnig "fuglakirsiber" og "sætkirsiber". Berjum hættir við að springa í vætutíð. Kanadískt yrki.