• Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Menu
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
Stækka mynd
HeimRósir Rós ‘Dornröschen’ – Rosa ‘Dornröschen’
Previous product
Meyjarós 'Kristine' - Rosa moyesii 'Kristine'
Back to products
Next product
Einir - Juniperus communis - Undirhlíðar-Hfj

Rós ‘Dornröschen’ – Rosa ‘Dornröschen’

Fremur viðkvæm beðrós. Hæð um 1 m eða rúmlega það. Blómin mjög stór, vel fyllt, fallega formuð, dökkbleik og ilmandi. Best er að rækta ‘Dornröschen’ upp við vegg á móti sól í skjóli. Vetrarskýli borgar sig. Sé byggt yfir rósina er best að klippa hana að hausti áður en skýlið er sett yfir. Rósin er klippt niður í u.þ.b. 20 sm. Sé ekki byggt yfir rósina er hún klippt niður að vori áður en hún laufgast. Rósir sem fá vetraskýli byrja jafnvel að blómstra í lok júní. Óskýldar rósir ekki fyrr en í ágúst. Ein allra fallegasta rósin sem hægt er að rækta hérlendis. Gengur almennt undir heitinu „dornrós“ með almennings.

Vörunr. c28d790796a8 Vöruflokkur: Rósir
Deila með

Tengdar plöntur

Placeholder
Loka

Rós ‘John Cabot’ – Rosa ‘John Cabot’

Klifurrós eða runnarós. Blómin skærbleik, fyllt og ilmandi. Laufið gljáandi. Hæð allt að 2 m. ‘John Cabot’ þarf sólríkan og
Loka

Ígulrós ‘Fru Dagmar Hastrup’ – Rosa rugosa ‘Fru Dagmar Hastrup’

Harðgerð, meðalstór runnarós (1 -1,5 m). Blómin stór, einföld, ljósbleik og ilmandi. Sólelsk. Vind- og saltþolin. Stórar rauðar nýpur. Aðeins skriðul. Hentar í blönduð beð, raðir og þyrpingar með um 80 - 100 sm millibili. Danskt yrki. Eitt besta yrkið til framleiðslu á nýpum. Nýpur má nýta í sultur, grauta og te. Þær eru mjög C-vítamínríkar.
Loka

Gallarós ‘Tuscany Superb’ – Rosa gallica ‘Tuscany Superb’

Blómin eru hálffyllt, dökkpurpurarauð með flauels-áferð ilmandi. Gulir frævlar. Blómgast síðsumars. Nánast þyrnalaus. Þarf skjólgóðan vaxtarstað með frjósamri mold. Hæð um 80 sm.
Loka

Ígulrós ‘Hadda’ – Rosa rugosa ‘Hadda’

Harðgerð runnarós. Vaxtarlagið útbreitt. Hefur því þekjandi eiginleika. Hæð: 1 - 1,5 m. Blómin stór, hálffyllt, rauðfjólublá og ilmandi. Er með fyrstu ígulrósum að byrja að blómstra á sumrin. Blómgast fram á haust. Rauðar, flathnöttóttar  nýpur þroskast að hausti. Blaðstönglar og axlarblöð rauðleit. Gulbrúnir haustlitir. Sólelsk. Þrífst best í aðeins sendnum/grýttum og vel framræstum jarðvegi. Blandið lífrænu efni (búfjáráburði/moltu) saman við jarðveginn við gróðursetningu. 'Hadda' hentar í breiðuplantanir til að þekja yfirborð og sem jaðarplanta í trjábeðum. Einnig í blönduð runnabeð, brekkur og þess háttar. Rótarkerfið skríður lítið sem ekkert út. 'Hadda' er úr smiðju Jóhanns Pálssonar og er blendingur R. rugosa 'Rotes Meer' x R. kamtschatica.
Loka

Ígulrós ‘Krístin’ – Rosa rugosa ‘Kristín’

Harðgerð, fremur lágvaxinn (1,5) runnarós. Blómin tvöfölld, rauðbleik, fremur stór, ilmandi og gjarnan nokkur saman í klasa. Rauðar nýpur þroskast að hausti. Rauðgulir - gulir haustlitir. Sólelsk. Skríður nokkuð út með rótarskotum. Vind- og saltþolin. Hentar í raðir, þyrpingar, brekkur og villigarða. Millibil: 80 - 100 sm. 'Kristín' er ein af rósum Jóhanns Pálssonar. Hún mun vera afkomandi R. rugosa 'Logafold' og (R. kamtschatica x ?).
Loka

Rós ‘Prairie Dawn’ – Rosa ‘Prairie Dawn’ – ‘Prairie Dawn’

Frekar harðgerð, meðalstór runnarós, allt að 2 m há. Blómin bleik, hálffyllt. Ilmur daufur. Blómgast síðsumars. Sólelsk. Þarf eitthvert skjól.
Loka

Rós ‘Ristinummi’ (járnbrautarrósin) – Rosa ‘Ristinummi’

Harðgerður, meðalstór runni. Blómin stór, einföld, fölbleik, daufur ilmur. Rauðar nýpur. Rauðgulir haustlitir. Vaxtarlagið hvelft. Sólelsk. Blómgast mest í vel framræstum, aðeins sendnum eða grýttum jarðvegi í fullri sól. Kennd við bæinn Ristinummi í Finnlandi. Járnbrautarrósin sómir sér vel í blönduðum runnabeðum, röðum og þyrpingum með tæplega 1 m millibili. Hentar í villigarða og sumarhúsalóðir. Skríður ekki mikið út með rótarskotum.
Loka

Kanelrós ‘Fazers Röda’ – R. majalis ‘Fazers Röda’

Harðgerð, meðalstór runnarós. Hæð: 150 sm eða meir. Blómin einföld, meðalstór, bleik. Rauðleitir sprotar. Greinar kanelbrúnar. Þyrnar gisnir. Rauðar nýpur. Sólelsk. Skríður nokkuð út með rótarskotum. Hentar í raðir, þyrpingar, opin svæði og sumarhúsalóðir. Millibil um 100 sm. Finnsk.
Kaldárselsvegi. Hafnarfirði
555 6455
skoghf@simnet.is
Tenglar
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
  • Plöntuleit
  • Skógræktarfélag Íslands
  • Yndisgróður
  • Lystigarður Akureyrar
  • Sumarhúsið og garðurinn
  • Grasagarður Reykjavíkur
  • Garðaflóra
  • Garðyrkjufélag Íslands
Plöntuleit
  • Tré
  • Runnar
  • Skógarplöntur
  • Ávaxtatré og berjarunnar
  • Tré og runnar í pottum
  • Klifurrunnar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar 2021
Hönnun: Veftorg vefþjónusta
  • Menu
  • Categories
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Start typing to see products you are looking for.