• Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Facebook
Menu
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
Stækka mynd
HeimRósir Rós ‘Dornröschen’ – Rosa ‘Dornröschen’
Previous product
Meyjarós 'Kristine' - Rosa moyesii 'Kristine'
Back to products
Next product
Einir - Juniperus communis - Undirhlíðar-Hfj

Rós ‘Dornröschen’ – Rosa ‘Dornröschen’

Fremur viðkvæm beðrós. Hæð um 1 m eða rúmlega það. Blómin mjög stór, vel fyllt, fallega formuð, dökkbleik og ilmandi. Best er að rækta ‘Dornröschen’ upp við vegg á móti sól í skjóli. Vetrarskýli borgar sig. Sé byggt yfir rósina er best að klippa hana að hausti áður en skýlið er sett yfir. Rósin er klippt niður í u.þ.b. 20 sm. Sé ekki byggt yfir rósina er hún klippt niður að vori áður en hún laufgast. Rósir sem fá vetraskýli byrja jafnvel að blómstra í lok júní. Óskýldar rósir ekki fyrr en í ágúst. Ein allra fallegasta rósin sem hægt er að rækta hérlendis. Gengur almennt undir heitinu „dornrós“ með almennings.

Vörunr. c28d790796a8 Vöruflokkur: Rósir
Deila með
Facebook Twitter Pinterest

Tengdar plöntur

Loka

Rós ‘Skotta’ – Rosa ‘Skotta’

Harðgerður, lágvaxinn - meðalstór runni (1 - 1,5 m). Sólelsk. Blómin bleik, vel fyllt og ilmandi. Skriðul. Engar nýpur. Laufið ljósgrænt, stakfjaðrað og matt. Gulir haustlitir. Hentar í runnaþyrpingar, raðir, opin svæði, villigarða og þess háttar. Mjög blómsæl. Blómgast frá miðju sumri og fram á haust. Algeng í íslenskum görðum. Hefur í gegnum tíðina verið ranglega seld undir heitunum 'Betty Bland', 'Wasagaming', 'George Will' og þokkarós. 'Skotta' óx upp af fræi í Grasagarði Reykjavíkur árið 1965. Fræið kom frá grasagarðinum í Wageningen í Hollandi.
Placeholder
Loka

Rós ‘Metis’ – Rosa ‘Metis’

Fínleg, lágvaxin runnarós. Almennt harðgerð. Laufið stakfjaðrað og gljándi. Blómin hálffyllt lillableik, fremur smá, ilmandi. Sólelsk. Hentar í beð með runnum og fjölæringum. Kanadísk yrki frá árinu 1967.
Loka

Rós ‘Rose de Rescht’ – Rosa ‘Rose de Rescht’

Fremur lágvaxin rós. Þéttfyllt og ilmandi. Þarf skjól og sól. Skríður ekki. Á myndinni sjást auk rósarinnar lauf "Brachyglottis" 'Sunshine'.
Loka

Fjallarós ‘Hellisgerði’ – R. pendulina ‘Hellisgerði’

Harðgerð, meðalhá runnarós. Blómin fremur smá, einföld, rauðbleik, ljósari nær miðju. Blómgast yfirleitt fyrst rósa hérlendis, gjarnan seinni part júní. Stundum aftur snemma hausts. Daufur ilmur. Rauðgulir haustlitir. Sólelsk en þolir hálfskugga. Fjallarós 'Hellisgerði' hentar stakstæð, fleiri saman eða í bland með öðrum gróðri.
Loka

Rós ‘George Will’ – Rosa rugosa ‘George Will’

Harðgerð, meðalstór runnarós af ígulrósakyni (R. rugosa). Blómin stór, fagurbleik, hálffyllt og ilmandi. Ekki mikið um nýpur. Rauðgulir haustlitir. Sólelsk. 'George Will' hentar í blönduð runna- og blómabeð, raðir, þyrpingar, sumarhúsalóðir og villigarða. Millibil um 80 sm. Sérlega blómviljug og snotur rós.
Loka

„Páfarós“ – Rosa ‘Poppius’

Mjög harðgerð, meðalstór runnarós. Blómin fremur smá, hálffyllt, lillableik. Daufur ilmur. Smágerðar nýpur. Rauðgulir haustlitir. Sólelsk. Ekki svo skriðul. Fer vel í blönduð runnabeð, í raðir, þyrpingar og í sumarhúsalandið.
Placeholder
Loka

Rós ‘Örträsk’ – Rosa ‘Örträsk’ / ‘Örtelius’

Harðgerð, meðalhá runnarós (1,5 - 2,0 m). Talin blendingur ígulrósar (R. rugosa) og kanelrósar (R. majalis). Dreifir sér nokkuð út með rótarskotum. Blómin stór, hálffyllt, bleik og ilmandi. Blómgast frá miðju sumri og fram í frost. Þroskar rauðar nýpur sem má nýta til manneldis. Millibil 1 m. Hentar stakstæð, í blönduð beð, raðir og þyrpingar. Ættuð frá Lapplandi.
Loka

Rós ‘Schneekoppe’ – Rosa rugosa ‘Schneekoppe’

Harðgerð lágvaxin - meðalhá runnarós. Blöðin fremur mött, stakfjöðruð, ljósgræn. Talsvert þyrnótt. Blómin stór, fyllt, föllillableik - hvít, ilmandi, ögn drjúpandi (rósirnar þungar). Þroskar lítið eða ekki nýpur. Gulir haustlitir. Sólelsk. 'Schneekoppe' hentar í blönduð runna- og rósabeð, raðir, þyrpingar, ker, villigarða og sumarhúsalóðir. All vind- og saltþolin.
Kaldárselsvegi. Hafnarfirði
555 6455
skoghf@simnet.is
Tenglar
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
  • Plöntuleit
  • Skógræktarfélag Íslands
  • Yndisgróður
  • Lystigarður Akureyrar
  • Sumarhúsið og garðurinn
  • Grasagarður Reykjavíkur
  • Garðaflóra
  • Garðyrkjufélag Íslands
Plöntuleit
  • Tré
  • Runnar
  • Skógarplöntur
  • Ávaxtatré og berjarunnar
  • Tré og runnar í pottum
  • Klifurrunnar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar 2021
Hönnun: Veftorg vefþjónusta
loka
Start typing to see products you are looking for.
  • Menu
  • Categories
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Scroll To Top