Rós ‘Hilda’ – Rosa ‘Hilda’
Rósin ‘Hilda’ er harðgerð, þéttvaxin runnarós sem verður um 1,5 m á hæð. Gisþyrnótt. Laufið stakfjaðrað og matt. Blómin eru meðalstór, tvöföld, bleik og ilmandi. Gulir frævlar. Blómgast í júlí – ágúst. Blómsæl. Rauðgular, nánast hnöttóttar nýpur þroskast í september – október. Hún hefur talsvert skriðult rótarkerfi.’Hilda’ er vind- og saltþolin. Hentar í limgerði, þyrpingar, í brekkur og á opin svæði. Einnig þrífst hún í sumarhúsalóðum við litla umhirðu. Eins og aðrar rósir er hún sólelsk en þolir hálfskugga. ‘Hilda’ er framleidd og seld í Þöll á eigin rót. ‘Hilda’ er ein af rósum Jóhanns Pálssonar grasafræðings og fyrrverandi garðyrkjustjóra Reykjavíkur. ‘Hilda’ er blendingur milli ígulrósar ‘Hadda’ (R. rugosa ‘Hadda’) og fjallarósar (R. pendulina).