Rós ‘Lac Majeau’ – Rosa ‘Lac Majeau’
All harðgerð runnarós. Hæð 70 – 100 sm eða hærri á góðum stöðum. Lítið þyrnótt. Laufblöð mött. Ígulrósablendingur (R. rugosa) Rauðleitir blómknúppar. Blómin sitja gjarnan nokkur saman á greinarendum. Blómin hvít, hálffyllt með gulleitum fræflum og ilmandi. Blómgast síðsumars og fram á haust. Stundum þroskast rauðleitar nýpur á haustin. Sólelsk en sögð þola hálfskugga.
Þrífst best í sæmilega frjóum, framræstum jarðvegi sem gjarnan má vera blandaður sandi og möl. Blandið gömlum búfjáráburði eða moltu í jarðveginn við gróðursetningu. ‘Lac Majeau’ hentar í blönduð beð með öðrum rósum, runnum og fjölæringum. Millibil 80 – 100 sm. ‘Lac Majeau’ er gjarnan seld ágrædd. Við gróðursetningu er best að ágræðslustaðurinn fari 10 sm undir jarðvegsyfirborðið. Uppruni: Georges Bugnet, Kanada fyrir árið 1981.