Frekar harðgerð, meðalstór runnarós, allt að 2 m há. Blómin bleik, hálffyllt. Ilmur daufur. Blómgast síðsumars. Sólelsk. Þarf eitthvert skjól. Lítið þyrnótt. Hentar í beð með öðrum gróðri.
Tengdar plöntur
Fjallarós ‘Lina’ – R. pendulina ‘Lina’
Harðgerður, meðalhár, þéttur runni. Hæð og breidd um 2 m. Laufið fagurgrænt, meðalstórt, fjaðrað. Blómin fremur smá, rauðbleik. Krónublöð ljósari nær miðju. Með fyrstu rósum að byrja að blómstra á sumrin jafnvel í júní. Rauðar, smáar, aflangar nýpur þroskast á haustin. Gulir - rauðgulir haustlitir. Nánast þyrnalaus. Sólelsk en þolir vel hálfskugga. Fjallarós hentar sérlega vel í raðir /limgerði og þyrpingar. Einnig falleg stakstæð. Þolir vel hóflega klippingu.
Ígulrós ‘Logafold’ – Rosa rugosa ‘Logafold’
Rósin 'Logafold' er afrakstur rósakynbóta Jóhanns Pálssonar fyrrverandi garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar. 'Logafold' er harðgerð og þétt runnarós. Vind- og saltþolin enda af ígulrósakyni (R. rugosa). Blómin eru stór, léttfyllt, fallega skálformuð, rauðfjólublá - bleik og ilmandi. Langur blómgunartími. Rauðar nýpur. Sólelsk en þolir hálfskugga. Hæð um 1,5 m. Framleidd og seld í Þöll á eigin rót. Hentar í blönduð beð, raðir og þyrpingar með um 80 sm millibili. Getur einnig vaxið "villt" í sumarhúsalöndum og þess háttar. 'Logafold' er úr smiðju Jóhanns Pálssonar grasafræðings. Hún er afkomandi R. 'Charles Albanel x ?.
Rós ‘Rote Max Graf’ – Rosa ‘Rote Max Graf’
Jarðlæg, þekjandi rós. Blómin meðalstór, rauð. Takmörkuð reynsla. Sólelsk.
Rós ‘Örträsk’ – Rosa ‘Örträsk’ / ‘Örtelius’
Harðgerð, meðalhá runnarós (1,5 - 2,0 m). Talin blendingur ígulrósar (R. rugosa) og kanelrósar (R. majalis). Dreifir sér nokkuð út með rótarskotum. Blómin stór, hálffyllt, bleik og ilmandi. Blómgast frá miðju sumri og fram í frost. Þroskar rauðar nýpur sem má nýta til manneldis. Millibil 1 m. Hentar stakstæð, í blönduð beð, raðir og þyrpingar. Ættuð frá Lapplandi.
Þyrnirós ‘Johannusmorsian’ – Rosa pimpinellifolia ‘Johannusmorsian’
Harðgerð fremur lágvaxin, þétt runnarós (1 m). Blómin ljóslillableik, hálffyllt, meðalstór og ilmandi. Blómgast í nokkrar vikur í júlí - ágúst. Svartar nýpur þroskast á haustin. Rauðgulir haustlitir. Mikið þyrnótt. Skríður eitthvað út með rótarskotum. Sólelsk. Nægjusöm. Hentar í blönduð beð, raðir, þyrpingar og villigarða. Millibil: 80 sm. Finnskt yrki. 'Johannusmorsian' merkir "jónsmessubrúður".
„Hansarós“ – Rosa rugosa ‘Hansa’
Harðgerð, meðalstór runnarós af ígulrósakyni (R. rugosa). Blómin stór, vel fyllt, rauðfjólblá og ilmandi. Lítið sem ekkert um nýpur. Rauðgulir haustlitir. Mjög algeng hérlendis. Mest notuð í raðir og þyrpingar. Millibil um 80 sm. Vind- og saltþolin. Skríður eitthvað út sé hún á eigin rót. Stundum kölluð "Vestmannaeyjarós". Tvímælalaust algengasta rósin í íslenskum görðum. Ekki er óalgengt að ígulrósir (R. rugosa) séu í daglegu tali kallaðar "hansarósir" þó að í raun eigi það aðeins við um þetta tiltekna yrki af ígulrós.
Rós ‘Lísa’ – Rosa rugosa ‘Lísa’
Harðgerð, í meðallagi hávaxin runnarós (1,5 m). Blómin stór, hálffyllt - fyllt, bleik og ilmandi. Þroskar rauðar nýpur á haustin. Gulir - rauðgulir haustlitir. Skríður út með rótarskotum. 'Lísa' er íslenskt yrki valið úr efniviði sem hingað barst úr Alaska-leiðangrinum árið 1985. Ígulrósablendingur að öllum líkindum. Hentar í raðir og þyrpingar, til að binda jarðveg í brekkum, villigarða og sumarbústaða-lönd.
Meyjarós ‘Kristine’ – Rosa moyesii ‘Kristine’
Fremur harðgerður, hávavaxinn runni (3 m). Blómin blóðrauð, einföld. Enginn eða lítill ilmur. Rauðgular, flöskulaga, fremur stórar nýpur þroskast á haustin. Rauðgulir haustlitir. Sólelsk en þolir hálfskugga. Engin rótarskot. Glæsileg stakstæð eða aftarlega í blönduðum runna- og blómabeðum. Hentar einnig í sumarhúsalönd og útivistarskóga.