Rós ‘Helena Lykkefund’ – Rosa ‘Helena Lykkefund’
Klifurrós. Blómin meðalstór, rjómahvít, hálffyllt, ilmandi í klösum. Laufið gljáandi. Þyrnalaus. Þarf gott skjól og sólríkan stað upp við húsvegg til að þrífast. Hæð 2 – 3 m eða meir á góðum stað. Gróðursetjið í frjóan, vel framræstan jarðveg blandaðan sandi og lífrænu efni (búfjáráburður/molta). Danskt yrki frá Olsen síðan 1930.
Vörunr. ec982db87276
Vöruflokkar: Klifurplöntur, Rósir
Tengdar plöntur
Ígulrós ‘Krístin’ – Rosa rugosa ‘Kristín’
Harðgerð, fremur lágvaxinn (1,5) runnarós. Blómin tvöfölld, rauðbleik, fremur stór, ilmandi og gjarnan nokkur saman í klasa. Rauðar nýpur þroskast að hausti. Rauðgulir - gulir haustlitir. Sólelsk. Skríður nokkuð út með rótarskotum. Vind- og saltþolin. Hentar í raðir, þyrpingar, brekkur og villigarða. Millibil: 80 - 100 sm. 'Kristín' er ein af rósum Jóhanns Pálssonar. Hún mun vera afkomandi R. rugosa 'Logafold' og (R. kamtschatica x ?).
Rós ‘Louise Bugnet’ – Rosa ‘Louise Bugnet’
All harðgerð, fremur lágvaxin (1 m) runnarós af ígulrósakyni (R. rugosa). Blómin rauðbleik í knúpp en alveg snjóhvít útsprungin og ilmandi. Þroskar vart nýpur. Rauðgulir haustlitir. Sólelsk. Nánast þyrnalaus. Skríður aðeins út með rótarskotum. Mjög falleg rós. 'Louise Bugnet' fer vel í blönduðum beðum með rósum, runnum og fjölærum jurtum.
Kanelrós ‘Fazers Röda’ – R. majalis ‘Fazers Röda’
Harðgerð, meðalstór runnarós. Hæð: 150 sm eða meir. Blómin einföld, meðalstór, bleik. Rauðleitir sprotar. Þyrnar gisnir. Rauðar nýpur. Sólelsk. Skríður nokkuð út með rótarskotum. Hentar í raðir, þyrpingar, opin svæði og sumarhúsalóðir. Millibil um alla vega 80 sm. Finnsk.
Rós ‘Metis’ – Rosa ‘Metis’
Fínleg, lágvaxin runnarós. Almennt harðgerð. Laufið stakfjaðrað og gljándi. Blómin hálffyllt lillableik, fremur smá, ilmandi. Sólelsk. Hentar í beð með runnum og fjölæringum. Kanadísk yrki frá árinu 1967.
Rós ‘Hilda’ – Rosa ‘Hilda’
Rósin 'Hilda' er harðgerð runnarós sem verður um 1,5 m á hæð. 'Hilda' hentar í limgerði, þyrpingar, í brekkur og á opin svæði. Einnig þrífst hún í sumarhúsalóðum við litla umhirðu. Eins og aðrar rósir er hún sólelsk en þolir hálfskugga. 'Hilda' er framleidd og seld í Þöll á eigin rót. Hún hefur talsvert skriðult rótarkerfi. Blómin eru meðalstór, tvöföld, bleik og ilmandi. Blómgast í júlí - ágúst. Blómsæl. 'Hilda' er ein af rósum Jóhanns Pálssonar grasafræðings og fyrrverandi garðyrkjustjóra Reykjavíkur. 'Hilda' er blendingur milli ígulrósar 'Hadda' (R. rugosa 'Hadda') og fjallarósar (R. pendulina).
Rós ‘George Will’ – Rosa rugosa ‘George Will’
Harðgerð, meðalstór runnarós af ígulrósakyni (R. rugosa). Blómin stór, fagurbleik, hálffyllt og ilmandi. Ekki mikið um nýpur. Rauðgulir haustlitir. Sólelsk. 'George Will' hentar í blönduð runna- og blómabeð, raðir, þyrpingar, sumarhúsalóðir og villigarða. Millibil um 80 sm. Sérlega blómviljug og snotur rós.
Ígulrós ‘Logafold’ – Rosa rugosa ‘Logafold’
Rósin 'Logafold' er afrakstur rósakynbóta Jóhanns Pálssonar fyrrverandi garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar. 'Logafold' er harðgerð og þétt runnarós. Vind- og saltþolin enda af ígulrósakyni (R. rugosa). Blómin eru stór, léttfyllt, fallega skálformuð, rauðfjólublá - bleik og ilmandi. Langur blómgunartími. Rauðar nýpur. Sólelsk en þolir hálfskugga. Hæð um 1,5 m. Framleidd og seld í Þöll á eigin rót. Hentar í blönduð beð, raðir og þyrpingar með um 80 sm millibili. Getur einnig vaxið "villt" í sumarhúsalöndum og þess háttar. 'Logafold' er úr smiðju Jóhanns Pálssonar grasafræðings. Hún er afkomandi R. 'Charles Albanel x ?.
„Hansarós“ – Rosa rugosa ‘Hansa’
Harðgerð, meðalstór runnarós af ígulrósakyni (R. rugosa). Blómin stór, vel fyllt, rauðfjólblá og ilmandi. Lítið sem ekkert um nýpur. Rauðgulir haustlitir. Mjög algeng hérlendis. Mest notuð í raðir og þyrpingar. Millibil um 80 sm. Vind- og saltþolin. Skríður eitthvað út sé hún á eigin rót. Stundum kölluð "Vestmannaeyjarós". Tvímælalaust algengasta rósin í íslenskum görðum. Ekki er óalgengt að ígulrósir (R. rugosa) séu í daglegu tali kallaðar "hansarósir" þó að í raun eigi það aðeins við um þetta tiltekna yrki af ígulrós.