Sabínueinir – Juniperus sabina
All harðgerður, sígrænn, þéttur, lágvaxinn runni. Hæð: 40 – 80 sm. Barrið smágert, blásilfrað. Sólelskur en þolir hálfskugga. Þrífst í vel framræstri, venjulegri garðmold. Sæmilega þekjandi. Yfirleitt sérbýll. Hentar fremst í beð með sígrænum gróðri, í hleðslur, steinhæðir og ker. Þrífst ekki á algerum berangri. Eitraður sé hans neytt. Heimkynni: Fjalllendi mið- og S-Evrópu og í NV-Asía.
Vöruflokkur: Sígrænir runnar og sígræn smátré
Tengdar plöntur
Lyngrós ‘Rabatz’ – Rhododendron ‘Rabatz’
Sígrænn runni. Hæð 1 - 1,5 m. Blómin stór, rauð, trektlaga, mörg saman á greinarendum í júní eða fram að mánaðarmótum júní/júlí. Skjólþurfi. Gróðursetjið í mómold blandaðri gömlu hrossataði og furunálum. Varist að planta lyngrósum of djúpt. Vökvið vel eftir gróðursetningu og næstu daga á eftir. Rakið laufi að lyngrósum að hausti. Mælt er með kurli í lyngrósabeð. Setjið moltu yfir lyngrósabeð að vori eða berið sem svarar einni matskeið af blönduðum garðáburði á hverja lyngrós í maí. Ekki meira en það árlega! Dreifið áburðinum vel. Skýlið alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. Mælt er með skýli úr striga sem nær aðeins uppfyrir plöntuna, er opið að ofan og snertir ekki blöðin. Þolir hálfskugga. Lyngrósin 'Rabatz' þrífst eingöngu í góðu skjóli í vel grónum hverfum. Reynsla hérlendis er ennþá takmörkuð. Þessi lyngrósarblendingur er úr smiðju H. Hachmann, Þýskalandi 1984.
Körfurunni / Brárunni – Chiliotrichum diffusum
Harðgerður, sígrænn, lágvaxinn runni (1 - 1,5 m). Blöðin fremur smá, dökkgræn að ofan, ljós að neðan. Blómin fremur smá, mörg saman, með hvítar tungukrónur og gulleytar pípukrónur. Litlar biðukollur þroskast að hausti. Sólelskur. Ættaðar frá sunnanverðri S-Ameríku og Falklandseyjum. Virðist all vind- og saltþolinn. Þrífst best í vel framræstum jarðvegi. Körfurunni sómir sér vel í blönduðum beðum með runnum og blómum. Einnig fer vel á því að gróðursetja nokkra saman í þyrpingu með um 70 - 80 sm millibili. Körfurunni finnst hér og þar í görðum. Einnig nefndur "brárunni". Körfurunni minnir í útliti á rósmarín (Rosmarinus officinalis).
Einir ‘Holger’ – Juniperus ‘Holger’
All harðgerður, sígrænn, lágvaxinn, hægvaxta, þekjandi runni (50 sm á hæð). Barrið á nýjum sprotum ljósgult síðan gráblátt. Sólelskur. Hentar í ker, hleðslur, kanta og þess háttar. Ekki eins harðgerður og himalajaeinir 'Meyeri'. Yrkið 'Holger' mun vera blendingur garðaeinis (J. x media 'Pfitzeriana Aurea') og himalajaeinis (J. squamata 'Meyeri'). Úr smiðju Holger Jensen, Svíþjóð frá árinu 1946.
Fjallafura / Dvergfura – Pinus mugo
Mjög harðgerður, lágvaxinn - meðalhár, sígrænn runni. Nálar dökkgrænar, 2 saman í búnti. Karlblóm ljósrauð, mörg saman neðst á árssprotum. Síðar rauðbrún. Könglar fremur smáir. Getur orðið talsvert breið. Til að halda fjallafuru þéttri borgar sig að brjóta til hálfs framan af brumun á greinaendum í kringum jónsmessuleytið. Fjallafura gerir litlar kröfur til jarðvegs. Fjallafura er sólelsk og hentar ekki sem undirgróður undir trjám. Fjallafura fer vel í blönduð beð með öðrum gróðri, nokkrar saman í þyrpingu með um 80 - 90 sm millibili. Einnig í stórgerðar hleðslur, ker og á opin svæði. Skýlið fjallafura alla vega fyrsta veturinn ef gróðursett er á mjög opnum og skjóllausum stöðum eins og í kringum háar byggingar o.þ.h. Smávaxin/fínleg fjallafura er gjarnan kölluð "dvergfura". Í raun er um stömu tegund að ræða. Fjallafura/dvergfura er mjög vinsæl og útbreidd í görðum og útivistarskógum. Fjallafuran okkar í Þöll er öll vaxin upp af fræi sem safnað hefur verið hérlendis eins og t.d. í Rauðvatnsstöðinni í Rvk, Gráhelluhrauni í Hfj og víðar. Heimkynni: Fjalllendi Mið- og SA-Evrópu. Myndar blendinga með bergfuru (P. uncinata) þar sem útbreiðslusvæði tegundanna skarast í vestanverðum Ölpunum.
Hélubroddur ‘Jytte’ – Berberis candidula ‘Jytte’
All harðgerður, þéttur, sígrænn, hægvaxta, lágvaxinn skrautrunni (50 - 100 sm). Greinar mikið þyrnóttar. Laufið oddbaugótt, dökkgrænt og gljándi á efra borði. Laufið er aftur á móti "hvíthélað" að neðan. Gjarnan ber á roða í laufinu yfir vetrarmánuðina. Blómin gul, smágerð, drjúpandi og ilmandi fyrri part sumars. Aldinið svarblátt ber. Þolir hálfskugga. Þarf þokkalegt skjól. Þrífst í fullri sól og hálfskugga. Þrífst í allri venjulegri garðmold. Hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri og jafnvel í ker í góðu skjóli. Gæti hentað í lágvaxin limgerði í grónum görðum. Millibil um 80 sm en allt niður í 50 sm í limgerðum. Náttúruleg heimkynni hélubrodds eru í Kína. Mítursætt (Berberidaceae).
Kanadalífviður ‘Tiny Tim’ – Thuja occidentalis ‘Tiny Tim’
Sígrænn, þéttur, kúlulaga, lágvaxinn runni (1 m). Barrið er hreisturkennt og ilmandi. Þrífst í skjóli. Þolir vel hálfskugga. Kanadalífviður 'Tiny Tim' fer vel í beðum með öðrum lágvöxnum gróðri framan við hús og við dvalarsvæði. Getur lifað í pottum í góðu skjóli. Hægvaxta. Vex í kúlu eins og hann sé klipptur til.
Þráðsýprus / Ertusýprus ‘Filifera’ – Chamaecyparis pisifera ‘Filifera’
Sígrænn hægvaxta breiðkeilulaga runni eða smátré. Hæð 1,5 m hérlendis. Getur hugsanlega orðið hærri með tímanum í skjólgóðum görðum. Barrið hreisturkennt og gulgrænt á lit. Greinarendar slútandi, þráðmjóir. Þráðsýprus hentar í skjólgóða garða í sæmilega frjóum, rakaheldnum, framræstum jarðvegi. Þolir vel hálfskugga. Hefur reynst ágætlega í pottum í skjóli. Tegundin er ættuð frá Japan.