Sabínueinir – Juniperus sabina
All harðgerður, sígrænn, þéttur, lágvaxinn runni. Hæð: 40 – 80 sm. Barrið smágert, blásilfrað. Sólelskur en þolir hálfskugga. Þrífst í vel framræstri, venjulegri garðmold. Sæmilega þekjandi. Yfirleitt sérbýll. Hentar fremst í beð með sígrænum gróðri, í hleðslur, steinhæðir og ker. Þrífst ekki á algerum berangri. Eitraður sé hans neytt. Heimkynni: Fjalllendi mið- og S-Evrópu og í NV-Asía.
Vöruflokkur: Sígrænir runnar og sígræn smátré
Tengdar plöntur
Lyngrós ‘Rabatz’ – Rhododendron ‘Rabatz’
Sígrænn runni. Hæð 1 - 1,5 m. Blómin stór, rauð, trektlaga, mörg saman á greinarendum í júní eða fram að mánaðarmótum júní/júlí. Skjólþurfi. Gróðursetjið í mómold blandaðri gömlu hrossataði og furunálum. Varist að planta lyngrósum of djúpt. Vökvið vel eftir gróðursetningu og næstu daga á eftir. Rakið laufi að lyngrósum að hausti. Mælt er með kurli í lyngrósabeð. Setjið moltu yfir lyngrósabeð að vori eða berið sem svarar einni matskeið af blönduðum garðáburði á hverja lyngrós í maí. Ekki meira en það árlega! Dreifið áburðinum vel. Skýlið alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. Mælt er með skýli úr striga sem nær aðeins uppfyrir plöntuna, er opið að ofan og snertir ekki blöðin. Þolir hálfskugga. Lyngrósin 'Rabatz' þrífst eingöngu í góðu skjóli í vel grónum hverfum. Reynsla hérlendis er ennþá takmörkuð. Þessi lyngrósarblendingur er úr smiðju H. Hachmann, Þýskalandi 1984.
Fjallaþöll – Tsuga mertensiana – Íslensk kvæmi
Lágvaxið - meðalstórt tré hérlendis. Stundum aðeins runni. Gjarnan runnkennd framan af ævinni. Barrið dökk-blágrænt. Aðeins ljósara að neðan. Könglar meðalstórir, tunnulaga, rauðbrúnir - brúnir. Skuggþolin. Hægvaxta og talsvert hægvaxnari samanborið við marþöll (T. heterophylla). Þrífst vel á Hallormsstað og í Skorradal. Þroskar reglulega fræ þar. Ágætis eintök af fjallaþöll finnast á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Fjallaþöll er falleg í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri. Einnig gróðursett undir skerm í skógi. Heimkynni fjallaþallar eru vesturströnd N-Ameríku allt frá Alaska í norðri suður til Kaliforníu. Í sínum heimkynnum vex hún aðallega til fjalla á svölum, úrkomusömum stöðum. Vel aðlöguð snjóþyngslum.
Hélubroddur ‘Jytte’ – Berberis candidula ‘Jytte’
All harðgerður, þéttur, sígrænn, hægvaxta, lágvaxinn skrautrunni (50 - 100 sm). Greinar mikið þyrnóttar. Laufið oddbaugótt, dökkgrænt og gljándi á efra borði. Laufið er aftur á móti "hvíthélað" að neðan. Gjarnan ber á roða í laufinu yfir vetrarmánuðina. Blómin gul, smágerð, drjúpandi og ilmandi fyrri part sumars. Aldinið svarblátt ber. Þolir hálfskugga. Þarf þokkalegt skjól. Þrífst í fullri sól og hálfskugga. Þrífst í allri venjulegri garðmold. Hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri og jafnvel í ker í góðu skjóli. Gæti hentað í lágvaxin limgerði í grónum görðum. Millibil um 80 sm en allt niður í 50 sm í limgerðum. Náttúruleg heimkynni hélubrodds eru í Kína. Mítursætt (Berberidaceae).
Fjallafura / Dvergfura – Pinus mugo
Mjög harðgerður, lágvaxinn - meðalhár, sígrænn runni. Nálar dökkgrænar, 2 saman í búnti. Karlblóm ljósrauð, mörg saman neðst á árssprotum. Síðar rauðbrún. Könglar fremur smáir. Getur orðið talsvert breið. Til að halda fjallafuru þéttri borgar sig að brjóta til hálfs framan af brumun á greinaendum í kringum jónsmessuleytið. Fjallafura gerir litlar kröfur til jarðvegs. Fjallafura er sólelsk og hentar ekki sem undirgróður undir trjám. Fjallafura fer vel í blönduð beð með öðrum gróðri, nokkrar saman í þyrpingu með um 80 - 90 sm millibili. Einnig í stórgerðar hleðslur, ker og á opin svæði. Skýlið fjallafura alla vega fyrsta veturinn ef gróðursett er á mjög opnum og skjóllausum stöðum eins og í kringum háar byggingar o.þ.h. Smávaxin/fínleg fjallafura er gjarnan kölluð "dvergfura". Í raun er um stömu tegund að ræða. Fjallafura/dvergfura er mjög vinsæl og útbreidd í görðum og útivistarskógum. Fjallafuran okkar í Þöll er öll vaxin upp af fræi sem safnað hefur verið hérlendis eins og t.d. í Rauðvatnsstöðinni í Rvk, Gráhelluhrauni í Hfj og víðar. Heimkynni: Fjalllendi Mið- og SA-Evrópu. Myndar blendinga með bergfuru (P. uncinata) þar sem útbreiðslusvæði tegundanna skarast í vestanverðum Ölpunum.
Garðaýr ‘Hatfieldii’ – Taxus x media ‘Hatfieldii’
Hægvaxta, þéttur, sígrænn runni. Barrið dökkgrænt og mjúkt. Vaxtarlagið upprétt, breiðkeilulaga. Hæð 2 - 3 m á löngum tíma. Skuggþolinn. Ef hann fær skjól er hann harðgerður. Þrífst í venjulegri garðmold sem ekki er of blaut. Þolir vel klippingu. Gjarnan notaður í limgerði erlendis en full hægvaxta í það hlutverk hérlendis. Garðaýr 'Hatfieldii' hentar í blönduð runnabeð, sem undirgróður undir trjám og í ker/potta í skjóli. Eitraður sé hans neytt.
Kínaeinir ‘Blue Alps’ – Juniperus chinensis ‘Blue Alps’
Lágvaxinn runni (um 1 m). Barrið blágrænt - grágrænt. Gjarnan koparlitaður á veturna. Greinar vaxa upp og til hliðar með ögn drjúpandi toppum. Sólelskur en þolir hálfskugga. Þarf eitthvert skjól. Skýlið fyrsta veturinn hið minnsta eftir gróðursetningu. Minnir á himalajaeini (Juniperus squamata) í útliti. Gerir litlar kröfur til jarðvegs. Þolir þó illa blautan jarðveg. Hentar í beð með öðrum sígrænum gróðri, ker í skjóli og stærri hleðslur.