Selja – Salix caprea
Harðgert, í meðallagi stórvaxið tré. Hæð : 7 – 12 m. Króna í meðallagi breið. Á margstofna trjám mjög breið með tímanum. All harðvaxta. Laufið grágrænt. Ljósgulir haustlitir. Sérbýl. Blómgast fyrir laufgun silfruðum reklum í apríl. Karlreklar bera fallega gula fræfla. Börkur grár gjarnan með áberandi tíglamynstri. Sólelsk. All vind- og saltþolin. Þrífst í allri venjulegri garðmold og öðru sæmilega frjóu landi. Sendir ekki út rótarskot. Sómir sér vel stakstæð. Millibil 3 m hið minnsta. Víða gróðursett í heimilisgörðum, almenningsgörðum, með vegum, við sumarhús, í útivistarskógum o.þ.h. Varpar ekki svo miklum skugga. Þarf þokkalega frjóan, rakaheldin jarðveg til að þrífast vel. Almennt heilbrigð og laus við asparglittu. Vörtur á laufi af völdum sagvespu (Euura bridgmanii) eru stundum áberandi sérstaklega á ungum trjám. Sáir sér sums staðar út þar sem aðstæður leyfa. Heimkynni: Evrasía.