Skildir – Ligularia spp.
Harðgerðar, stórvaxnar, fjölærar jurtir. Blómin gul, gjarnan í turnlaga blómskipunum. Þola vel hálfskugga. Vaxa gjarnan í frjóu deiglendi. Skildir henta aftarlega í blönduðum blómabeðum, við tjarnir og þess háttar. Þurfa yfirleitt ekki stuðning. Heimkynni: Evrasía.
Vöruflokkur: Fjölærar jurtir
Tengdar plöntur
Kögurkolla – Tellima grandiflora
Harðgerð, meðastór, fjölær jurt. Blómin gulgræn í uppréttum klasa. Þrífst best í rökum, frjósömum jarðvegi. Skuggþolinn og þekjandi. Sáir sér út.
Álfakollur – Stachys grandiflora
Harðgerður, meðalhá, fjölær jurt. Blómin fjólublá í uppréttum kollum síðsumars. Þolir hálfskugga. Þrífst vel í venjulegri garðmold.
Gullbjalla – Pulsatilla aurea
Fremur lágvaxin fjölær jurt (10 – 50 sm). Lauf tvífjaðurskipt. Blómin stór, gul. Blómgast miðsumars. Heimkynni: Kákasus. Þrífst best í
Forlagabrúska ‘Hyacinthina’- Hosta fortunei ‘Hyacinthina’
Harðgerð fjölær jurt. Stór, heilrennd, egglaga lauf. Ljóslilla blómklasar síðsumars. Skuggþolin. Þarf frjóa og jafnraka mold.
Snækollur – Anaphalis margaritacea
All harðgerð, fjölær jurt. Hæð: 40 - 80 sm. Gráloðið lauf. Blómin smá, gulleit í sveip, umlukin fjölda hvítra, pappírkenndra háblaða. Blóm henta til þurrkunar í skreytingar. Þrífst best á sólríkum í vel framræstum jarðvegi. Hentar í blönduð beð.
Krosshnappur – Glechoma hederacea
Jarðlæg fjölær, sígræn, þekjandi jurt. Blómin fjólublá miðsumars. Þolir hálfskugga. Ilmandi. Þrífst best í frjóum, niturríkum, sæmilega rökum jarðvegi. Hentar
Útlagi – Lysimachia punctata
Harðgerður fjölæringur. Hæð allt að 1 m. Talsvert skriðullt rótarkerfi. Gul blóm upp eftir stilknum birtast síðsumars. Þolir hálfskugga. Algengur.
Garðamaríustakkur – Alchemilla mollis
Mjög harðgerð fjölær jurt. Hæð: 30 - 50 sm. Stór hærð lauf. Stórir drjúpandi blómklasar með fjölda smárra gulgrænna blóma miðsumars. Þekjandi. Þolir hálfskugga. Sáir sér talsvert mikið út.