Skógarstikill – Ribes divaricatum
Harðgerður, þéttur, þyrnóttur runni. Hæð: 1-2 m. Berin dökk-vínrauð – svört, æt. Minna á stikilsber (Ribes uva-ursi).
Vörunr. 5d0b3fe820bb
Vöruflokkar: Ávaxtatré og berjarunnar, Runnar, Tré og runnar í pottum
Tengdar plöntur
Garðakvistill ‘Luteus’ – Physocarpus opulifolius ‘Luteus’
Meðalstór, þokkalega harðgerður runni. Laufið áberandi gulgrænt. Nývöxtur koparlitur. Hvítir blómsveipir miðsumars. Fræbelgir, uppblásnir, rauðleitir í fyrstu. Þolir hálfskugga. Þrífst í venjulegri garðmold. Börkur flagnar með tímanum af í strimlum. Kelur stundum.
Skógarkvistur / Kóreukvistur ‘Finndís’ – Spiraea miyabei ‘Finndís’
Harðgerður, fremur lágvaxinn (0,5 - 0,8), þéttur runni. Stórir bleikir blómsveipir birtast síðsumars (ágúst - september). Rauðgulir haustlitir. Líkist japanskvist (Spiraea japonica). Skógarkvistur 'Finndís' hentar í ker, blönduð beð, raðir og þyrpingar. Blómgast á árssprotann. Best fer á því að klippa skógarkvistinn niður um alla vega helming seinni part vetrar. Kenndur við Finndísi, Dilksnesi, Höfn.
Svartyllir ‘Black Lace’ – Sambucus nigra ‘Black Lace’
Frekar viðkvæmur runni. Hæð: 1,5 - 3,0 m. Laufið tvífjaðrað, dökk-purpurarautt. Blómin ljósbleik í sveip síðsumars. Þroskar ekki aldin hérlendis. Þrífst best í sól en þolir hálfskugga. Verður yfirleitt fyrir haustkali. Hentar aftarlega í blönduð beð innan um ljósari gróður. Einnig sem stakstæður.
Sólbroddur ‘Laugardalur’ – Berberis thunbergii ‘Laugardalur’
Fremur harðgerður, þéttur, þyrnóttur, meðalstór runni. Hæð: 1,5 - 2,5 m. Nýtt lauf rauðleitt. Smá gul blóm. Sólelskur. Þolir vel klippingu. Skærrauðir haustlitir í október - nóvember. Þrífst best í venjulegri garðmold. Hentar í raðir, þyrpingar, í limgerði og stakstæður. Yrkið er fræplanta af B. thunbergii 'Golden Ring' að talið er sem sáð var til í Grasagarði Reykjavíkur, Laugardal. Vegna þess hve sólbroddur 'Laugardalur' heldur laufinu lengi fram eftir hausti hefur hann stundum ranglega verið talinn sígrænn. Einn allra útbreiddasti broddurinn (Berberis spp.) hérlendis.
Baunatré – Caragana arborescens
Harðgerður runni eða lítið tré (1,5 - 2,5 m). Blómin smá, gul. Aldinið belgur með nokkrum ætum baunum/fræjum. Laufið er mjög ljóst, nánast hvítt á vorin og fyrri part sumars en síðan áberandi gulgrænt. Sólelskt. Hægvaxta. Lifir í sambýli við niturbinandi bakteríur. Baunatré gerir því litlar kröfur til jarðvegs. Baunatré sómir sér vel stakstætt í garðinum eða í blönduð beð með öðrum gróðri. Einnig má planta baunatré í klippt eða óklippt limgerði. Gengur einnig undir nöfnunum "síberískt baunatré" og "kergi".
Japanskvistur ‘Eiríkur Rauði’ – Spiraea japonica ‘Eiríkur Rauði’
Harðgerður, þéttur fremur lágvaxinn runni. Blómin vínrauð - bleik í sveipum síðsumars. Rauðir haustlitir. Þolir hálfskugga. Hentar í ker, kanta, raðir, þyrpingar og blönduð beð. Klippið niður í um 20 - 30 sm hæð síðvetrar. Blómgast á árssprotann.
Perlukvistur – Spiraea x margaritae
Lágvaxinn, þéttur, hálfkúlu-laga runni. Hæð: 50 - 60 sm. Stórir fölbleikir blómsveipir síðsumars. Rauðgulir haustlitir. Fremur harðgerður. Hentar í ker / stampa, raðir, þyrpingar og blönduð beð. Millibil 60 - 70 sm. Best fer á því að klippa perlukvistinn niður síðvetrar. Blómgast á árssprotann.
Hélurifs ‘Lukka’ – Ribes laxiflorum ‘Lukka’
Harðgerður, lágvaxinn (30 - 50 sm), jarðlægur runni. Laufið handsepótt. Laufgast í apríl. Rauðir haustlitir birtast strax í ágúst. Rauðbrún blóm í klasa í maí. Blá, héluð, æt ber þroskast í ágúst. Skuggþolið en mest berjauppskera fæst í fullri sól. Hentar sem undirgróður undir trjám, í kanta, jaðra og þess háttar. Nóg er að planta 1 - 2 plöntum á fermetra. 'Lukka' er úrvalsyrki úr Lystigarði Akureyrar.