Snækollur – Anaphalis margaritacea
Harðgerð, fjölær jurt. Hæð: 40 – 80 sm. Gráloðið lauf. Blómin smá, gulleit í sveip, umlukin fjölda hvítra, pappírkenndra háblaða. Blómstrar síðsumars og jafnvel fram á haust. Blóm henta til þurrkunar í skreytingar. Þrífst best á sólríkum í vel framræstum jarðvegi. Hentar í blönduð beð.
Vöruflokkur: Fjölærar jurtir
Tengdar plöntur
Höfuðklukka – Campanula glomerata
Harðgerð, fjölær jurt. Hæð um 40 - 60 sm. Blómin dökk-fjólublá mörg saman í kúlulaga blómskipun. Blómgast í júlí og ágúst. Höfuðklukka er talsvert skriðul. Þolir vel samkeppni við ýmsar ágengar tegundir þ.m.t. gras. Þolir hálfskugga. Höfuðklukka fer vel í blönduðum blóma- og runnabeðum. Hentar einnig í villagarða og sumarhúsalóðir. Þrífst í allri venjulegri garðmold. Þrífst ekki í bleytu eða súrum jarðvegi. Blöð og blóm eru sögð æt og má nota t.d. í salat. Heimkynni: Evrasía, allt frá Bretlandseyjum austur til Japan.
Graslaukur – Allium schoenoprasum
Harðgerð, fjölær jurt. Hæð: 35- 40 sm. Blöð og blóm má nota í mat. Blöð eru gjarnan notuð í eggjakökur, súpur og í fisk- og kartöflurétti. Hálfopnuð blómin henta í salat til að gefa bragð og til skrauts. Blómgast rauðfjólubláum, blómum í kúlulaga blómskipun í júní sem innihalda mikið af blómasafa og eru því hentug sem fæðulind fyrir humlur og aðrar býflugur. Graslaukur vex upp af litlum laukum. Graslaukur er auðræktaður í allri venjulegri garðmold á sólríkum stöðum. Blandið gjarnan gömlum búfjáráburði eða moltu saman við jarðveginn við gróðursetningu. Einnig er tilvalið að setja moltu í kringum eldri plöntur að vori. Þó að graslaukur laði að hunangsflugur er hann almennt talinn fæla í burt ýmis skordýr sem sníkja á plöntum sökum brennisteinssambanda sem í honum eru. Er því gjarnan notaður t.d. inn á milli matjurta og annarra plantna til að fæla í burt sníkjudýr sem leggjast á mat- og skrautjurtir. Vex villtur víða í Evrópu, Asíu og N-Ameríku.
Randagras – Phalaris arundinacea var picta
Harðgert skrautgras. Hæð: 1,5 m eða meir. Blöð áberandi hvítröndótt. Ögn fjólublár punturinn vex upp fyrir grasið síðsumars. Mjög skriðullt. Vex best í frjóum og rökum jarðvegi. Fer vel í þyrpingum og röðum t.d. á opnum svæðum, við tjarnir o.þ.h. Einnig kjörið í stóra potta/ker. Vökvið reglulega. Þolir hálfskugga. Heimkynnir: Evrasía og víðar.
Forlagabrúska ‘Hyacinthina’- Hosta fortunei ‘Hyacinthina’
Harðgerð, fjölær jurt. Stór, heilrennd, egglaga lauf. Gulir haustlitir. Ljóslilla blómklasar síðsumars. Hæð um 40 sm en blómklasar vaxa hærra upp. Skuggþolin. Breiðist rólega út. Þarf frjóa og jafnraka mold. Ein allra harðgerðasta brúskan. Talsvert þekjandi. Hentar sem undirgróður undir trjám, í skuggsæl horn og í blönduð blóma- og runnabeð. Millibil um 70 - 80 sm. Lauf og blaðstilkar á brúskum eru notuð í austurlenskri matargerð. Brúskur koma ekki upp úr jörðinni fyrr en í maílok eða í byrjun júní. Síðan vaxa þær hratt upp.
Silkibóndarós – Paeonia lactiflora
Fjölær jurt. Hæð: 75 - 90 sm. Laufið djúpskert, gljáandi. Lauf og stönglar áberandi rauð fyrst á vorin. Gróðursetjið silkibóndarós á sólríkan og skjólgóðan stað í frjóa, velframræsta garðmold. Færið ekki aftur eftir gróðursetningu. Það tekur bóndarósir nokkurn tíma að koma sér fyrir og byrja að blómstra, gjarnan 2 - 3 ár. Setjið moltu ofan á jarðveginn á vorin. Blómin eru stór, fyllt og ilmandi. Þau þurfa gjarnan stuðning. Blómin þykja góð til afskurðar. Blómgast í júlí. Svo plönturnar setji ekki orku í fræmyndun er mælt með því að blómhöfuðin séu skorin af að blómgun lokinni. Hlífið rótunum að vetri til með lagi af trjákurli ofan á moldina. Vorið 2021 bjóðum við upp á þrjú mismunandi yrki af silkibóndarós: 'Sara Bernhardt' með fölbleikum blómum, 'Karl Rosenfield' með rauðum, blómum og 'Shirley Temple' sem er bleik í knúpp en snjóhvít útsprungin. Bóndarósir eru ekki eiginlegar rósir heldur fjölærar jurtir af bóndarósaætt (Paeoniaceae).